Mörkin úr Meistaradeildinni: Sjáðu hetjumark Matips og klúður Börsunga Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 08:30 Joel Matip tryggði Liverpool afar dýrmætan sigur í gærkvöld. Getty/Dave Howarth Það var nóg um að vera í Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gærkvöld þegar sjö leikir fóru fram. Mörkin og helstu atvik úr leikjunum má nú sjá hér á Vísi. Úrslit þriðjudags: Liverpool 2-1 Ajax Bayern 2-0 Barcelona Viktoria Plzen 0-2 Inter Sporting 2-0 Tottenham Leverkusen 2-0 Atlético Marseille 0-1 Frankfurt Porto 0-4 Club Brugge Liverpool vann dísætan og mikilvægan 2-1 sigur gegn Ajax. Heimamenn komust yfir með marki frá Mohamed Salah en Mohammed Kudus jafnaði með frábæru skoti í slá og inn. Liverpool var svo sterkari aðilinn en virtist fyrirmunað að skora, allt þar til að Joel Matip reyndist hetja liðsins í lokin. Klippa: Hápunktar úr Liverpool - Ajax Barcelona óð í færum á útivelli gegn Bayern München, ekki síst Robert Lewandowski á sínum gamla heimavelli, en heimamenn skoruðu einu mörkin. Það gerðu þeir Lucas Hernández og Leroy Sané á fjögurra mínútna kafla snemma í seinni hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Bayern - Barcelona Tottenham varð að sætta sig við 2-0 tap í Portúgal gegn Sporting Lissabon, eftir tvö mörk í blálokin frá Paulinho og Arthur Gomes. Síðara markið kom eftir frábæran einleik Gomes sem hafði bara verið inni á vellinum í nokkrar sekúndur. Klippa: Hápunktar úr Sporting - Tottenham Inter vann 2-0 útisigur gegn Viktoria Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir klukkutíma leik. Edin Dzeko og Denzel Dumfries skoruðu mörkin. Klippa: Hápunktar úr Viktoria Plzen - Inter Þrátt fyrir slæmt gengi í þýsku 1. deildinni vann Leverkusen sterkan 2-0 sigur gegn Atlético Madrid, þar sem Robert Andrich og Moussa Diaby skoruðu mörkin þegar skammt var til leiksloka. Klippa: Hápunktar úr Leverkusen - Atlético Madrid Marseille varð að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli gegn Frankfurt, þrátt fyrir að mark væri dæmt af Frankfurt seint í leiknum. Daninn Jesper Lindström skoraði sigurmarkið rétt fyrir hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Marseille - Frankfurt Loks vann Club Brugge magnaðan 4-0 útisigur gegn Porto. Liðið er með fullt hús stiga á toppi B-riðils eftir sigurinn. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira
Úrslit þriðjudags: Liverpool 2-1 Ajax Bayern 2-0 Barcelona Viktoria Plzen 0-2 Inter Sporting 2-0 Tottenham Leverkusen 2-0 Atlético Marseille 0-1 Frankfurt Porto 0-4 Club Brugge Liverpool vann dísætan og mikilvægan 2-1 sigur gegn Ajax. Heimamenn komust yfir með marki frá Mohamed Salah en Mohammed Kudus jafnaði með frábæru skoti í slá og inn. Liverpool var svo sterkari aðilinn en virtist fyrirmunað að skora, allt þar til að Joel Matip reyndist hetja liðsins í lokin. Klippa: Hápunktar úr Liverpool - Ajax Barcelona óð í færum á útivelli gegn Bayern München, ekki síst Robert Lewandowski á sínum gamla heimavelli, en heimamenn skoruðu einu mörkin. Það gerðu þeir Lucas Hernández og Leroy Sané á fjögurra mínútna kafla snemma í seinni hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Bayern - Barcelona Tottenham varð að sætta sig við 2-0 tap í Portúgal gegn Sporting Lissabon, eftir tvö mörk í blálokin frá Paulinho og Arthur Gomes. Síðara markið kom eftir frábæran einleik Gomes sem hafði bara verið inni á vellinum í nokkrar sekúndur. Klippa: Hápunktar úr Sporting - Tottenham Inter vann 2-0 útisigur gegn Viktoria Plzen í Tékklandi þar sem heimamenn misstu mann af velli með rautt spjald eftir klukkutíma leik. Edin Dzeko og Denzel Dumfries skoruðu mörkin. Klippa: Hápunktar úr Viktoria Plzen - Inter Þrátt fyrir slæmt gengi í þýsku 1. deildinni vann Leverkusen sterkan 2-0 sigur gegn Atlético Madrid, þar sem Robert Andrich og Moussa Diaby skoruðu mörkin þegar skammt var til leiksloka. Klippa: Hápunktar úr Leverkusen - Atlético Madrid Marseille varð að sætta sig við 1-0 tap á heimavelli gegn Frankfurt, þrátt fyrir að mark væri dæmt af Frankfurt seint í leiknum. Daninn Jesper Lindström skoraði sigurmarkið rétt fyrir hálfleik. Klippa: Hápunktar úr Marseille - Frankfurt Loks vann Club Brugge magnaðan 4-0 útisigur gegn Porto. Liðið er með fullt hús stiga á toppi B-riðils eftir sigurinn. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Úrslit þriðjudags: Liverpool 2-1 Ajax Bayern 2-0 Barcelona Viktoria Plzen 0-2 Inter Sporting 2-0 Tottenham Leverkusen 2-0 Atlético Marseille 0-1 Frankfurt Porto 0-4 Club Brugge
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Sjá meira