Börn drottningarinnar stóðu Vakt prinsanna Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. september 2022 20:59 Börn drottningarinnar stóðu vaktina við líkkistu móður þeirra í dómkirkju heilags Giles í Edinborg í dag. Jane Barlow - WPA Pool/Getty Images Karl þriðji Bretakonungur og systkini hans, börn Elísabetar II, stóðu vakt við líkkistu hennar í dómkirkju heilags Giles í Edinborg í Skotlandi síðdegis í dag. Um er að ræða hefð sem nær tæpa öld aftur í tímann. Almenningi hefur gefist kostur á að votta drottningunni virðingu sína í dag eftir að líkkista hennar var færð frá Holyrood-höll í Edinborg í dómkirkju heilags Giles. Karl III, ásamt Kamillu Parker-Bowles, eiginkonu hans, fór fyrir líkfylgd þar frá höllinni að dómkirkjunni. Farið var um hina sögufrægu Konunglegu mílu, The Royal Mile, í Edinborg þar sem fjöldi var samankominn til að votta drottningu virðingu sína. Hefð sem nær tæpa öld aftur í tímann Eftir að líkkistunni var komið fyrir í dómkirkjunni stóðu Karl þriðji og systkini hans, Anna prinsessa, Andrés prins og Játvarður prins vörð um kistuna í um tíu mínútur. Um er að ræða hefð sem nefnist Vaka eða Vakt prinsanna (e. Vigil of the princes) sem varð til þegar Georg fimmti, langafi Karls þriðja, lést árið 1936. Þá stóðu Játvarður áttundi, Albert prins (sem síðar varð Georg sjötti, afi Karls þriðja), Hinrik prins og Georg prins, vörð um líkkistu föður síns í Westminster Hall í London. Klippa: Börn drottningarinnar stóðu vaktina Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Karl stendur hina svokölluðu Prinsavakt. Hann gerði það einnig árið 2002 þegar amma hans, Elísabet drottningarmóðir, lést. Með honum í það skipti voru einnig Andrés og Játvarður prins og að auki David Armstrong-Jones, sonur Margrétar prinsessu, systur Elísabetar annarrar. Anna prinsessa fylgir móður sinni til Lundúna Líkkistan verður staðsett í kirkjunni þangað til síðdegis á morgun er för hennar til Lundúna hefst. Verður henni flogið til höfuðborgarinnar frá Edinborg. Anna prinsessa mun verða með í för. Þegar komið verður til Lundúna verður líkkistan flutt til Buckingham-hallar þar sem Karl og Kamilla munu taka á móti henni. Klippa: Fjöldi kom saman til að votta drottningunni virðingu sína Mikill fjöldi hefur lagt leið sína að kirkju heilags Giles seinnipartinn í dag til að votta Elísabetu annarri virðingu sína. Kirkjan er dómkirkja skosku þjóðkirkjunnar og þykir hin glæsilegasta. Dómkirkjan með ríka tengingu við Ísland Kirkjan ríka tengingu við Ísland eins og fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2019 þegar Þórir Guðmundsson heimsóttir kirkjuna. Í kirkjunni má finna mikilfenglegan steindan glugga til minningar um þjóðskáldið Robert Burns. Íslendingurinn Leifur Breiðfjörð var fenginn til að hanna gluggann. Glugginn þykir eitt helsta aðdráttarafl kirkjunnar, eins og fjallað var um í fréttinni, sem sjá má í heild sinni hér að neðan. Bretland Skotland Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Tengdar fréttir Brosir vitandi að amma og afi séu sameinuð á ný Harry prins, barnabarn Elísabetar II, hefur sent frá sér hjartnæma yfirlýsingu í kjölfar andláts ömmu sinnar. Hann segist vera þakklátur fyrir allar minningar sínar með henni. 12. september 2022 11:42 Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum. 12. september 2022 06:57 Líkkista drottningarinnar flutt frá Balmoral Líkkista drottningarinnar hefur verið flutt frá Balmoral-kastala og fjöldi fólks hefur safnast saman nærri kastalanum. Til stendur að keyra með kistuna alla leið til Edinborgar. 