Sjö drukknuðu í bílakjallara í Suður-Kóreu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. september 2022 07:58 Tveir komust lífs af með því að hanga í pípum í lofti bílakjallarans. EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Sjö drukknuðu þegar þeir festust inni í bílakjallara í Suður-Kóreu. Mikið vatn hafði flætt inn í kjallarann vegna rigninga og flóða sem fellibylurinn Hinnamnor orsakaði. Fólkið er sagt hafa ætlað að færa bíla sína úr kjallaranum þegar flóðbylgja skall á og drekkti fólkinu. Fellibylurinn Hinnamnor er sá öflugasti sem riðið hefur yfir á þessu ári en hann gekk yfir Kóreuskaga í byrjun vikunnar. Fellibylnum hafa fylgt miklar rigningar og flóð en björgunaraðilar þurftu að synda í gegn um drullugt vatnið til þess að komast inn í bílakjallarann, sem var nærri uppfullur af flóðvatni. Björgunaraðilar þurftu að synda í drullugu vatninu tl að komast að fólkinu.EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Björgunaraðilum tókst að bjarga tveimur úr kjallaranum, sem haðfði víst tekist að hanga í pípum í lofti kjallarans í meira en tólf klukkustundir. Samkvæmt frétt Yonhap voru allir níu, sem lagt höfðu leið sína í kjallarann, íbúar í byggingu, þar sem íbúar höfðu verið hvattir til að færa bíla sína fyrr um daginn. Þeir sem lifðu flóðið í bílakjallaranum af, maður á fertugsaldri og kona á sextugsaldri, eru sögð ágætlega á sig komin þrátt fyrir raunir gærdagsins. Atburðurinn átti sér stað í borginni Pohang, sem er verst leikin vegna fellibyljarins. Hótel í borginni hrundi til að mynda í miðjum storminum en að sögn forsvarsmanna þess sluppu allir ómeiddir. Minnst tíu hafa látist vegna fellibyljarins. Sjö drukknuðu í bílakjallaranum.EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Suður-Kórea, eins og mörg lönd í Austur-Asíu, hafa verið grátt leikin undanfarna mánuði vegna mikilla rigninga og mikilla hitabylgja. Í byrjun ágústmánaðar flæddi víða vegna rigninga, þar á meðal í höfuðborginni Seoul. Minnst átta létust í þeim flóðum, þar á meðal þrír sem bjuggu í kjallaraíbúð. Dauðsföll þremenninganna í kjallaranum urðu til þess að Kóreuforseti setti lögbann við útleigu slíkra íbúða, sem þekkjast undir nafninu banjiha. Íbúðirnar vöktu gríðarlega athygli í Óskarsverðlaunamyndinni Parasite en þær eru oftast leigðar fátæku fólki, sem hefur engan betri stað á að fara, og býr við mjög bág kjör. Suður-Kórea Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira
Fellibylurinn Hinnamnor er sá öflugasti sem riðið hefur yfir á þessu ári en hann gekk yfir Kóreuskaga í byrjun vikunnar. Fellibylnum hafa fylgt miklar rigningar og flóð en björgunaraðilar þurftu að synda í gegn um drullugt vatnið til þess að komast inn í bílakjallarann, sem var nærri uppfullur af flóðvatni. Björgunaraðilar þurftu að synda í drullugu vatninu tl að komast að fólkinu.EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Björgunaraðilum tókst að bjarga tveimur úr kjallaranum, sem haðfði víst tekist að hanga í pípum í lofti kjallarans í meira en tólf klukkustundir. Samkvæmt frétt Yonhap voru allir níu, sem lagt höfðu leið sína í kjallarann, íbúar í byggingu, þar sem íbúar höfðu verið hvattir til að færa bíla sína fyrr um daginn. Þeir sem lifðu flóðið í bílakjallaranum af, maður á fertugsaldri og kona á sextugsaldri, eru sögð ágætlega á sig komin þrátt fyrir raunir gærdagsins. Atburðurinn átti sér stað í borginni Pohang, sem er verst leikin vegna fellibyljarins. Hótel í borginni hrundi til að mynda í miðjum storminum en að sögn forsvarsmanna þess sluppu allir ómeiddir. Minnst tíu hafa látist vegna fellibyljarins. Sjö drukknuðu í bílakjallaranum.EPA-EFE/KIM HEE-CHUL Suður-Kórea, eins og mörg lönd í Austur-Asíu, hafa verið grátt leikin undanfarna mánuði vegna mikilla rigninga og mikilla hitabylgja. Í byrjun ágústmánaðar flæddi víða vegna rigninga, þar á meðal í höfuðborginni Seoul. Minnst átta létust í þeim flóðum, þar á meðal þrír sem bjuggu í kjallaraíbúð. Dauðsföll þremenninganna í kjallaranum urðu til þess að Kóreuforseti setti lögbann við útleigu slíkra íbúða, sem þekkjast undir nafninu banjiha. Íbúðirnar vöktu gríðarlega athygli í Óskarsverðlaunamyndinni Parasite en þær eru oftast leigðar fátæku fólki, sem hefur engan betri stað á að fara, og býr við mjög bág kjör.
Suður-Kórea Náttúruhamfarir Loftslagsmál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Sjá meira