Í tilkynningu frá Arctic Adventures segir að Sindri Snær hafi víðtæka reynslu af stafrænni þróun, markaðssetningu og markaðsstörfum, meðal annars hjá Krónunni, vefstúdíóinu Frumkvæði og við þróun á vefsvæðinu Áttavitanum.
„Sindri Snær er með meistaragráðu í stafrænni stjórnun frá Hyper Island í Stokkhólmi. Eins er Sindri Snær með BS-gráðu í Viðskipta- og markaðsfræði frá Háskólanum á Akureyri og diplóma próf í tölvunarfræði.
Arctic Adventures er eitt rótgrónasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins sem skipuleggur, selur og sér um framkvæmd ferða og afþreyingar. Um 200 manns starfa hjá fyrirtækinu, á Íslandi og í Vilnius, en fyrirtækið keypti nýverið tvö fyrirtæki í ferðaþjónustu sem sérhæfa sig í ferðum um Alaska og Kanada. Kaupin eru liður í þeirri stefnu Arctic Adventure að vera leiðandi fyrirtæki í ferðaþjónustu á norðurslóðum,“ segir í tilkynningunni.