Frá þessu greinir spænska blaðakonan Sandra Riquelme í dag. Hún segir að vinna við að koma Þjóðadeildinni á fót sé þegar hafin en að enn eigi eftir að gefa út dagsetningar fyrir keppnina.
Markmiðið með keppninni sé það sama og þegar Þjóðadeildin var stofnuð fyrir karlalandsliðin; að fækka þýðingarlitlum vináttulandsleikjum og vekja meiri athygli á landsliðum.
UEFA prepara la Nations League femenina
— Relevo (@relevo) September 13, 2022
Ya se está trabajando en su puesta en marcha.
Las fechas aún están por concretar.
El objetivo es potenciar el fútbol femenino de selecciones y su funcionamiento será similar al masculino.
@SandraRiquelme_ pic.twitter.com/d3vjJzJteq
Þjóðadeild karla var stofnuð fyrir fjórum árum og er keppnin með þeim hætti að öllum landsliðum Evrópu er skipt niður í fjórar deildir, og hverri deild svo skipt niður í riðla. Lið geta svo unnið sig upp úr deildum eða fallið niður, og eitt lið stendur uppi sem Þjóðadeildarmeistari á hverri leiktíð. Þá hefur keppnin einnig áhrif á undankeppni EM og HM.
Vegna góðs árangurs síðustu árin fyrir stofnun keppninnar var karlalandslið Íslands í A-deild fyrstu leiktíðina, og einnig leiktíð númer tvö þar sem að A-deildin var stækkuð. Liðið féll svo niður í B-deild en á ekki á hættu að falla þaðan í ár því liðið lenti í riðli með Rússlandi sem var vísað úr keppni.
Falli úrslitin með íslenska karlalandsliðinu síðar í þessum mánuði getur liðið komist aftur upp í A-deild en þá þarf það líka að vinna leik í fyrsta sinn í keppninni, eftir þrettán misheppnaðar tilraunir til þess.