Karl III sór þegnum sínum hollustueið Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2022 19:20 Karl III nýr konungur Bretlands og þjóðhöfðingi 14 annarra ríkja ávarpaði þegna sína í fyrsta sinn seinnipartinn í dag. AP/Yui Mok Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. Karl III vaknaði í morgun í Balmoral kastala til fyrsta heila dagsins í konungsembætti. Hann og Kamilla eiginkona hans flugu um hádegisbil frá Aberdeen til Lundúna meðal annars til skrafs og ráðagerða við forsætisráðherra Bretlands og fleiri um undirbúning útfarar Elíabetar II drottningar sem lést síðdegis í gær. Nokkur fjöldi fólks safnðist saman fyrir fram Buckinghamhöll í dag og margir lögðu blóm og kort við girðingu hallarinnar. Karl heilsaði upp á fólkið við komuna til hallarinnar og ræddi við marga. Breskir þingmenn minntust drottningar með einnrar mínútna þögn á þingfundi í dag. Liz Truss forsætisráðherra rifjaði upp þegar Elísabet sór þess í afmælisávarpi þegar hún varð 21 árs að hvort sem líf hennar yrði stutt eða langt að tileinka lif sitt þjónustu við þegna konungsríkisins. „Allt þingið mun vera sammála því að aldrei hefur loforð verið svo fullkomlega efnt," sagði forsætisráðherrann við góðar undirtektir þingheims. Karl III hitti nýjan forsætisráðherra sem móðir hans setti í embætti á þriðjudag í fyrsta sinn sem konungur í dag.AP/Yui Mok/ Karl verður 74 ára í nóvember og á erfitt verk fyrir hönum að sameina bresku þjóðina og þjóðir 14 annarra ríkja þar sem hann er nú orðinn þjóðhöfðingi að baki sér sem og við að halda samveldi 54 ríkja saman. Ekki er hægt að saka Karl um óþolinmæði til konungdóms því hann stóð alla tíð fast við bak drottningarinnar. Hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta skipti sem Karl III konungur seinnipartinn í dag. Hann sagði fjölskyldu drottningar fulla þakklætis fyrir gjöfult líf hennar og deildi sorginni yfir dauða hennar með svo mörgum þegnum hennar. Konungurinn tilkynnt að Vilhjálmur sonur hans, nú krónprins, erfi alla hans fyrri titla og verði nú prinsinn af Wales. Líf hans sjálfs muni taka miklum breytingum við að setjast á konungsstól. Konungurinn kom til Buckingham hallar í Lundúnum frá Balmoral kastala um hádegisbil þar sem fjöldi fólks beið hans.AP/Yui Mok „Eins og drottningin sjálf gerði af svo óbifanlegri tryggð heiti ég því nú hátíðlega að allan þann tíma sem guð gefur mér muni ég halda í heiðri grundvallarreglur stjórnarskrárinnar sem er þungamiðja þjóðríkis okkar. Og hvar sem þið kunnið að búa í Bretlandi, eða öðrum ríkjum konungdæmisins og svæðum, og hver sem bakgrunnur ykkar og trú kann að vera mun ég kappkosta að þjóna ykkur af trúmennsku, virðingu og ást," sagði Karl III. Hann þakkaði fjölmargar samúðarkveðjur og sagði þær snerta hann meira en hann gæti komið í orð. Að lokum þakkaði hann móður sinni fyrir ást hennar og trúnað til fjölskyldu sinnar og fjölskyldu þjóðanna sem hún þjónaði. Konungurinn endaði ávarp sitt á þessum orðum til móður sinnar: „Megi englaskarar syngja þig í svefn.“ Ávarp Karls í heild sinni má sjá hér að neðan. Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Bresk framamenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00 Karl og Kamilla heilsuðu upp á fólkið fyrir utan Buckingham-höll Karl Bretakonungur og Kamilla, eiginkona hans, heilsuðu upp á fólk sem hafði safnast saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum um klukkan 13. 9. september 2022 13:49 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sjá meira
Karl III vaknaði í morgun í Balmoral kastala til fyrsta heila dagsins í konungsembætti. Hann og Kamilla eiginkona hans flugu um hádegisbil frá Aberdeen til Lundúna meðal annars til skrafs og ráðagerða við forsætisráðherra Bretlands og fleiri um undirbúning útfarar Elíabetar II drottningar sem lést síðdegis í gær. Nokkur fjöldi fólks safnðist saman fyrir fram Buckinghamhöll í dag og margir lögðu blóm og kort við girðingu hallarinnar. Karl heilsaði upp á fólkið við komuna til hallarinnar og ræddi við marga. Breskir þingmenn minntust drottningar með einnrar mínútna þögn á þingfundi í dag. Liz Truss forsætisráðherra rifjaði upp þegar Elísabet sór þess í afmælisávarpi þegar hún varð 21 árs að hvort sem líf hennar yrði stutt eða langt að tileinka lif sitt þjónustu við þegna konungsríkisins. „Allt þingið mun vera sammála því að aldrei hefur loforð verið svo fullkomlega efnt," sagði forsætisráðherrann við góðar undirtektir þingheims. Karl III hitti nýjan forsætisráðherra sem móðir hans setti í embætti á þriðjudag í fyrsta sinn sem konungur í dag.AP/Yui Mok/ Karl verður 74 ára í nóvember og á erfitt verk fyrir hönum að sameina bresku þjóðina og þjóðir 14 annarra ríkja þar sem hann er nú orðinn þjóðhöfðingi að baki sér sem og við að halda samveldi 54 ríkja saman. Ekki er hægt að saka Karl um óþolinmæði til konungdóms því hann stóð alla tíð fast við bak drottningarinnar. Hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta skipti sem Karl III konungur seinnipartinn í dag. Hann sagði fjölskyldu drottningar fulla þakklætis fyrir gjöfult líf hennar og deildi sorginni yfir dauða hennar með svo mörgum þegnum hennar. Konungurinn tilkynnt að Vilhjálmur sonur hans, nú krónprins, erfi alla hans fyrri titla og verði nú prinsinn af Wales. Líf hans sjálfs muni taka miklum breytingum við að setjast á konungsstól. Konungurinn kom til Buckingham hallar í Lundúnum frá Balmoral kastala um hádegisbil þar sem fjöldi fólks beið hans.AP/Yui Mok „Eins og drottningin sjálf gerði af svo óbifanlegri tryggð heiti ég því nú hátíðlega að allan þann tíma sem guð gefur mér muni ég halda í heiðri grundvallarreglur stjórnarskrárinnar sem er þungamiðja þjóðríkis okkar. Og hvar sem þið kunnið að búa í Bretlandi, eða öðrum ríkjum konungdæmisins og svæðum, og hver sem bakgrunnur ykkar og trú kann að vera mun ég kappkosta að þjóna ykkur af trúmennsku, virðingu og ást," sagði Karl III. Hann þakkaði fjölmargar samúðarkveðjur og sagði þær snerta hann meira en hann gæti komið í orð. Að lokum þakkaði hann móður sinni fyrir ást hennar og trúnað til fjölskyldu sinnar og fjölskyldu þjóðanna sem hún þjónaði. Konungurinn endaði ávarp sitt á þessum orðum til móður sinnar: „Megi englaskarar syngja þig í svefn.“ Ávarp Karls í heild sinni má sjá hér að neðan.
Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Bresk framamenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00 Karl og Kamilla heilsuðu upp á fólkið fyrir utan Buckingham-höll Karl Bretakonungur og Kamilla, eiginkona hans, heilsuðu upp á fólk sem hafði safnast saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum um klukkan 13. 9. september 2022 13:49 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sjá meira
Bresk framamenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00
Karl og Kamilla heilsuðu upp á fólkið fyrir utan Buckingham-höll Karl Bretakonungur og Kamilla, eiginkona hans, heilsuðu upp á fólk sem hafði safnast saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum um klukkan 13. 9. september 2022 13:49