Liverpool þarf að stöðva „Kvaradona“ ef það ætlar heim með stig Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. september 2022 13:01 Khvicha Kvaratskhelia ætlar sér að hrella varnarlínu Liverpool í kvöld. EPA-EFE/Riccardo Antimiani Meistaradeild Evrópu í fótbolta er farin á fullt á nýjan leik og verður leikur Napoli og Liverpool sýndur beint á Stöð 2 Sport 2 í kvöld. Gestirnir frá Bítlaborginni þurfa að stöðva manninn sem kallaður er „Kvaradona“ ætli þeir sér heim með stig eða þrjú í farteskinu. Liverpool hefur byrjað tímabilið nokkuð brösuglega en liðið situr sem stendur í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 9 stig að loknum sex leikjum. Á sama tíma er Napoli í 2. sæti með 11 stig að loknum fimm leikjum. Vissulega verður forvitnilegt að sjá hvernig framlína Liverpool spjarar sig á Ítalíu í kvöld en maðurinn sem öll augu verða á mun leika í blárri treyju heimamanna. Sá heitir Khvicha Kvaratskhelia, er 21 árs gamall og kemur frá Georgíu. Hann gekk í raðir Napoli í sumar og hefur spilað það vel að hann hefur hlotið viðurnefnið „Kvaradona.“ Uppgjör á fyrstu umferð ítölsku deildarinnar. Kvaradona, Georgíski Messi eða Maradona Kákasusfjallanna, hvað á að kalla Khvicha Kvaratskhelia? https://t.co/ZEpSOLwnWp— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) August 19, 2022 Þar er verið að vitna í Diego Armando Maradona heitinn, einn albesta og skemmtilegasta knattspyrnumann allra tíma. Hann lék með Napoli frá 1984 til 1991. „Ég kemst ekki nálægt Maradona en ég mun gefa allt sem ég á til að verða mikilvægur leikmaður hjá þessu stóra félagi,“ sagði „Kvaradona“ um samanburðinn. Hann hefur til þessa spilað fimm leiki í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, og skorað fjögur mörk ásamt því að leggja upp eitt til viðbótar. Liverpool beware, you're about to come up against the player nicknamed 'Kvaradona'! #BBCFootball #UCL— BBC Sport (@BBCSport) September 7, 2022 Georgíumaðurinn hefur aldrei spilað í Meistaradeild Evrópu en ef allt er eðlilegt mun hann hefja leik kvöldsins á vinstri vængnum og verður einkar áhugavert að sjá hvernig Trent Alexander-Arnold mun ganga að stöðva þennan lunkna vængmann. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Að leik loknum mun Meistaradeildarstúkan fara yfir allt það helsta sem gerðist í deild þeirra bestu í kvöld. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira
Liverpool hefur byrjað tímabilið nokkuð brösuglega en liðið situr sem stendur í 7. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 9 stig að loknum sex leikjum. Á sama tíma er Napoli í 2. sæti með 11 stig að loknum fimm leikjum. Vissulega verður forvitnilegt að sjá hvernig framlína Liverpool spjarar sig á Ítalíu í kvöld en maðurinn sem öll augu verða á mun leika í blárri treyju heimamanna. Sá heitir Khvicha Kvaratskhelia, er 21 árs gamall og kemur frá Georgíu. Hann gekk í raðir Napoli í sumar og hefur spilað það vel að hann hefur hlotið viðurnefnið „Kvaradona.“ Uppgjör á fyrstu umferð ítölsku deildarinnar. Kvaradona, Georgíski Messi eða Maradona Kákasusfjallanna, hvað á að kalla Khvicha Kvaratskhelia? https://t.co/ZEpSOLwnWp— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) August 19, 2022 Þar er verið að vitna í Diego Armando Maradona heitinn, einn albesta og skemmtilegasta knattspyrnumann allra tíma. Hann lék með Napoli frá 1984 til 1991. „Ég kemst ekki nálægt Maradona en ég mun gefa allt sem ég á til að verða mikilvægur leikmaður hjá þessu stóra félagi,“ sagði „Kvaradona“ um samanburðinn. Hann hefur til þessa spilað fimm leiki í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni, og skorað fjögur mörk ásamt því að leggja upp eitt til viðbótar. Liverpool beware, you're about to come up against the player nicknamed 'Kvaradona'! #BBCFootball #UCL— BBC Sport (@BBCSport) September 7, 2022 Georgíumaðurinn hefur aldrei spilað í Meistaradeild Evrópu en ef allt er eðlilegt mun hann hefja leik kvöldsins á vinstri vængnum og verður einkar áhugavert að sjá hvernig Trent Alexander-Arnold mun ganga að stöðva þennan lunkna vængmann. Leikurinn hefst klukkan 19.00 og verður í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport 2. Að leik loknum mun Meistaradeildarstúkan fara yfir allt það helsta sem gerðist í deild þeirra bestu í kvöld.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Sjá meira