Opnuðu Hlöllastað í kyrrþey og koma upp mathöll við Smáralind Vésteinn Örn Pétursson skrifar 14. september 2022 07:01 Staðurinn í Öskjuhlíð, við Bústaðaveg, hefur verið opinn frá því í maí. Það er þó ekki komin endanleg mynd á ásýnd hans og reksturinn komst á almennilegt skrið með haustinu. Vísir/Vilhelm Hlöllabátar hafa opnað útibú í Öskjuhlíð við Bústaðaveg, í húsi sem staðið hefur autt um nokkra hríð. Framkvæmdastjóri Hlöllabáta ehf. segir ekki hafa farið mikið fyrir opnuninni í maí, en nú sé rekstur staðarins að komast á mikið skrið. Þá stefnir félagið að opnun lítillar Mathallar við Smáralind. „Við tókum bara svona „soft opening“ í maí. Svo verða Nútrí Açaí líka þarna með útibú. Þau eru að fara að opna núna í næstu viku, ef allt gengur upp. Þannig að þá verður þetta komið á fullt skrið. Það er búið að gera voða flott þarna,“ segir Jón Friðrik Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Hlöllabáta ehf. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar, þó opnun staðarins hafi lítið sem ekkert verið auglýst. „Það er gríðarleg uppbygging á svæðinu þarna í kring, og svo er Háskólinn í Reykjavík þarna rétt hjá. Viðtökurnar hafa verið miklu betri en við þorðum að vona,“ segir Jón Friðrik. Fyrir utan staðinn eru sjálfsafgreiðsludælur frá Orkunni, sem Hlöllabátar leigja húsnæðið af. Jón Friðrik segir marga skjótast inn og grípa sér bát þegar dælt er á bílinn. Jón Friðrik Þorgrímsson er framkvæmdastjóri Hlöllabáta.Aðsend Mikill áhugi Jón Friðrik segir að ljóst sé að opnunin í maí hafi farið fram hjá mörgum til að byrja með. „Það er það sem við erum helst að eiga við núna. Bæði þessi flöskuháls sem myndaðist í Covid og vegna stríðsins, þá eru aðföng sem eru miklu lengur á leiðinni, þannig að bara það að geta sett upp okkar merki á húsið hefur tekið töluverðan tíma. Eins aðkoman að húsinu, við erum að reyna að breyta henni og gera svolítið kósí og flott, og erum að vinna í því þessa dagana,“ segir Jón Friðrik. Þá séu Hlöllabátar fyrst núna að auglýsa opnun nýja staðarins. „Þetta er svona að springa út núna, við erum að finna fyrir aukinni aðsókn. Þetta voru mikið túristar í sumar, en núna með haustinu er þetta meira innlent og töluverð aukning á viðskiptum. Við erum bara gríðarlega sátt.“ Hann segir að efasemdarraddir hafi komið upp um staðsetninguna, þar sem húsið hefur staðið autt í fjölmörg ár, auk þess sem staðsetning staðarins býður aðeins upp á aðkomu öðrum megin af Bústaðaveginum. „En við finnum fyrir miklum áhuga á þessari staðsetningu. Bæði er mikill iðnaður þarna í kring, það er Háskólinn í Reykjavík, sem er stór hluti af viðskiptavinahópnum og eins er íbúðarhúsnæði þarna í kring. Svo er bara fljótlegt að ná sér í einn Hlölla ef þú ert að fara að dæla bensíni. Við erum þekkt fyrir að vera mjög snögg,“ segir Jón Friðrik. Í þessu húsnæði við Smáralind stendur til að opna litla mathöll með fjórum til fimm veitingastöðum. Hlöllabátar verða einn af þeim.Vísir/Vilhelm Undirbúa opnun mathallar Útibú Hlöllabáta eru þá orðin fimm, en auk þess sem opnaði í maí við Bústaðaveg var nýlega opnað útibú að Hagasmára, við Smáralind. Þar er um að ræða bílalúgustað eins og sakir standa, en Jón Friðrik segir margt í pípunum í tengslum við þann stað. „Við erum að undirbúa opnun fjögurra til fimm staða í því húsi, eins konar lítil mathöll. Við stefnum á að opna hana núna bara á næstu mánuðum,“ segir Jón Friðrik. Hann segist þó ekki geta sagt frá öllum stöðunum sem muni starfa í húsinu, að svo stöddu. „Það verða Hlöllabátar, eins og eru þar núna. Við erum með fleiri vörumerki en svo verður Nútrí Açaí þarna líka,“ segir Jón Friðrik. Veitingastaðir Reykjavík Kópavogur Smáralind Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira
„Við tókum bara svona „soft opening“ í maí. Svo verða Nútrí Açaí líka þarna með útibú. Þau eru að fara að opna núna í næstu viku, ef allt gengur upp. Þannig að þá verður þetta komið á fullt skrið. Það er búið að gera voða flott þarna,“ segir Jón Friðrik Þorgrímsson, framkvæmdastjóri Hlöllabáta ehf. Hann segir viðtökurnar hafa verið góðar, þó opnun staðarins hafi lítið sem ekkert verið auglýst. „Það er gríðarleg uppbygging á svæðinu þarna í kring, og svo er Háskólinn í Reykjavík þarna rétt hjá. Viðtökurnar hafa verið miklu betri en við þorðum að vona,“ segir Jón Friðrik. Fyrir utan staðinn eru sjálfsafgreiðsludælur frá Orkunni, sem Hlöllabátar leigja húsnæðið af. Jón Friðrik segir marga skjótast inn og grípa sér bát þegar dælt er á bílinn. Jón Friðrik Þorgrímsson er framkvæmdastjóri Hlöllabáta.Aðsend Mikill áhugi Jón Friðrik segir að ljóst sé að opnunin í maí hafi farið fram hjá mörgum til að byrja með. „Það er það sem við erum helst að eiga við núna. Bæði þessi flöskuháls sem myndaðist í Covid og vegna stríðsins, þá eru aðföng sem eru miklu lengur á leiðinni, þannig að bara það að geta sett upp okkar merki á húsið hefur tekið töluverðan tíma. Eins aðkoman að húsinu, við erum að reyna að breyta henni og gera svolítið kósí og flott, og erum að vinna í því þessa dagana,“ segir Jón Friðrik. Þá séu Hlöllabátar fyrst núna að auglýsa opnun nýja staðarins. „Þetta er svona að springa út núna, við erum að finna fyrir aukinni aðsókn. Þetta voru mikið túristar í sumar, en núna með haustinu er þetta meira innlent og töluverð aukning á viðskiptum. Við erum bara gríðarlega sátt.“ Hann segir að efasemdarraddir hafi komið upp um staðsetninguna, þar sem húsið hefur staðið autt í fjölmörg ár, auk þess sem staðsetning staðarins býður aðeins upp á aðkomu öðrum megin af Bústaðaveginum. „En við finnum fyrir miklum áhuga á þessari staðsetningu. Bæði er mikill iðnaður þarna í kring, það er Háskólinn í Reykjavík, sem er stór hluti af viðskiptavinahópnum og eins er íbúðarhúsnæði þarna í kring. Svo er bara fljótlegt að ná sér í einn Hlölla ef þú ert að fara að dæla bensíni. Við erum þekkt fyrir að vera mjög snögg,“ segir Jón Friðrik. Í þessu húsnæði við Smáralind stendur til að opna litla mathöll með fjórum til fimm veitingastöðum. Hlöllabátar verða einn af þeim.Vísir/Vilhelm Undirbúa opnun mathallar Útibú Hlöllabáta eru þá orðin fimm, en auk þess sem opnaði í maí við Bústaðaveg var nýlega opnað útibú að Hagasmára, við Smáralind. Þar er um að ræða bílalúgustað eins og sakir standa, en Jón Friðrik segir margt í pípunum í tengslum við þann stað. „Við erum að undirbúa opnun fjögurra til fimm staða í því húsi, eins konar lítil mathöll. Við stefnum á að opna hana núna bara á næstu mánuðum,“ segir Jón Friðrik. Hann segist þó ekki geta sagt frá öllum stöðunum sem muni starfa í húsinu, að svo stöddu. „Það verða Hlöllabátar, eins og eru þar núna. Við erum með fleiri vörumerki en svo verður Nútrí Açaí þarna líka,“ segir Jón Friðrik.
Veitingastaðir Reykjavík Kópavogur Smáralind Mest lesið „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Viðskipti innlent „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Rafbílaeigendur hljóta að hafa stáltaugar Samstarf Enn bólar ekkert á skiptastjóra fyrir Novis Neytendur Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Viðskipti erlent Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Viðskipti erlent Fleiri fréttir Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Ráðin framkvæmdastjóri samstarfs hjá Klöppum Til skoðunar að selja almenningi bankann Fyrrverandi ráðherra til ráðgjafarfyrirtækis Ríkið greiði of mikið fyrir aðkeypta þjónustu og vörur Sjá meira