Leikskólabörn höfð að féþúfu undir hlífiskildi Reykjavíkurborgar Margrét Eymundardóttir, María Lea Ævarsdóttir, Eva Drífudóttir og Kristbjörg Helgadóttir skrifa 7. september 2022 09:31 Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. Reykjavíkurborg gerir samninga við einkarekna leikskóla sem greiða sér út arð á sama tíma og þeir þiggja fé frá borginni. Stjórnendur leikskólans Sælukots keyptu raðhús í Skerjafirði árið 2019 og greiddu sér út 41,8 m.kr. í arð árið 2020. Á sama tíma var leikskólastarfið í miklu fjársvelti. Þetta kemur okkur sem erum úr hópi fyrrverandi starfsfólks og foreldra barna í Sælukoti ekki á óvart. Við höfum safnað saman tugum lýsinga áhyggjufullra starfsmanna og foreldra sem ná 10 ár aftur í tímann. Við höfum bent á að leikskólastarfið stenst engar þær kröfur sem gerðar eru til leikskóla á Íslandi. Má þar nefna að starfsfólk er nær undantekningarlaust án fagmenntunnar og er sömuleiðis alltof fáliðað, sérkennsla er engin, viðbrögð rekstrarstjórnans við meintu kynferðisofbeldi gagnvart barni voru mjög ófagmannlegar og aðbúnaður barna er slæmur almennt á leiskólanum. Þá sjaldan að leikskólakennari hefur stótt um starf á Sælukoti hefur viðkomandi staldrað stutt við. Það starfsfólk sem gerir kröfur um úrbætur á Sælukoti er jafnan rekið af rekstrarstjóra leikskólans. Lýsingar starfsmanna sem hafa unnið á Sælukoti eru með ólíkindum og minna meira á vist í fangabúðum en á vinnustað. Starfsfólkið lýsir auðvitað líka þungum áhyggjum af börnunum. Því miður virðist velferð barna og faglegt starf gleymast um þessar mundir þegar þjarkað er um skort á leikskólaplássum sem þó er mergur málsins. Því höfum við undirritaðar tekið okkur penna í hönd eina ferðina enn til þess að freista þess að einhver hlusti. Það er nefnilega svo að við höfum ítrekað látið Skóla- og frístundasvið vita af ógöngum Sælukots og sent þangað áðurnefndar lýsingar starfsfólks og foreldra. En ekkert gerist. Það virðist öllum standa á sama. Skólinn starfar enn og ennþá er sami rekstrarstjórinn þar við völd. Á leikskóla þar sem enginn ætti að vera, allra síst börn. Þeir sem hafa áhuga á að fara í viðskipti og hyggja á skjótan gróða geta greinilega opnað eikarekinn leikskóla, svelt starfið og greitt sér út arð. Það er ekkert mál. Það vitum við sem höfum nú reynt að vekja Reykjavíkurborg upp af þungum svefni um starfsemi leikskólans Sælukots. Eftirlitið er ekkert enda fáránlegt að sami aðili sjái um rekstur leikskóla og sinni eftirliti með þeim. Reykjavíkurborg sem ekki hefur staðið við kosningaloforð um leikskólapláss fyrir foreldra, já og auðvitað börn, lokar ekki leikskólum. Þeim verður haldið opnum út í rauðan dauðann. Borgarfulltrúar, bæði í meiri og minni hluta, vita allt um þetta mál. Nú er spurningin, ætla þeir að gera eitthvað í því? Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóriMaría Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðirEva Drífudóttir, innanhússarkitekt og fyrrverandi starfsmaðurKristbjörg Helgadóttir, deildarstjóri og fyrrverandi starfsmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Leikskólar Reykjavík Starfsemi Sælukots Tengdar fréttir Sannleikurinn um Sælukot Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. 13. desember 2021 12:00 Mest lesið Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Sjá meira
