Látum ekki deigan síga í baráttunni Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 13. september 2022 10:01 Landsnefnd UN Women á Íslandi lætur eina ferðina enn verulega um sig muna innan UN Women fjölskyldunnar með nýju söfnunarátaki. Að þessu sinni ríður íslenska landsnefndin á vaðið og hrindir úr vör herferð til að safna fjármunum í hinseginsjóð UN Women. Sá sjóður er ansi magur þar sem barátta fyrir réttindum hinsegin fólks á enn mjög undir högg að sækja, jafnvel í mörgum þróuðum og auðugum ríkjum. 84% ríkja heims banna til dæmis samkynja hjónabönd og viðurkenna ekki tilvist þeirra sem er til marks um hversu langt er enn í land. Á vegum UN Women starfa alls 12 landsnefndir og íslenska landsnefndin er einfaldlega sú öflugasta og leggur mest fjármagn af mörkum til samtakanna – talið í beinhörðum dollurum. Þeir peningar koma frá íslenskum almenningi sem með framlögum sínum hefur sýnt í verki ríkan skilning á mikilvægi þess að berjast fyrir frelsi og réttindum kvenna um heim allan. Íslenskur almenningur hefur líka sýnt og sannað að hann styður rétt hinsegin fólks til að leita hamingjunnar á eigin forsendum og hafnar hverskyns mismunun sem byggist á kyni, kynhneigð eða kynvitund. Mikil og almenn þátttaka í Hinsegin dögum er sterkur vitnisburður um þennan stuðning. Það sem af er 21. öldinni hafa orðið miklar réttarbætur í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Þessar réttarbætur komu í kjölfarið á öflugri kvennabaráttu og voru raunar skilgetið afkvæmi þeirrar baráttu. Það er í samræmi við það eðli mannréttindabaráttu að gefa sem flestum hlutdeild í þeim réttindum sem vinnast og sýna öðrum samkennd sem eiga á brattan að sækja. Þannig var t.d. sterkur þráður á 19. öldinni milli baráttunnar fyrir afnámi þrælahalds og borgaralegra réttinda blökkufólks og kvenréttindabaráttunnar. Vegna þessa eðlis mannréttinda/kvenréttindabaráttunnar fer það saman að bæði staða kvenna og hinsegin fólks er sterk á Íslandi. En við megum hvorki sofna á verðinum innanlands né gleyma þeim skyldum sem við höfum við allt það fólk sem býr við réttleysi, þöggun, kúgun og ofbeldi víðs vegar um heiminn. Ég veit af eigin reynslu að rödd Íslands er sterk í jafnréttismálum og það er hlustað þegar fulltrúar Íslands tala um þessi mál. Það er vegna þess að kvennahreyfingin hefur aldrei látið deigan síga og íslenskur almenningur hefur staðið þétt á bakvið þessa réttindabaráttu. Það er því vel við hæfi að Íslenska landsnefnd UN Women, fyrst allra landsnefnda, hrindi af stað söfnun meðal almennings í hinseginsjóð UN Women. Söfnunin er undir merkjum FO herferðarinnar en þetta er í áttunda sinn sem landsnefndinni stendur fyrir söfnun undir þeim merkjum. Varningurinn að þessu sinni eru vettlingar sem hægt er að kaupa á vefsíðu landsnefndarinnar FO vettlingarnir - UN Women Ísland | unwomen.is. Ég hvet öll til að slá nú tvær flugur í einu höggi, leggja þessari söfnun lið og búa sig um leið undir komandi vetur. Höfundur á sæti í stjórn landsnefndar UN Women. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Sameinuðu þjóðirnar Jafnréttismál Mest lesið Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Landsnefnd UN Women á Íslandi lætur eina ferðina enn verulega um sig muna innan UN Women fjölskyldunnar með nýju söfnunarátaki. Að þessu sinni ríður íslenska landsnefndin á vaðið og hrindir úr vör herferð til að safna fjármunum í hinseginsjóð UN Women. Sá sjóður er ansi magur þar sem barátta fyrir réttindum hinsegin fólks á enn mjög undir högg að sækja, jafnvel í mörgum þróuðum og auðugum ríkjum. 84% ríkja heims banna til dæmis samkynja hjónabönd og viðurkenna ekki tilvist þeirra sem er til marks um hversu langt er enn í land. Á vegum UN Women starfa alls 12 landsnefndir og íslenska landsnefndin er einfaldlega sú öflugasta og leggur mest fjármagn af mörkum til samtakanna – talið í beinhörðum dollurum. Þeir peningar koma frá íslenskum almenningi sem með framlögum sínum hefur sýnt í verki ríkan skilning á mikilvægi þess að berjast fyrir frelsi og réttindum kvenna um heim allan. Íslenskur almenningur hefur líka sýnt og sannað að hann styður rétt hinsegin fólks til að leita hamingjunnar á eigin forsendum og hafnar hverskyns mismunun sem byggist á kyni, kynhneigð eða kynvitund. Mikil og almenn þátttaka í Hinsegin dögum er sterkur vitnisburður um þennan stuðning. Það sem af er 21. öldinni hafa orðið miklar réttarbætur í málefnum hinsegin fólks á Íslandi. Þessar réttarbætur komu í kjölfarið á öflugri kvennabaráttu og voru raunar skilgetið afkvæmi þeirrar baráttu. Það er í samræmi við það eðli mannréttindabaráttu að gefa sem flestum hlutdeild í þeim réttindum sem vinnast og sýna öðrum samkennd sem eiga á brattan að sækja. Þannig var t.d. sterkur þráður á 19. öldinni milli baráttunnar fyrir afnámi þrælahalds og borgaralegra réttinda blökkufólks og kvenréttindabaráttunnar. Vegna þessa eðlis mannréttinda/kvenréttindabaráttunnar fer það saman að bæði staða kvenna og hinsegin fólks er sterk á Íslandi. En við megum hvorki sofna á verðinum innanlands né gleyma þeim skyldum sem við höfum við allt það fólk sem býr við réttleysi, þöggun, kúgun og ofbeldi víðs vegar um heiminn. Ég veit af eigin reynslu að rödd Íslands er sterk í jafnréttismálum og það er hlustað þegar fulltrúar Íslands tala um þessi mál. Það er vegna þess að kvennahreyfingin hefur aldrei látið deigan síga og íslenskur almenningur hefur staðið þétt á bakvið þessa réttindabaráttu. Það er því vel við hæfi að Íslenska landsnefnd UN Women, fyrst allra landsnefnda, hrindi af stað söfnun meðal almennings í hinseginsjóð UN Women. Söfnunin er undir merkjum FO herferðarinnar en þetta er í áttunda sinn sem landsnefndinni stendur fyrir söfnun undir þeim merkjum. Varningurinn að þessu sinni eru vettlingar sem hægt er að kaupa á vefsíðu landsnefndarinnar FO vettlingarnir - UN Women Ísland | unwomen.is. Ég hvet öll til að slá nú tvær flugur í einu höggi, leggja þessari söfnun lið og búa sig um leið undir komandi vetur. Höfundur á sæti í stjórn landsnefndar UN Women.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar