Theodór Elmar: Ég var að leita að sendingu en svo bara kom enginn í mig og ég lét bara vaða Sverrir Mar Smárason skrifar 11. september 2022 16:58 Theodór Elmar Bjarnason átti góðan leik í liði KR í dag. Vísir/Hulda Margrét KR vann góðan 3-1 sigur á Stjörnunni í Bestu deild karla í dag og tryggði sig þar með í efri hluta umspilið. Theodór Elmar átti góðan leik í liði KR og segir sigurinn mikilvægan fyrir félagið. „Þetta er bara gríðarlega mikilvægt. Við og allir í kringum KR viljum vera ofar og gera betur. Markmiðið var að tryggja okkur í topp 6 og við gerðum það með stæl í dag,“ sagði Theodór Elmar. Theodór Elmar gerði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu og var það einkar glæsilegt. „Við fengum nokkuð hraða sókn, ég var með nokkra möguleika utan á mig og inn í miðju. Ég var að leita að sendingu en svo bara kom enginn í mig og ég lét bara vaða. Hann söng í netinu. Ég hef ekki skorað mjög mörg fyrir utan teig en núna er ég kominn með tvö og vonandi verða þau bara fleiri,“ sagði Theodór Elmar um markið. Stjörnumenn hafa tapað nú fimm leikjum í röð og virðist ekkert ganga hjá þeim. Theodór segir KR liðið hafa pælt lítið í andstæðingum dagsins. „Við töluðum ekkert mikið um Stjörnuna í aðdragandanum. Við erum búnir að vera að spila hörku sóknarbolta undanfarið, skapa fullt af færum og skora fullt af mörkum. Við höfum verið að fá mjög ódýr mörk á okkur. Mér finnst síðustu 4-5 leikir ekki alveg gefa rétta mynd af spilamennskunni okkar því það hefur verið mikill stígandi í henni. Við náðum að loka fyrir þessi auðveldu mörk í dag og bara vorum flottir. Klárum þetta mjög flott og erum gríðarlega ánægðir með leikinn,“ sagði Theodór Elmar. KR situr nú í 5. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Val í því fjórða en 10 stigum frá KA í 3. sæti. Theodór Elmar segir KR ætla að gera atlögu að þriðja sætinu sem gæti gefið keppnisrétt í Evrópukeppni. „Það taka við núna leikir á móti efstu liðunum, erfiðir leikir fyrir alla og það getur allt gerst. Þau hafa auðvitað verið mjög „solid“ liðin fyrir ofan okkur og auðvitað er þetta langsótt en við gefumst ekki upp á meðan vonin er til staðar,“ sagði Theodór Elmar að lokum. Fótbolti KR Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR 3-1 Stjarnan | KR tryggir sér sæti í efri hlutanum KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:14 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik Sjá meira
„Þetta er bara gríðarlega mikilvægt. Við og allir í kringum KR viljum vera ofar og gera betur. Markmiðið var að tryggja okkur í topp 6 og við gerðum það með stæl í dag,“ sagði Theodór Elmar. Theodór Elmar gerði fyrsta mark leiksins á 9. mínútu og var það einkar glæsilegt. „Við fengum nokkuð hraða sókn, ég var með nokkra möguleika utan á mig og inn í miðju. Ég var að leita að sendingu en svo bara kom enginn í mig og ég lét bara vaða. Hann söng í netinu. Ég hef ekki skorað mjög mörg fyrir utan teig en núna er ég kominn með tvö og vonandi verða þau bara fleiri,“ sagði Theodór Elmar um markið. Stjörnumenn hafa tapað nú fimm leikjum í röð og virðist ekkert ganga hjá þeim. Theodór segir KR liðið hafa pælt lítið í andstæðingum dagsins. „Við töluðum ekkert mikið um Stjörnuna í aðdragandanum. Við erum búnir að vera að spila hörku sóknarbolta undanfarið, skapa fullt af færum og skora fullt af mörkum. Við höfum verið að fá mjög ódýr mörk á okkur. Mér finnst síðustu 4-5 leikir ekki alveg gefa rétta mynd af spilamennskunni okkar því það hefur verið mikill stígandi í henni. Við náðum að loka fyrir þessi auðveldu mörk í dag og bara vorum flottir. Klárum þetta mjög flott og erum gríðarlega ánægðir með leikinn,“ sagði Theodór Elmar. KR situr nú í 5. sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Val í því fjórða en 10 stigum frá KA í 3. sæti. Theodór Elmar segir KR ætla að gera atlögu að þriðja sætinu sem gæti gefið keppnisrétt í Evrópukeppni. „Það taka við núna leikir á móti efstu liðunum, erfiðir leikir fyrir alla og það getur allt gerst. Þau hafa auðvitað verið mjög „solid“ liðin fyrir ofan okkur og auðvitað er þetta langsótt en við gefumst ekki upp á meðan vonin er til staðar,“ sagði Theodór Elmar að lokum.
Fótbolti KR Stjarnan Besta deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR 3-1 Stjarnan | KR tryggir sér sæti í efri hlutanum KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:14 Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Sveindísi var enginn greiði gerður Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Landsliðskonurnar neita að æfa Fótbolti Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Fótbolti Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Fótbolti Aron ráðinn til FH Handbolti Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Fleiri fréttir Kláraði sjötíu pylsur á tíu mínútum Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ KR semur við ungan bandarískan framherja Sveindísi var enginn greiði gerður Aron ráðinn til FH Ísold vann veðmálið örugglega og sendi Aron út í sjó Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Þarf að gefa frá sér sætið sitt á heimsleikunum í CrossFit Þrettán ára Íslendingur í Noregi stefnir á Formúlu 1 Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Dagskráin í dag: Besta sætið til að horfa á Bestu deildina Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ „Margt sem við hefðum getað gert betur“ Ingibjörg: Þetta er ömurlegt „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Aldrei fleiri mætt í stuðningsmannagöngu fyrir leik Sjá meira
Umfjöllun: KR 3-1 Stjarnan | KR tryggir sér sæti í efri hlutanum KR vann 3-1 sigur á Stjörnunni í 21. umferð Bestu-deildar karla í dag. Með sigrinum gulltryggir KR sér sæti í efri hluta úrslitakeppninnar. Umfjöllun af leiknum og viðtöl eru væntanleg. 11. september 2022 16:14