Útgjaldaaukning mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála Snorri Másson skrifar 12. september 2022 11:09 Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynnir frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2023 á blaðamannafundi í ráðuneyti sínu við Arnarhvol. Útgjaldaaukning til velferðarmála er mikilvæg til að viðhalda góðum samfélagssáttmála að sögn fjármálaráðherra sem kynnti fjárlög ársins 2023 í dag. Ráðherra kom það að sögn á óvart hve góðar og langt umfram spár efnahagshorfurnar eru á þessari stundu. Tónninn í fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlög fyrir árið 2023 í ráðuneyti sínu í morgun var ólíkur því sem heyra mátti þegar hann kynnti sama plagg fyrir ári síðan. Þá var því spáð að halli ríkissjóðs næmi 169 milljörðum króna árið 2022 en árið 2023 stefnir í að hallinn verði áttatíu milljörðum króna minni; nefnilega 89 milljarðar. „Það hefur komið mér ánægjulega á óvart að við skyldum hafa farið svona langt fram úr því sem spáð var um framtíðina. Ef við horfum til dæmis á árið 2023 þá er staðan allt önnur og miklu betri en við höfðum áhyggjur af fyrir einungis örfáum misserum síðan,“ segir Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu. Verðbólgan hefur verið meiri en gert var ráð fyrir, hún stendur í 9,7 prósentum. Þótt boðað sé aðhald í ríkisfjármálunum, hækka útgjöld um tæpa 80 milljarða frá því sem var árið 2022. „Þegar verðbólga gerir vart við sig eins og núna er þá veldur það manni ákveðnum áhyggjum. Og maður hefur áhyggjur af þeim sérstaklega sem verða helst fyrir barðinu á verðbólgunni. Þess vegna erum við að gera það sem ríkisfjármálin geta gert, við beitum þeim og leggjumst á árar saman og sláum hana niður. Við getum haft væntingar um að ná tökum á henni,“ segir Bjarni. Veita á auknum fjörutíu milljörðum í hækkun bóta og breytingar á tekjuskatti til að styðja meðal annars við örorkulífeyrisþega. Bjarni segir að þar með sé betur gert en sögulega hefur þekkst í að standa með tekjulægri hópum í verðbólguástandi. „Þetta er nú mikilvægt til að viðhalda góðum samfélagssáttmála, tel ég,“ segir Bjarni. Markverð tíðindi úr fjárlögunum eru annars þau að nú á að 5% lágmarksvörugjald verður nú sett á allar innfluttar bifreiðar á næsta ári, sem þýðir að fullur afsláttur vegna rafbíla heyrir sögunni til. Atvinnuleysi er lágt í sögulegu samhengi og nemur rétt rúmum þremur prósentum, samanborið við tæp 11 prósent í janúar 2021. Loks reiknar áætlunin með því að restin af Íslandsbanka, eign upp á um 100 milljarða, verði seld á næsta ári. Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Tónninn í fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjárlög fyrir árið 2023 í ráðuneyti sínu í morgun var ólíkur því sem heyra mátti þegar hann kynnti sama plagg fyrir ári síðan. Þá var því spáð að halli ríkissjóðs næmi 169 milljörðum króna árið 2022 en árið 2023 stefnir í að hallinn verði áttatíu milljörðum króna minni; nefnilega 89 milljarðar. „Það hefur komið mér ánægjulega á óvart að við skyldum hafa farið svona langt fram úr því sem spáð var um framtíðina. Ef við horfum til dæmis á árið 2023 þá er staðan allt önnur og miklu betri en við höfðum áhyggjur af fyrir einungis örfáum misserum síðan,“ segir Bjarni Benediktsson í samtali við fréttastofu. Verðbólgan hefur verið meiri en gert var ráð fyrir, hún stendur í 9,7 prósentum. Þótt boðað sé aðhald í ríkisfjármálunum, hækka útgjöld um tæpa 80 milljarða frá því sem var árið 2022. „Þegar verðbólga gerir vart við sig eins og núna er þá veldur það manni ákveðnum áhyggjum. Og maður hefur áhyggjur af þeim sérstaklega sem verða helst fyrir barðinu á verðbólgunni. Þess vegna erum við að gera það sem ríkisfjármálin geta gert, við beitum þeim og leggjumst á árar saman og sláum hana niður. Við getum haft væntingar um að ná tökum á henni,“ segir Bjarni. Veita á auknum fjörutíu milljörðum í hækkun bóta og breytingar á tekjuskatti til að styðja meðal annars við örorkulífeyrisþega. Bjarni segir að þar með sé betur gert en sögulega hefur þekkst í að standa með tekjulægri hópum í verðbólguástandi. „Þetta er nú mikilvægt til að viðhalda góðum samfélagssáttmála, tel ég,“ segir Bjarni. Markverð tíðindi úr fjárlögunum eru annars þau að nú á að 5% lágmarksvörugjald verður nú sett á allar innfluttar bifreiðar á næsta ári, sem þýðir að fullur afsláttur vegna rafbíla heyrir sögunni til. Atvinnuleysi er lágt í sögulegu samhengi og nemur rétt rúmum þremur prósentum, samanborið við tæp 11 prósent í janúar 2021. Loks reiknar áætlunin með því að restin af Íslandsbanka, eign upp á um 100 milljarða, verði seld á næsta ári.
Fjárlagafrumvarp 2023 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Efnahagsmál Verðlag Tengdar fréttir Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Sjá meira
Gert ráð fyrir 89 milljarða króna halla Fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir 89 milljarða króna hallarekstri ríkissjóðs á næsta ári. Heildarútgjöld ríkissjóðs eru áætluð um 1.296,5 milljarðar á árinu 2023, sem er hækkun um 78,5 milljarða frá fjárlögum fyrra árs. 12. september 2022 09:21