Barði í borðið en kannast ekki við ásakanir um kynferðislega áreitni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. september 2022 07:06 Frá vinstri: Tinna Guðmundsdóttir, Jón Hjaltason, Brynjólfur Ingvarsson, Málfríður Þórðardóttir, Hannesína Scheving, sem voru í efstu fimm sætum Flokks fólksins á Akureyri í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Jón Hjaltason, þriðji maður á lista Flokks fólksins á Akureyri, segist telja að sá illvilji sem þrjár konur í forystu flokksins fyrir norðan hafa talað um sé vísun í atvik sem átti sér stað þegar forystan ræddi mögulegt veikindafrí oddvitans á fundi. Jón segir í samtali við mbl að konurnar hafi sótt það hart að oddvitinn, Brynjólfur Ingvarsson, færi í veikindafrí. Á umræddum fundi hefði hann, Jón sjálfur, gengið á Málfríði Þórðardóttur og spurt hana ítrekað að því hvort henni þætti það við hæfi að ræða endalok Brynjólfs í bæjarstjórn að honum fjarverandi. Hún hefði ekki svarað og því hefði hann barið í borðið og heimtað svar. Málfríður hefði þá farið grátandi af fundi. Konurnar þrjár; Málfríður, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, hafa sakað karlmenn í forystu Flokks fólksins á Akureyri um ófagra framkomu í sinn garð; áreiti og hótanir. Það var Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sem greindi fyrstur frá málinu á Facebook og sagði frá kvörtunum í garð karlanna, sem Jón kallaði „lygaþvætting“ í samtali við RÚV í gær. Spurður að því hver rót ágreiningsins væri sagði Jón í samtali við mbl að það væri óánægja kvennanna með þá óvissu sem væri uppi um það hvort Brynjólfur ætlaði að láta af oddvitastarfinu eða ekki. Það hefði síðast gerst fyrir tveimur vikum að Brynjólfur hefði sagst ætla að hætta eftir að hafa fengið fyrir hjartað en síðan hætt við það. Jón segir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi kynt undir ástandinu með því að segja fyrir viku að nú yrði Brynjólfur að hætta ellegar verða rekinn. Jón segist ekki skilja þá áherslu sem konurnar leggi á að Brynjólfur fari í veikindafrí. Hann segist ekkert kannast við ásakanir um kynferðislegt áreiti og segist munu fara fram á lögreglurannsókn á ásökununum. Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um málið. Á meðan fundinum stóð yfir sagði Inga Sæland í samtali við RÚV að málið væri yfirgripsmikið. Þá sagðist hún fagna þeirri ákvörðun karlana að leita til lögreglu, þar sem konurnar fengju þá tækifæri til að greina frá sinni hlið málsins. Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Akureyri Flokkur fólksins MeToo Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira
Jón segir í samtali við mbl að konurnar hafi sótt það hart að oddvitinn, Brynjólfur Ingvarsson, færi í veikindafrí. Á umræddum fundi hefði hann, Jón sjálfur, gengið á Málfríði Þórðardóttur og spurt hana ítrekað að því hvort henni þætti það við hæfi að ræða endalok Brynjólfs í bæjarstjórn að honum fjarverandi. Hún hefði ekki svarað og því hefði hann barið í borðið og heimtað svar. Málfríður hefði þá farið grátandi af fundi. Konurnar þrjár; Málfríður, Tinna Guðmundsdóttir og Hannesína Scheving Virgild Chester, hafa sakað karlmenn í forystu Flokks fólksins á Akureyri um ófagra framkomu í sinn garð; áreiti og hótanir. Það var Guðmundur Ingi Kristinsson, varaformaður flokksins, sem greindi fyrstur frá málinu á Facebook og sagði frá kvörtunum í garð karlanna, sem Jón kallaði „lygaþvætting“ í samtali við RÚV í gær. Spurður að því hver rót ágreiningsins væri sagði Jón í samtali við mbl að það væri óánægja kvennanna með þá óvissu sem væri uppi um það hvort Brynjólfur ætlaði að láta af oddvitastarfinu eða ekki. Það hefði síðast gerst fyrir tveimur vikum að Brynjólfur hefði sagst ætla að hætta eftir að hafa fengið fyrir hjartað en síðan hætt við það. Jón segir að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hafi kynt undir ástandinu með því að segja fyrir viku að nú yrði Brynjólfur að hætta ellegar verða rekinn. Jón segist ekki skilja þá áherslu sem konurnar leggi á að Brynjólfur fari í veikindafrí. Hann segist ekkert kannast við ásakanir um kynferðislegt áreiti og segist munu fara fram á lögreglurannsókn á ásökununum. Stjórn Flokks fólksins fundaði í gærkvöldi um málið. Á meðan fundinum stóð yfir sagði Inga Sæland í samtali við RÚV að málið væri yfirgripsmikið. Þá sagðist hún fagna þeirri ákvörðun karlana að leita til lögreglu, þar sem konurnar fengju þá tækifæri til að greina frá sinni hlið málsins.
Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Akureyri Flokkur fólksins MeToo Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Sjá meira