11. september 2022 09:28 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Almenningi hefur gefist kostur á að votta drottningunni virðingu sína í dag eftir að líkkista hennar var færð frá Holyrood-höll í Edinborg í dómkirkju heilags Giles. Karl III, ásamt Kamillu Parker-Bowles, eiginkonu hans, fór fyrir líkfylgd þar frá höllinni að dómkirkjunni. Farið var um hina sögufrægu Konunglegu mílu, The Royal Mile, í Edinborg þar sem fjöldi var samankominn til að votta drottningu virðingu sína. Hefð sem nær tæpa öld aftur í tímann Eftir að líkkistunni var komið fyrir í dómkirkjunni stóðu Karl þriðji og systkini hans, Anna prinsessa, Andrés prins og Játvarður prins vörð um kistuna í um tíu mínútur. Um er að ræða hefð sem nefnist Vaka eða Vakt prinsanna (e. Vigil of the princes) sem varð til þegar Georg fimmti, langafi Karls þriðja, lést árið 1936. Þá stóðu Játvarður áttundi, Albert prins (sem síðar varð Georg sjötti, afi Karls þriðja), Hinrik prins og Georg prins, vörð um líkkistu föður síns í Westminster Hall í London. Klippa: Börn drottningarinnar stóðu vaktina Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Karl stendur hina svokölluðu Prinsavakt. Hann gerði það einnig árið 2002 þegar amma hans, Elísabet drottningarmóðir, lést. Með honum í það skipti voru einnig Andrés og Játvarður prins og að auki David Armstrong-Jones, sonur Margrétar prinsessu, systur Elísabetar annarrar. Anna prinsessa fylgir móður sinni til Lundúna Líkkistan verður staðsett í kirkjunni þangað til síðdegis á morgun er för hennar til Lundúna hefst. Verður henni flogið til höfuðborgarinnar frá Edinborg. Anna prinsessa mun verða með í för. Þegar komið verður til Lundúna verður líkkistan flutt til Buckingham-hallar þar sem Karl og Kamilla munu taka á móti henni. Klippa: Fjöldi kom saman til að votta drottningunni virðingu sína Mikill fjöldi hefur lagt leið sína að kirkju heilags Giles seinnipartinn í dag til að votta Elísabetu annarri virðingu sína. Kirkjan er dómkirkja skosku þjóðkirkjunnar og þykir hin glæsilegasta. Dómkirkjan með ríka tengingu við Ísland Kirkjan ríka tengingu við Ísland eins og fram í kvöldfréttum Stöðvar 2 árið 2019 þegar Þórir Guðmundsson heimsóttir kirkjuna. Í kirkjunni má finna mikilfenglegan steindan glugga til minningar um þjóðskáldið Robert Burns. Íslendingurinn Leifur Breiðfjörð var fenginn til að hanna gluggann. Glugginn þykir eitt helsta aðdráttarafl kirkjunnar, eins og fjallað var um í fréttinni, sem sjá má í heild sinni hér að neðan.
Bretland Skotland Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Tengdar fréttir Brosir vitandi að amma og afi séu sameinuð á ný Harry prins, barnabarn Elísabetar II, hefur sent frá sér hjartnæma yfirlýsingu í kjölfar andláts ömmu sinnar. Hann segist vera þakklátur fyrir allar minningar sínar með henni. 12. september 2022 11:42 Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum. 12. september 2022 06:57 Líkkista drottningarinnar flutt frá Balmoral Líkkista drottningarinnar hefur verið flutt frá Balmoral-kastala og fjöldi fólks hefur safnast saman nærri kastalanum. Til stendur að keyra með kistuna alla leið til Edinborgar. 11. september 2022 09:28 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Fleiri fréttir Margir slasaðir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Sjá meira
Brosir vitandi að amma og afi séu sameinuð á ný Harry prins, barnabarn Elísabetar II, hefur sent frá sér hjartnæma yfirlýsingu í kjölfar andláts ömmu sinnar. Hann segist vera þakklátur fyrir allar minningar sínar með henni. 12. september 2022 11:42
Andrés mun sjá um hunda drottningarinnar Andrés prins, annar sonur Elísabetar II, og fyrrverandi eiginkona hans, Sara, munu sjá um Corgi-hunda drottningarinnar, Muick og Sandy, eftir andlát hennar. Hundana fékk drottningin að gjöf frá syni sínum. 12. september 2022 06:57
Líkkista drottningarinnar flutt frá Balmoral Líkkista drottningarinnar hefur verið flutt frá Balmoral-kastala og fjöldi fólks hefur safnast saman nærri kastalanum. Til stendur að keyra með kistuna alla leið til Edinborgar. 11. september 2022 09:28