„Þurfum að vinna í kvöld til að halda lífi í einhverri titilbaráttu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 13. september 2022 12:30 Ásmundur segir að titilbaráttan geti ráðist í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Ásmundur Arnarsson, þjálfari kvennaliðs Breiðabliks í fótbolta, fer ekki í grafgötur með það að Íslandsmótið sé undir þegar hans konur mæta Val í toppslag Bestu deildar kvenna. Valur fer langt með að verja Íslandsmeistaratitilinn með sigri. Valur er með 35 stig á toppi deildarinnar þegar toppliðin tvo eiga bæði fjóra leiki eftir, en Breiðablik er með 29 stig í öðru sæti. Vinni Valur leikinn nær liðið níu stiga forskoti og aðeins níu stig í pottinum, Blikar minnka bilið aftur á móti í þrjú stig með sigri. „Ég held að það sé alveg ljóst að til að halda lífi í einhverri titilbaráttu þá þurfum við að vinna þennan leik í kvöld. Valskonur hafa verið öflugar í sumar, og eins og var kannski spáð var fyrir mót, að þær ættu að rúlla yfir þetta mót og að keppnin væri um annað sætið,“ segir Ásmundur. „Það eru fjórir leikir eftir og það er ekki alveg dauð titilbaráttan. Okkar verkefni verður að vinna leikinn í kvöld til að halda lífi í þeirri baráttu,“ Breiðablik á enn eftir að vinna Val í ár. Valur vann eftir vítaspyrnukeppni í Meistarakeppni KSÍ í vor, og vann 1-0 sigur þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í deildinni í maí. Þá vann Valur 2-1 sigur á Breiðabliki í bikarúrslitum á dögunum. Ásmundur segir þó allt hægt í kvöld. „Þetta eru fjórði mótsleikurinn í ár. Þetta hafa alltaf verið hörkuleikir og jafnir leikir. Þannig að mínu mati getur allt gerst í kvöld,“ Aðspurður um hvernig Blikar munu nálgast leikinn segir Ásmundur: „Við þurfum að nálgast verkefnið ekkert ósvipað og við gerðum í bikarúrslitaleiknum, nema að halda kannski orkustiginu betur út leikinn. Við áttum fínan fyrri hálfleik en koðnuðum niður í seinni og það má ekki gerast,“ Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjá meira
Valur er með 35 stig á toppi deildarinnar þegar toppliðin tvo eiga bæði fjóra leiki eftir, en Breiðablik er með 29 stig í öðru sæti. Vinni Valur leikinn nær liðið níu stiga forskoti og aðeins níu stig í pottinum, Blikar minnka bilið aftur á móti í þrjú stig með sigri. „Ég held að það sé alveg ljóst að til að halda lífi í einhverri titilbaráttu þá þurfum við að vinna þennan leik í kvöld. Valskonur hafa verið öflugar í sumar, og eins og var kannski spáð var fyrir mót, að þær ættu að rúlla yfir þetta mót og að keppnin væri um annað sætið,“ segir Ásmundur. „Það eru fjórir leikir eftir og það er ekki alveg dauð titilbaráttan. Okkar verkefni verður að vinna leikinn í kvöld til að halda lífi í þeirri baráttu,“ Breiðablik á enn eftir að vinna Val í ár. Valur vann eftir vítaspyrnukeppni í Meistarakeppni KSÍ í vor, og vann 1-0 sigur þegar liðin mættust á Kópavogsvelli í deildinni í maí. Þá vann Valur 2-1 sigur á Breiðabliki í bikarúrslitum á dögunum. Ásmundur segir þó allt hægt í kvöld. „Þetta eru fjórði mótsleikurinn í ár. Þetta hafa alltaf verið hörkuleikir og jafnir leikir. Þannig að mínu mati getur allt gerst í kvöld,“ Aðspurður um hvernig Blikar munu nálgast leikinn segir Ásmundur: „Við þurfum að nálgast verkefnið ekkert ósvipað og við gerðum í bikarúrslitaleiknum, nema að halda kannski orkustiginu betur út leikinn. Við áttum fínan fyrri hálfleik en koðnuðum niður í seinni og það má ekki gerast,“ Leikur Vals og Breiðabliks hefst klukkan 19:15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Besta deild kvenna Breiðablik Valur Mest lesið Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Körfubolti Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Fótbolti Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt Körfubolti „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Körfubolti Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Körfubolti Í beinni: Ísland - Færeyjar | Leiðin á EM hefst Fótbolti Heimir leggur allt undir: „Núna er tíminn til að standa sig“ Fótbolti „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Körfubolti Hafþór Júlíus með augun á nýju heimsmeti Sport Setti nýtt heimsmet í Liverpool treyjum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Fram | Mikilvægur fallslagur á Króknum Í beinni: Víkingur - Valur | Valskonur geta unnið fjórða leikinn í röð Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Mættust í fótboltagolfi fyrir stórleik kvöldsins Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ „Er ekki alltaf dæmt á þetta?“ Valsmenn án þriggja lykilmanna í leiknum mikilvæga gegn Stjörnunni „Þær eru hræddar við hana“ Segja Römer klára tímabilið með KA Enn einn Íslendingurinn til Kristianstad Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Kjartan Henry velur vítaskyttur FH en enginn hlustar á hann Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-2 | Dramatískur sigur Fram Grindvíkingar í bullandi fallhættu eftir tap á Húsavík Uppgjörið: FHL-Stjarnan 0-3 | Stjörnukonur sóttu þrjú stig austur Fylkismenn með þriðja sigur sinn í röð Þróttur á toppinn eftir endurkomusigur en Njarðvík vann líka Uppgjör Tindastóll-Víkingur 1-5 | Víkingskonur upp um þrjú sæti Uppgjörið: FH - Þróttur 3-0 | FH náði í þrjú mikilvæg stig með sigri gegn Þrótti „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki