Sögulegt minni megi hvetja okkur til dáða Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 13. september 2022 15:35 Guðni Th. Jóhannesson á setningu Alþingis í nóvember 2021 Vísir/Vilhelm Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson ávarpaði alþingismenn við 153. setningu Alþingis nú fyrr í dag. Hann sagði vel vera hægt að tryggja framtíð íslenskunnar en mikilvægt væri að sýna þeim sem hana vilji læra umburðarlyndi. Í ávarpi sínu sagði forsetinn sterkt þing ekki staðna en varpaði fram þeirri spurningu hvort framfarir væru óþarfar. Fortíðarþráin eigi það til að láta á sér kræla þegar aldurinn færist yfir en hún geti búið til falskan veruleika. „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Hann nefnir að þó fortíðarþráin byrgi okkur ef til vill sýn sé mikilvægt að líta yfir farinn veg og átta sig á því sem fór illa jafnt og því sem fór vel. Mikilvægt sé að líta til merkra tímamóta þegar horft sé til framfara. Eins og eldgossins í Vestmannaeyjum sem minni á kraft náttúruaflanna ásamt samtakamættinum sem Íslendingar búi yfir á erfiðum tímum ásamt fleiru. Forsetinn minntist einnig stríðsins í Úkraínu og sagði öryggi íslensku þjóðarinnar tengdan frið og öryggi annarra ríkja. Guðni bendir einnig á það hversu hverfult allt í heiminum er, „nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði Guðni. Hann sagði mikilvægt að sýna þeim sem komi hingað til lands og vilji nema íslensku, umburðarlyndi. Það komi sér vel fyrir okkur öll. „Íslenska er okkar mál og lýðveldið Ísland er traust ríki. En auðvitað er margt sem við getum gert enn betur hér, bætt hag og heilsu fólksins í landinu. Það hlýtur að vera meginmarkmið ykkar, ágætu alþingismenn. Það hlýtur að einkenna gott og öflugt alþingi. Gleymum því þó ekki sem hér hefur áunnist og um víða veröld. Gleymum því ekki að lífslíkur og lífsgæði hafa aukist, frelsi og mannréttindi sömuleiðis. Gleymum því ekki að ný tækni og vísindi geta áfram veitt svör við mörgum vanda, loftslagsvá, farsóttum og öðrum áskorunum,“ sagði Guðni. Ræðu Guðna í heild sinni má sjá hér að ofan og nálgast hér, bæði á íslensku og ensku. Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Alþingi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira
Í ávarpi sínu sagði forsetinn sterkt þing ekki staðna en varpaði fram þeirri spurningu hvort framfarir væru óþarfar. Fortíðarþráin eigi það til að láta á sér kræla þegar aldurinn færist yfir en hún geti búið til falskan veruleika. „Fortíðarþrá getur villt okkur sýn, búið til falska mynd, falskar minningar. Sögulegt minni má hins vegar hvetja okkur til dáða, lífga liðna tíð og halda því til haga sem fólk vildi eða vill þótt sitthvað hafi ekki gengið eins og vonir stóðu til,“ sagði Guðni. Hann nefnir að þó fortíðarþráin byrgi okkur ef til vill sýn sé mikilvægt að líta yfir farinn veg og átta sig á því sem fór illa jafnt og því sem fór vel. Mikilvægt sé að líta til merkra tímamóta þegar horft sé til framfara. Eins og eldgossins í Vestmannaeyjum sem minni á kraft náttúruaflanna ásamt samtakamættinum sem Íslendingar búi yfir á erfiðum tímum ásamt fleiru. Forsetinn minntist einnig stríðsins í Úkraínu og sagði öryggi íslensku þjóðarinnar tengdan frið og öryggi annarra ríkja. Guðni bendir einnig á það hversu hverfult allt í heiminum er, „nú er það svo að Siri í snjallheimum kann ekki íslensku. Embla okkar er að læra en við verðum fyrir alla muni að tryggja sess íslenskrar tungu í stafrænum heimi,“ sagði Guðni. Hann sagði mikilvægt að sýna þeim sem komi hingað til lands og vilji nema íslensku, umburðarlyndi. Það komi sér vel fyrir okkur öll. „Íslenska er okkar mál og lýðveldið Ísland er traust ríki. En auðvitað er margt sem við getum gert enn betur hér, bætt hag og heilsu fólksins í landinu. Það hlýtur að vera meginmarkmið ykkar, ágætu alþingismenn. Það hlýtur að einkenna gott og öflugt alþingi. Gleymum því þó ekki sem hér hefur áunnist og um víða veröld. Gleymum því ekki að lífslíkur og lífsgæði hafa aukist, frelsi og mannréttindi sömuleiðis. Gleymum því ekki að ný tækni og vísindi geta áfram veitt svör við mörgum vanda, loftslagsvá, farsóttum og öðrum áskorunum,“ sagði Guðni. Ræðu Guðna í heild sinni má sjá hér að ofan og nálgast hér, bæði á íslensku og ensku.
Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson Alþingi Mest lesið Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni Innlent Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Innlent „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Innlent Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Innlent Fleiri fréttir Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarrétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða Sjá meira