„Ég veit ekki nákvæmlega hvernig honum tókst að gera þetta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. september 2022 13:39 Stangveiðimaður við veiðar í íslenskri á með veiðistöng um fjórum til fimm sinnum styttri en þá sem spænski veiðimaðurinn rak í háspennulínuna í gær. Getty Yfirleiðsögumaður í Eystri-Rangá segir að spænskur veiðimaður hafi líklega sloppið ágætlega miðað við aðstæður þegar löng veiðistöng hans rakst í háspennulínu. Karlmaðurinn, sem er vanur veiðimaður, er með brunasár víða á líkamanum. Um er að ræða spænskan karlmann á sextugsaldri sem komið hefur áður til Íslands til veiða. Gunnar Guðjónsson, yfirleiðsögumaður sem hefur umsjón með veiði í ánni, leggur áherslu á að stöngin sjálf hafi rekist í raflínuna. Ekki að línan sem veiðimaðurinn kastaði hafi farið í línuna. „Hann fær rafstuð í gegnum stöngina og inn í líkamann,“ segir Gunnar. Um er að ræða veiðistöng af tegundinni Telescopic sem geta orðið allt að tíu metra langar. Gunnar segir stangirnar mjög óalgengar og ekki í vopnabúri íslenskra veiðimanna. „Ég veit að menn hafa kastað línu eða spún í raflínur, en þá gerist ekki neitt. Það er efnið í stönginni sjálfri sem leiðir mjög vel.“ Karlmaðurinn er hluti af fimmtán manna hóp spænskra veiðimanna sem margir hverjir hafa komið til Íslands til veiða áður. Sumir árum saman og sá reynslumesti kom fyrst fyrir tuttugu árum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig honum tókst að gera þetta,“ segir Gunnar. Það hafi verið veiðimanninum til einhvers happs að veiðifélagi hans var læknir. Þá sé tiltölulega stutt á Hvolsvöll þangað sem honum var ekið í flýti. „Hann fékk bestu mögulegu meðhöndlun.“ Staðan á manninum er að sögn Gunnars góð eftir atvikum. Hópurinn sé enn við veiðar í Eystri-Rangá og láti slysið ekki á sig fá. Hópurinn sé á leið úr landi á morgun eða hinn. Varðandi öryggi á svæðinu segir Gunnar að hafa verði auga með veiðimönnum með langar standir. Þó telur hann að til standi að fjarlægja háspennulínurnar og leggja þær í jörð. Stangveiði Orkumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Fékk raflost við veiðar í Eystri-Rangá Veiðimaður brann víðsvegar um líkamann þegar veiðistöng hans lenti á háspennulínu í Eystri-Rangá í dag. Maðurinn var með meðvitund er hann var fluttur á sjúkrahús. 6. september 2022 13:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Um er að ræða spænskan karlmann á sextugsaldri sem komið hefur áður til Íslands til veiða. Gunnar Guðjónsson, yfirleiðsögumaður sem hefur umsjón með veiði í ánni, leggur áherslu á að stöngin sjálf hafi rekist í raflínuna. Ekki að línan sem veiðimaðurinn kastaði hafi farið í línuna. „Hann fær rafstuð í gegnum stöngina og inn í líkamann,“ segir Gunnar. Um er að ræða veiðistöng af tegundinni Telescopic sem geta orðið allt að tíu metra langar. Gunnar segir stangirnar mjög óalgengar og ekki í vopnabúri íslenskra veiðimanna. „Ég veit að menn hafa kastað línu eða spún í raflínur, en þá gerist ekki neitt. Það er efnið í stönginni sjálfri sem leiðir mjög vel.“ Karlmaðurinn er hluti af fimmtán manna hóp spænskra veiðimanna sem margir hverjir hafa komið til Íslands til veiða áður. Sumir árum saman og sá reynslumesti kom fyrst fyrir tuttugu árum. „Ég veit ekki nákvæmlega hvernig honum tókst að gera þetta,“ segir Gunnar. Það hafi verið veiðimanninum til einhvers happs að veiðifélagi hans var læknir. Þá sé tiltölulega stutt á Hvolsvöll þangað sem honum var ekið í flýti. „Hann fékk bestu mögulegu meðhöndlun.“ Staðan á manninum er að sögn Gunnars góð eftir atvikum. Hópurinn sé enn við veiðar í Eystri-Rangá og láti slysið ekki á sig fá. Hópurinn sé á leið úr landi á morgun eða hinn. Varðandi öryggi á svæðinu segir Gunnar að hafa verði auga með veiðimönnum með langar standir. Þó telur hann að til standi að fjarlægja háspennulínurnar og leggja þær í jörð.
Stangveiði Orkumál Rangárþing eystra Tengdar fréttir Fékk raflost við veiðar í Eystri-Rangá Veiðimaður brann víðsvegar um líkamann þegar veiðistöng hans lenti á háspennulínu í Eystri-Rangá í dag. Maðurinn var með meðvitund er hann var fluttur á sjúkrahús. 6. september 2022 13:57 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Fékk raflost við veiðar í Eystri-Rangá Veiðimaður brann víðsvegar um líkamann þegar veiðistöng hans lenti á háspennulínu í Eystri-Rangá í dag. Maðurinn var með meðvitund er hann var fluttur á sjúkrahús. 6. september 2022 13:57