Vilhjálmur um andlát drottningarinnar: „Hún var hjá mér þegar ég upplifði verstu daga lífs míns“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2022 16:13 Vilhjálmur prins og Elísabet drottning. Getty/Max Mumb Vilhjálmur Bretaprins hefur gefið út yfirlýsingu vegna andláts Elísabetar annarrar Bretadrottningar á Instagram. Þar segir hann meðal annars að heimurinn hafi misst mikinn leiðtoga en hann hafi hins vegar misst ömmu sína. „Ég vissi að þessi dagur kæmi,“ skrifar Vilhjálmur í yfirlýsingunni, og bætir við: „en þrátt fyrir það mun það taka nokkurn tíma þar til ég mun átta mig á því hvernig líf án ömmu er.“ Hann segist munu syrgja fráfall ömmu sinnar en hann finni þrátt fyrir það fyrir miklu þakklæti. Hann hafi fengið að njóta leiðsagnar hennar, visku og hvatningar á fimmta tug ára. „Eiginkona mín hefur fengið að njóta leiðsagnar og stuðnings hennar í tuttugu ár. Börnin mín þrjú hafa fengið að verja hátíðisdögum með henni og skapa minningar sem munu fylgja þeim út lífið,“ skrifar Vilhjálmur. View this post on Instagram A post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales) „Hún var við hlið mína á þeim augnablikum sem ég var hamingjusamastur og hún var hjá mér þegar ég upplifði mikla sorg.“ Hann segist þakklátur þeirri góðvild sem hún sýndi honum og fjölskyldu hans og þakkar henni fyrir hönd kynslóðar sinnar fyrir að hafa sýnt fordæmi á ýmsum sviðum. „Amma mín sagði, eins og margir þekkja, að sorgin sé sá kostnaður sem fylgir ástinni. Öll sú sorg sem við munum upplifa næstu vikur verða til marks um þá ást sem við fundum fyrir í garð okkar einstöku drottningar. Ég mun heiðra minningu hennar með því að styðja við bak föður míns, Konungsins, á allan þann hátt sem ég get.“ Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Bretland England Tengdar fréttir Karl III sór þegnum sínum hollustueið Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. 9. september 2022 19:20 Settur til hliðar vegna ummæla um drottninguna Fyrrum knattspyrnumaðurinn Trevor Sinclair hefur verið sendur í leyfi vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar sagði hann að fólk dökkt að hörund ætti ekki að syrgja drottninguna. 9. september 2022 16:30 Bresk framámenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
„Ég vissi að þessi dagur kæmi,“ skrifar Vilhjálmur í yfirlýsingunni, og bætir við: „en þrátt fyrir það mun það taka nokkurn tíma þar til ég mun átta mig á því hvernig líf án ömmu er.“ Hann segist munu syrgja fráfall ömmu sinnar en hann finni þrátt fyrir það fyrir miklu þakklæti. Hann hafi fengið að njóta leiðsagnar hennar, visku og hvatningar á fimmta tug ára. „Eiginkona mín hefur fengið að njóta leiðsagnar og stuðnings hennar í tuttugu ár. Börnin mín þrjú hafa fengið að verja hátíðisdögum með henni og skapa minningar sem munu fylgja þeim út lífið,“ skrifar Vilhjálmur. View this post on Instagram A post shared by The Prince and Princess of Wales (@princeandprincessofwales) „Hún var við hlið mína á þeim augnablikum sem ég var hamingjusamastur og hún var hjá mér þegar ég upplifði mikla sorg.“ Hann segist þakklátur þeirri góðvild sem hún sýndi honum og fjölskyldu hans og þakkar henni fyrir hönd kynslóðar sinnar fyrir að hafa sýnt fordæmi á ýmsum sviðum. „Amma mín sagði, eins og margir þekkja, að sorgin sé sá kostnaður sem fylgir ástinni. Öll sú sorg sem við munum upplifa næstu vikur verða til marks um þá ást sem við fundum fyrir í garð okkar einstöku drottningar. Ég mun heiðra minningu hennar með því að styðja við bak föður míns, Konungsins, á allan þann hátt sem ég get.“
Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Karl III Bretakonungur Bretland England Tengdar fréttir Karl III sór þegnum sínum hollustueið Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. 9. september 2022 19:20 Settur til hliðar vegna ummæla um drottninguna Fyrrum knattspyrnumaðurinn Trevor Sinclair hefur verið sendur í leyfi vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar sagði hann að fólk dökkt að hörund ætti ekki að syrgja drottninguna. 9. september 2022 16:30 Bresk framámenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Fjórir látnir í Jamaíku og tuttugu á Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Sjá meira
Karl III sór þegnum sínum hollustueið Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. 9. september 2022 19:20
Settur til hliðar vegna ummæla um drottninguna Fyrrum knattspyrnumaðurinn Trevor Sinclair hefur verið sendur í leyfi vegna ummæla sinna á samfélagsmiðlinum Twitter. Þar sagði hann að fólk dökkt að hörund ætti ekki að syrgja drottninguna. 9. september 2022 16:30
Bresk framámenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00