Í Reykjavík er starfræktur leikskólinn Sælukot sem er rekinn af sértrúarsöfnuði sem telur um 10 manns á Íslandi. Þessi söfnuður kallast Ananda Marga og hefur í gegnum tíðina verið bendlaður við hryðjuverk víða um heim. Reykjavíkurborg gerir samninga við einkarekna leikskóla sem greiða sér út arð á sama tíma og þeir þiggja fé frá borginni. Stjórnendur leikskólans Sælukots keyptu raðhús í Skerjafirði árið 2019 og greiddu sér út 41,8 m.kr. í arð árið 2020. Á sama tíma var leikskólastarfið í miklu fjársvelti. Þetta kemur okkur sem erum úr hópi fyrrverandi starfsfólks og foreldra barna í Sælukoti ekki á óvart. Við höfum safnað saman tugum lýsinga áhyggjufullra starfsmanna og foreldra sem ná 10 ár aftur í tímann. Við höfum bent á að leikskólastarfið stenst engar þær kröfur sem gerðar eru til leikskóla á Íslandi. Má þar nefna að starfsfólk er nær undantekningarlaust án fagmenntunnar og er sömuleiðis alltof fáliðað, sérkennsla er engin, viðbrögð rekstrarstjórnans við meintu kynferðisofbeldi gagnvart barni voru mjög ófagmannlegar og aðbúnaður barna er slæmur almennt á leiskólanum. Þá sjaldan að leikskólakennari hefur stótt um starf á Sælukoti hefur viðkomandi staldrað stutt við. Það starfsfólk sem gerir kröfur um úrbætur á Sælukoti er jafnan rekið af rekstrarstjóra leikskólans. Lýsingar starfsmanna sem hafa unnið á Sælukoti eru með ólíkindum og minna meira á vist í fangabúðum en á vinnustað. Starfsfólkið lýsir auðvitað líka þungum áhyggjum af börnunum. Því miður virðist velferð barna og faglegt starf gleymast um þessar mundir þegar þjarkað er um skort á leikskólaplássum sem þó er mergur málsins. Því höfum við undirritaðar tekið okkur penna í hönd eina ferðina enn til þess að freista þess að einhver hlusti. Það er nefnilega svo að við höfum ítrekað látið Skóla- og frístundasvið vita af ógöngum Sælukots og sent þangað áðurnefndar lýsingar starfsfólks og foreldra. En ekkert gerist. Það virðist öllum standa á sama. Skólinn starfar enn og ennþá er sami rekstrarstjórinn þar við völd. Á leikskóla þar sem enginn ætti að vera, allra síst börn. Þeir sem hafa áhuga á að fara í viðskipti og hyggja á skjótan gróða geta greinilega opnað eikarekinn leikskóla, svelt starfið og greitt sér út arð. Það er ekkert mál. Það vitum við sem höfum nú reynt að vekja Reykjavíkurborg upp af þungum svefni um starfsemi leikskólans Sælukots. Eftirlitið er ekkert enda fáránlegt að sami aðili sjái um rekstur leikskóla og sinni eftirliti með þeim. Reykjavíkurborg sem ekki hefur staðið við kosningaloforð um leikskólapláss fyrir foreldra, já og auðvitað börn, lokar ekki leikskólum. Þeim verður haldið opnum út í rauðan dauðann. Borgarfulltrúar, bæði í meiri og minni hluta, vita allt um þetta mál. Nú er spurningin, ætla þeir að gera eitthvað í því? Margrét Eymundardóttir, kennari og fyrrverandi leikskólastjóriMaría Lea Ævarsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðirEva Drífudóttir, innanhússarkitekt og fyrrverandi starfsmaðurKristbjörg Helgadóttir, deildarstjóri og fyrrverandi starfsmaður
Sannleikurinn um Sælukot Yfirlýsing lögmannsins er lituð af þeim meðulum sem um langa hríð hafa verið notuð af rekstrarstjóra Sælukots og stjórn leikskólans, Sælutröð sem eru væntanlega heimildarfólk hans. 13. desember 2021 12:00
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun