Hörð gagnsókn Úkraínumanna virðist koma Rússum í opna skjöldu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. september 2022 07:29 Rússar hafa svarað gagnsókn Úkraínumanna í Kharkív með því að eyðileggja innviði. epa/Sergey Kozlov Margir Rússar virðast nú klóra sér í höfðinu yfir verulegum árangri gagnsóknar Úkraínumanna í Kharkív en samkvæmt nýjustu stöðuuppfærslum hugveitunnar Institute for the Study of War hefur Úkraínuher náð nær öllu héraðinu aftur á sitt vald. Kirill Stremousov, einn leppstjórnenda Rússa í Kherson, er meðal þeirra sem virðist ekki skilja hvað gengur á fyrir norðan en hann sagði í færslu á Telegram í morgun að margir skildu ekki hvað væri í gangi í Kharkív. Tíminn myndi hins vegar leiða það í ljós. Hann sagði Kherson borg hins vegar vera og munu verða rússneska og þar væri enginn á því að gefast upp. Rússar hafa svarað gagnsókn Úkraínumanna með því að gera árásir á innviði og hefur tekist að slá út rafmagns- og vatnsflutninga og stöðva lestarsamgöngur. The latest map update from @criticalthreats and @TheStudyofWar shows that Ukraine's counteroffensive has driven Russian forces almost entirely out of Kharkiv Oblast. pic.twitter.com/gGXLVPMlTH— Brady Africk (@bradyafr) September 12, 2022 Árangur Úkraínumanna við að hrekja Rússa aftur í Kharkív munu væntanlega hafa töluverð áhrif á áætlanir Rússa í Úkraínu, að mati breska varnarmálaráðuneytisins. Bretarnir segja flestar hersveitir Rússa í landinu munu þurfa að setja sig í varnarstellingar og að þróun mála muni grafa enn frekar undir trausti rússneskra hermanna á yfirboðurum sínum. Bretar segja rússnesk yfirvöld líklega hafa fyrirskipað öllum sveitum sínum vestur af Oskil-ánni að hörfa. Sunnar, nærri Kherson, segja Bretar Rússa líklega eiga erfitt með að koma liðsafla yfir ána Dnipro, þar sem víglínan liggur við vesturbakka árinnar. Árásir Úkraínumanna á mögulegar leiðir yfir séu nú svo tíðar að Rússar nái ekki að anna viðhaldi. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Kirill Stremousov, einn leppstjórnenda Rússa í Kherson, er meðal þeirra sem virðist ekki skilja hvað gengur á fyrir norðan en hann sagði í færslu á Telegram í morgun að margir skildu ekki hvað væri í gangi í Kharkív. Tíminn myndi hins vegar leiða það í ljós. Hann sagði Kherson borg hins vegar vera og munu verða rússneska og þar væri enginn á því að gefast upp. Rússar hafa svarað gagnsókn Úkraínumanna með því að gera árásir á innviði og hefur tekist að slá út rafmagns- og vatnsflutninga og stöðva lestarsamgöngur. The latest map update from @criticalthreats and @TheStudyofWar shows that Ukraine's counteroffensive has driven Russian forces almost entirely out of Kharkiv Oblast. pic.twitter.com/gGXLVPMlTH— Brady Africk (@bradyafr) September 12, 2022 Árangur Úkraínumanna við að hrekja Rússa aftur í Kharkív munu væntanlega hafa töluverð áhrif á áætlanir Rússa í Úkraínu, að mati breska varnarmálaráðuneytisins. Bretarnir segja flestar hersveitir Rússa í landinu munu þurfa að setja sig í varnarstellingar og að þróun mála muni grafa enn frekar undir trausti rússneskra hermanna á yfirboðurum sínum. Bretar segja rússnesk yfirvöld líklega hafa fyrirskipað öllum sveitum sínum vestur af Oskil-ánni að hörfa. Sunnar, nærri Kherson, segja Bretar Rússa líklega eiga erfitt með að koma liðsafla yfir ána Dnipro, þar sem víglínan liggur við vesturbakka árinnar. Árásir Úkraínumanna á mögulegar leiðir yfir séu nú svo tíðar að Rússar nái ekki að anna viðhaldi.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Enski boltinn Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira