Venjumst ekki stríðsrekstri Bryndís Haraldsdóttir skrifar 13. september 2022 13:31 Það voru mikilvægar raddir sem heyrðust á leiðtogafundinum Norðurlandaráðs í Hörpu í síðustu viku. Vinir okkar frá Eystrasaltsþinginu funduðu með okkur og góðum gestum frá Belarús, Rússlandi og Úkraínu, umræðuefnið að sjálfsögðu stríði í Úkraínu og stöðug brot Pútíns stjórnar á mannréttindum. Úkraína Lesia Vasylenko úkraínska þingkonan sem var kosin á þingið 2019, hún hefur sérstakan áhuga á loftlagsmálum og alþjóðastjórnmálum. Lítill tími hefur farið í helstu hugðarefnin því öll vinna hennar snýst að sjálfsögðu um stríðið, að upplýsa um stöðu mála og tala fyrir leiðum til að styðja baráttu Úkraínumanna fyrir landinu sínu og fyrir lýðræðið. Hún er þriggja barna móðir sem í mars síðastliðnum pakkaði í töskur fyrir börnin sín og sendi þau úr landi til að tryggja öryggi þeirra. Lesia hefur eins og flestir þingmenn lært á vopn og kann nú að skjóta úr AK-47 rifli. Lesia fór yfir stöðuna í Úkraínu og hvernig við getum aðstoðað, þar nefndi hún sérstaklega þörf á hlýjum fatnaði fyrir hermenn. Þar nefndi hún sérstaklega fyrir kvenhermenn þar sem búningar úkraínska hersins væri miðuð sérstaklega að karlmönnum en nú eru margar konur sem hafa gengið til liðs við herinn og því væri sérstakur skortur á fatnaði og búningum fyrir þær. Ég hef mikla trú á því að Ísland og okkar frábæru íslensku útivistafatnaðarframleiðendur ættum að geta lagt eitthvað að mörkum í þeim efnum. Lesia talað skýrt um mikilvægi þess að við höldum áfram að tala um Úkraínu og alvarlega stöðu sem þar er uppi. Við megum ekki gleyma styrjöldinni sem þau heyja fyrir landinu sínu fyrir frelsi, lýðræði og mannréttindum. Evrópa finnur nú sterkt fyrir áhrifum innrásar Pútín þar sem ríkir orkukreppa og mikil verðbólga, við borgum í fjármunum en úkraínska þjóðin borgar í manslífum. Rússland Jevgenia Kara-Murza eiginkona Vladimirs Kara-Murza sem situr í rússnesku fangelsi fyrir að kalla stríðið í Úkraínu stríð mætti og sagði átakanlega sögu sína og mannsins síns. Vladimir hefur tvisvar verið nærri dauða en lífi eftir að eitrað var fyrir honum og nú situr hann í fangelsi í Rússlandi. Jevgenia býr ásamt börnum sínum í Bandaríkjunum og finnst hún verða að halda uppi baráttu eiginmannsins fyrir lýðræðisumbótum í Rússlandi. Jevgenia varaði við því að trúa nokkru fréttum sem frá Rússlandi berist þær séu allar hluti af áróðurstækni Pútíns. En það er algjörlega nauðsynlegt að stækka þann hóp Rússa sem tjá skoðanir sínar og sýna að þau eru ekki sammála innrásinni. Belarús Vinir okkar frá Belarús fóru svo yfir stöðuna í sinni baráttu fyrir lýðræðisumbótum þar. Baráttu Svetlönu Tsikhanouskaya sem í raun var kosin forseti sinnar þjóðar en býr nú í Litháen þar sem skrifstofa hennar vinnur að umbótum í samfélaginu heima í Belarús. Sögurnar frá Rússlandi og Belarús eru svipaðar enda Pútin og Lukashenko líkt þenkjandi einræðisherrar sem bera enga virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Það er svo mikilvægt að þessar raddir heyrist og gleymist ekki, ég lít svo á að það sé skilda okkar að sjá til þess að þessar raddir heyrist. Ísland sem herlaus eyja í N-Atlandshafi á allt undir því að alþjóðalög séu virt og að landamæri séu aldrei færð með hervaldi. Það er því eðlilegt að Ísland og íslensk stjórnvöld standi ávallt vörð um alþjóðalög, mannréttindi og lýðræði. Því þrátt fyrir að lýðræðið sé ekki fullkomið stjórnarfar þá er það skásta sem fram hefur komið og við þurfum að standa vörð um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hvíta-Rússland Mest lesið Halldór 18.01.2025 Halldór Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Skoðun Rasismi og fasismi í lögum um útlendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Að skipta þjóðinni í tvo hópa Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ferðaþjónustufólk kemur saman Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það voru mikilvægar raddir sem heyrðust á leiðtogafundinum Norðurlandaráðs í Hörpu í síðustu viku. Vinir okkar frá Eystrasaltsþinginu funduðu með okkur og góðum gestum frá Belarús, Rússlandi og Úkraínu, umræðuefnið að sjálfsögðu stríði í Úkraínu og stöðug brot Pútíns stjórnar á mannréttindum. Úkraína Lesia Vasylenko úkraínska þingkonan sem var kosin á þingið 2019, hún hefur sérstakan áhuga á loftlagsmálum og alþjóðastjórnmálum. Lítill tími hefur farið í helstu hugðarefnin því öll vinna hennar snýst að sjálfsögðu um stríðið, að upplýsa um stöðu mála og tala fyrir leiðum til að styðja baráttu Úkraínumanna fyrir landinu sínu og fyrir lýðræðið. Hún er þriggja barna móðir sem í mars síðastliðnum pakkaði í töskur fyrir börnin sín og sendi þau úr landi til að tryggja öryggi þeirra. Lesia hefur eins og flestir þingmenn lært á vopn og kann nú að skjóta úr AK-47 rifli. Lesia fór yfir stöðuna í Úkraínu og hvernig við getum aðstoðað, þar nefndi hún sérstaklega þörf á hlýjum fatnaði fyrir hermenn. Þar nefndi hún sérstaklega fyrir kvenhermenn þar sem búningar úkraínska hersins væri miðuð sérstaklega að karlmönnum en nú eru margar konur sem hafa gengið til liðs við herinn og því væri sérstakur skortur á fatnaði og búningum fyrir þær. Ég hef mikla trú á því að Ísland og okkar frábæru íslensku útivistafatnaðarframleiðendur ættum að geta lagt eitthvað að mörkum í þeim efnum. Lesia talað skýrt um mikilvægi þess að við höldum áfram að tala um Úkraínu og alvarlega stöðu sem þar er uppi. Við megum ekki gleyma styrjöldinni sem þau heyja fyrir landinu sínu fyrir frelsi, lýðræði og mannréttindum. Evrópa finnur nú sterkt fyrir áhrifum innrásar Pútín þar sem ríkir orkukreppa og mikil verðbólga, við borgum í fjármunum en úkraínska þjóðin borgar í manslífum. Rússland Jevgenia Kara-Murza eiginkona Vladimirs Kara-Murza sem situr í rússnesku fangelsi fyrir að kalla stríðið í Úkraínu stríð mætti og sagði átakanlega sögu sína og mannsins síns. Vladimir hefur tvisvar verið nærri dauða en lífi eftir að eitrað var fyrir honum og nú situr hann í fangelsi í Rússlandi. Jevgenia býr ásamt börnum sínum í Bandaríkjunum og finnst hún verða að halda uppi baráttu eiginmannsins fyrir lýðræðisumbótum í Rússlandi. Jevgenia varaði við því að trúa nokkru fréttum sem frá Rússlandi berist þær séu allar hluti af áróðurstækni Pútíns. En það er algjörlega nauðsynlegt að stækka þann hóp Rússa sem tjá skoðanir sínar og sýna að þau eru ekki sammála innrásinni. Belarús Vinir okkar frá Belarús fóru svo yfir stöðuna í sinni baráttu fyrir lýðræðisumbótum þar. Baráttu Svetlönu Tsikhanouskaya sem í raun var kosin forseti sinnar þjóðar en býr nú í Litháen þar sem skrifstofa hennar vinnur að umbótum í samfélaginu heima í Belarús. Sögurnar frá Rússlandi og Belarús eru svipaðar enda Pútin og Lukashenko líkt þenkjandi einræðisherrar sem bera enga virðingu fyrir lýðræði og mannréttindum. Það er svo mikilvægt að þessar raddir heyrist og gleymist ekki, ég lít svo á að það sé skilda okkar að sjá til þess að þessar raddir heyrist. Ísland sem herlaus eyja í N-Atlandshafi á allt undir því að alþjóðalög séu virt og að landamæri séu aldrei færð með hervaldi. Það er því eðlilegt að Ísland og íslensk stjórnvöld standi ávallt vörð um alþjóðalög, mannréttindi og lýðræði. Því þrátt fyrir að lýðræðið sé ekki fullkomið stjórnarfar þá er það skásta sem fram hefur komið og við þurfum að standa vörð um það. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokks og formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Heilsutækni; lykillinn að betra heilbrigðiskerfi og sparnaði í ríkisrekstri Arna Harðardóttir skrifar
Skoðun Alvarleg staða á Reykjavíkurflugvelli - þolinmæði á þrotum Matthías Sveinbjörnsson skrifar
Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir Skoðun