Inn-, útvistun eða blanda af hvoru tveggja Kolbrún Baldursdóttir skrifar 12. september 2022 11:31 Útvistanir til einkaaðila hafa gengið misvel auk þess sem útvistanir geta leitt til lægri launa, verra starfsumhverfis og verri þjónustu. Flestir eru sammála um að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er t.d. engin töfralausn. Rannsóknir á áhrifum einkavæðingar öldrunarþjónustunnar í Svíþjóð sýndu fram á að hlutdeild hagnaðardrifinna fyrirtækja og erlendra fjárfesta varð mikil og afleiðingin leiddi til verri þjónustu til tekjulægra eldra fólks og verri kjara starfsfólks. Reynslan á útvistun hér á landi hefur einnig verið mismunandi og sporin hræða. Í sumum málaflokkum er hagkvæmasta leiðin einhvers konar blanda af inn- og útvistun þannig að sveitarfélagið annist beina þjónustu og grunnþjónustu en öðrum þáttum sé útvistað. Flokkur fólksins hefur sem dæmi viljað sjá þetta skýrar í vegferð stafrænnar umbreytingar hjá Reykjavíkurborg. Eðlilegt er að innvista grunnþjónustu en útvista hugbúnaðarsmíði og uppfærslu á þeim vefum/kerfum sem nú eru til staðar hjá borginni. Ef horft er til fleiri dæma t.d. matarþjónustu á velferðarsviði þá erum við í Flokki fólksins ekki sannfærð um að henni eigi að útvista. Það gæti leitt til þess að þjónustan færist fjær fólkinu sem hana nýtir og að persónulegar þarfir fólks verði virtar að vettugi. Útvistun er ekki ávísun á sparnað og reynist oft dýr kostur. Hafa skal í huga að varla er nokkurt fyrirtæki að óska eftir verkefni nema komið sé út í hagnaði. Það leiðir líkum að því að gjöld kunni að hækka fyrir þjónustuna í kjölfarið. Engu að síður eru tilfelli þar sem útvistun skilar sparnaði fyrir samfélagið og betri þjónustu. Hvar er hægt að spara án þess að komi niður á gæðum Horfa þarf á hvert mál sérstaklega þegar kemur að ákvörðun um inn- eða útvistun. Aldrei má gleyma aðalmarkmiðinu, að bæta þjónustu við borgarbúa og gera hana sem allra best úr garði. Flokkur fólksins hefur tjáð sig um sorphirðu og fyrirhuguð kaup á sorphirðubílum þ.m.t. hvort borgin hyggist fjárfesta í metan sorphirðubílum í ljósi mikillar framleiðslu af metani hjá SORPU. Flokkur fólksins hefur einnig spurt um hvort hægt er að ná meiri hagkvæmni í sorphirðu án þess það sé á kostnað góðrar þjónustu. Í ljósi þessa lagði Flokkur fólksins fram tillögu í skipulags- og umhverfisráði þess efnis að SORPA kanni ávinning þess að bjóða út sorphirðu með því að bjóða út sorphirðu í einu póstnúmeri Reykjavíkur til að byrja með. Flokkur fólksins leggur áherslu á að tekið sé eitt skref í einu og þess vegna sé byrjað á því að bjóða verkið aðeins út í einu póstnúmeri og skoða síðan hvort og hver ávinningur af slíku gæti orðið. Samkvæmt skýrslu norrænu samkeppniseftirlitsstofnana er sveitarfélögum ráðlagt að skoða að bjóða út meðhöndlun úrgangs. Í skýrslunni kemur fram ábending um að með slíku megi ná fram allt að 10-47% sparnaði auk þess sem samkeppni geti skapað nýjar og skapandi lausnir, hagræðingu og skilvirkni. Það væri ábyrgðarhluti ef Reykjavíkurborg ætlar að hunsa þessarar ábendingar. Reykjavíkurborg er ekki á neinn hátt öðruvísi en þau sveitarfélög sem skoðuð voru í umræddri skýrslu. Ábendingar samkeppniseftirlitsins koma ekki til af ástæðulausu og skulu því skoðaðar með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Tillagan var felld Með því að bjóða út sorphirðu í einu póstnúmeri og meta árangurinn er hægt að kanna kosti og galla þess verklags. Er þjónustan góð og eru fyrirtæki sem sinna slíkri þjónustu samfélagslega ábyrg? Þessum spurningum verður aðeins svarað með reynslu. Hafa má í huga í þessu sambandi að öll sveitarfélög önnur en Reykjavík bjóða út sorphirðu og er ekki að sjá annað en að slíkt hafi reynst vel. Ef horft er til annarra sveitarfélaga hefur enn ekkert komið fram sem bendir til þess að útvistun sé verri kostur hvorki hvað varðar þjónustu eða kostnað. Flokkur fólksins er ekki með þessari tillögu að kasta rýrð á gæði þjónustu starfsmanna Reykjavíkurborgar. Þeir sem þekkja Flokk fólksins og fyrir hvað hann stendur vita að velferð og velsæld borgarbúa og starfsmanna borgarinnar eru ávallt í fyrirrúmi hjá Flokki fólksins. Tillaga var hins vegar felld í umhverfis- og skipulagsráði 7. september með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum fullrúa Sjálfstæðisflokksins. Bókun meirihlutans var að „ Tillagan er felld með vísan í umsögn sviðsins. Eðlilegt er að fyrirkomulag og rekstur sorphirðu sé í stöðugri skoðun en meiri og dýpri umræðu er þörf áður en ákvörðun er tekin um stórar og stefnumótandi breytingar þar á.“ Tillagan var reyndar ekki um að taka ætti stórar og stefnumótandi breytingar eins og segir í bókun meirihlutans heldur aðeins að bjóða sorphirðu út í einu póstnúmeri til að kanna hagkvæmni. Flokkur fólksins berst fyrir jöfnuði og réttlæti fyrir þá sem minna mega sín og vill því eðli málsins samkvæmt stíga varlega til jarðar þegar kemur að útvistun opinberra verkefna til einkaaðila, sérstaklega þegar kemur að beinni þjónustu við viðkvæma hópa. Til að ná fram markmiðum Flokks fólksins sem er að bæta þjónustu, t.d. að eyða biðlistum barna eftir sálfræðiþjónustu, og auka grunnþjónustu borgarinnar er engu að síður nauðsynlegt að velta við hverri krónu. Spyrja þarf hvort og hvar hægt sé að gera betur án þess að dregið sé úr gæðum þjónustunnar. Hvar er hægt að ná meiri hagkvæmni, nýta fjármagn betur til að nota í þá grunnþætti sem þarf að efla og bæta? Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Útvistanir til einkaaðila hafa gengið misvel auk þess sem útvistanir geta leitt til lægri launa, verra starfsumhverfis og verri þjónustu. Flestir eru sammála um að einkarekstur í heilbrigðiskerfinu er t.d. engin töfralausn. Rannsóknir á áhrifum einkavæðingar öldrunarþjónustunnar í Svíþjóð sýndu fram á að hlutdeild hagnaðardrifinna fyrirtækja og erlendra fjárfesta varð mikil og afleiðingin leiddi til verri þjónustu til tekjulægra eldra fólks og verri kjara starfsfólks. Reynslan á útvistun hér á landi hefur einnig verið mismunandi og sporin hræða. Í sumum málaflokkum er hagkvæmasta leiðin einhvers konar blanda af inn- og útvistun þannig að sveitarfélagið annist beina þjónustu og grunnþjónustu en öðrum þáttum sé útvistað. Flokkur fólksins hefur sem dæmi viljað sjá þetta skýrar í vegferð stafrænnar umbreytingar hjá Reykjavíkurborg. Eðlilegt er að innvista grunnþjónustu en útvista hugbúnaðarsmíði og uppfærslu á þeim vefum/kerfum sem nú eru til staðar hjá borginni. Ef horft er til fleiri dæma t.d. matarþjónustu á velferðarsviði þá erum við í Flokki fólksins ekki sannfærð um að henni eigi að útvista. Það gæti leitt til þess að þjónustan færist fjær fólkinu sem hana nýtir og að persónulegar þarfir fólks verði virtar að vettugi. Útvistun er ekki ávísun á sparnað og reynist oft dýr kostur. Hafa skal í huga að varla er nokkurt fyrirtæki að óska eftir verkefni nema komið sé út í hagnaði. Það leiðir líkum að því að gjöld kunni að hækka fyrir þjónustuna í kjölfarið. Engu að síður eru tilfelli þar sem útvistun skilar sparnaði fyrir samfélagið og betri þjónustu. Hvar er hægt að spara án þess að komi niður á gæðum Horfa þarf á hvert mál sérstaklega þegar kemur að ákvörðun um inn- eða útvistun. Aldrei má gleyma aðalmarkmiðinu, að bæta þjónustu við borgarbúa og gera hana sem allra best úr garði. Flokkur fólksins hefur tjáð sig um sorphirðu og fyrirhuguð kaup á sorphirðubílum þ.m.t. hvort borgin hyggist fjárfesta í metan sorphirðubílum í ljósi mikillar framleiðslu af metani hjá SORPU. Flokkur fólksins hefur einnig spurt um hvort hægt er að ná meiri hagkvæmni í sorphirðu án þess það sé á kostnað góðrar þjónustu. Í ljósi þessa lagði Flokkur fólksins fram tillögu í skipulags- og umhverfisráði þess efnis að SORPA kanni ávinning þess að bjóða út sorphirðu með því að bjóða út sorphirðu í einu póstnúmeri Reykjavíkur til að byrja með. Flokkur fólksins leggur áherslu á að tekið sé eitt skref í einu og þess vegna sé byrjað á því að bjóða verkið aðeins út í einu póstnúmeri og skoða síðan hvort og hver ávinningur af slíku gæti orðið. Samkvæmt skýrslu norrænu samkeppniseftirlitsstofnana er sveitarfélögum ráðlagt að skoða að bjóða út meðhöndlun úrgangs. Í skýrslunni kemur fram ábending um að með slíku megi ná fram allt að 10-47% sparnaði auk þess sem samkeppni geti skapað nýjar og skapandi lausnir, hagræðingu og skilvirkni. Það væri ábyrgðarhluti ef Reykjavíkurborg ætlar að hunsa þessarar ábendingar. Reykjavíkurborg er ekki á neinn hátt öðruvísi en þau sveitarfélög sem skoðuð voru í umræddri skýrslu. Ábendingar samkeppniseftirlitsins koma ekki til af ástæðulausu og skulu því skoðaðar með hagsmuni borgarbúa að leiðarljósi. Tillagan var felld Með því að bjóða út sorphirðu í einu póstnúmeri og meta árangurinn er hægt að kanna kosti og galla þess verklags. Er þjónustan góð og eru fyrirtæki sem sinna slíkri þjónustu samfélagslega ábyrg? Þessum spurningum verður aðeins svarað með reynslu. Hafa má í huga í þessu sambandi að öll sveitarfélög önnur en Reykjavík bjóða út sorphirðu og er ekki að sjá annað en að slíkt hafi reynst vel. Ef horft er til annarra sveitarfélaga hefur enn ekkert komið fram sem bendir til þess að útvistun sé verri kostur hvorki hvað varðar þjónustu eða kostnað. Flokkur fólksins er ekki með þessari tillögu að kasta rýrð á gæði þjónustu starfsmanna Reykjavíkurborgar. Þeir sem þekkja Flokk fólksins og fyrir hvað hann stendur vita að velferð og velsæld borgarbúa og starfsmanna borgarinnar eru ávallt í fyrirrúmi hjá Flokki fólksins. Tillaga var hins vegar felld í umhverfis- og skipulagsráði 7. september með fimm atkvæðum fulltrúa Samfylkingarinnar, Framsóknar, Pírata, Viðreisnar og Vinstri grænna gegn tveimur atkvæðum fullrúa Sjálfstæðisflokksins. Bókun meirihlutans var að „ Tillagan er felld með vísan í umsögn sviðsins. Eðlilegt er að fyrirkomulag og rekstur sorphirðu sé í stöðugri skoðun en meiri og dýpri umræðu er þörf áður en ákvörðun er tekin um stórar og stefnumótandi breytingar þar á.“ Tillagan var reyndar ekki um að taka ætti stórar og stefnumótandi breytingar eins og segir í bókun meirihlutans heldur aðeins að bjóða sorphirðu út í einu póstnúmeri til að kanna hagkvæmni. Flokkur fólksins berst fyrir jöfnuði og réttlæti fyrir þá sem minna mega sín og vill því eðli málsins samkvæmt stíga varlega til jarðar þegar kemur að útvistun opinberra verkefna til einkaaðila, sérstaklega þegar kemur að beinni þjónustu við viðkvæma hópa. Til að ná fram markmiðum Flokks fólksins sem er að bæta þjónustu, t.d. að eyða biðlistum barna eftir sálfræðiþjónustu, og auka grunnþjónustu borgarinnar er engu að síður nauðsynlegt að velta við hverri krónu. Spyrja þarf hvort og hvar hægt sé að gera betur án þess að dregið sé úr gæðum þjónustunnar. Hvar er hægt að ná meiri hagkvæmni, nýta fjármagn betur til að nota í þá grunnþætti sem þarf að efla og bæta? Höfundur er oddviti Flokks fólksins í borgarstjórn Reykjavíkur.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun