Vaktin: Syrgir móður sína ásamt heimsbyggðinni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Atli Ísleifsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. september 2022 07:15 Fylgst með ávarpi konungs. AP/John Walton Elísabet II Bretadrottning lést í gær, 96 ára að aldri, í faðmi fjölskyldu sinnar í Balmoral kastala í Skotlandi. Karl sonur hennar er nú orðinn konungur Bretlands en hann mun ávarpa þjóð sína í fyrsta sinn sem konungur hennar í dag. Komið er að veigamiklum kaflaskiptum hjá Breska sambandsveldinu. Karl tekur við embætti móður sinnar, sem var einn farsælasti þjóðhöfðingi sögunnar og bíður hans risavaxið verk. Margir hafa leitt að því líkum að aðildarríki Breska sambandsveldisins muni nú gera tilraun til að fá fullt sjálfstæði frá bresku krúnunni. Í fyrsta sinn hefur dómari í sakamáladómstólnum Old Bailey í Lundúnum hafið aðalmeðferð í máli undir flaggi nýs konungs. Þetta skrifar Dominic Casciani blaðamaður breska ríkisútvarpsins. Hann segir að dómstjórinn hafi lesið upp: „Allir þeir sem hafa eitthvað fram að færa fyrir dóminum þá nálgast dómarar konungsins við aðalsakadómstólinn. Guð blessi konunginn.“ Þetta er fyrsta skipti í sjötíu ár sem upphafsorð dómsathafnar beinast að konungi og með andláti drottningarinnnar breytist þjóðsöngurinn sömuleiðis úr kveðju til drottningar yfir í kveðju til konungs. Karl III mun halda ávarpa bresku þjóðina í fyrsta sinn sem konungur Bretlands í dag klukkan 17. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í beinni útsendingu í fréttinni hér fyrir neðan. Margt verður um að vera í dag og munum við að sjálfsögðu fylgjast með framvindunni í vaktinni á Vísi.
Komið er að veigamiklum kaflaskiptum hjá Breska sambandsveldinu. Karl tekur við embætti móður sinnar, sem var einn farsælasti þjóðhöfðingi sögunnar og bíður hans risavaxið verk. Margir hafa leitt að því líkum að aðildarríki Breska sambandsveldisins muni nú gera tilraun til að fá fullt sjálfstæði frá bresku krúnunni. Í fyrsta sinn hefur dómari í sakamáladómstólnum Old Bailey í Lundúnum hafið aðalmeðferð í máli undir flaggi nýs konungs. Þetta skrifar Dominic Casciani blaðamaður breska ríkisútvarpsins. Hann segir að dómstjórinn hafi lesið upp: „Allir þeir sem hafa eitthvað fram að færa fyrir dóminum þá nálgast dómarar konungsins við aðalsakadómstólinn. Guð blessi konunginn.“ Þetta er fyrsta skipti í sjötíu ár sem upphafsorð dómsathafnar beinast að konungi og með andláti drottningarinnnar breytist þjóðsöngurinn sömuleiðis úr kveðju til drottningar yfir í kveðju til konungs. Karl III mun halda ávarpa bresku þjóðina í fyrsta sinn sem konungur Bretlands í dag klukkan 17. Hægt verður að fylgjast með ávarpinu í beinni útsendingu í fréttinni hér fyrir neðan. Margt verður um að vera í dag og munum við að sjálfsögðu fylgjast með framvindunni í vaktinni á Vísi.
Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar England Skotland Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Sjá meira