„Bayern myndi aldrei leyfa mér það“ Sindri Sverrisson skrifar 14. september 2022 11:01 Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilaði í rúmt ár í gegnum meiðsli aftan í læri en varð á endanum að taka hlé frá fótboltanum til að losna við meiðslin. Getty/Alex Pantling Karólína Lea Vilhjálmsdóttir segir „einhverjar líkur“ á því að hún geti spilað með Íslandi í umspilsleiknum mikilvæga 11. október um sæti á heimsmeistaramótinu í fótbolta. Karólína átti frábært EM en spilaði þar þrátt fyrir að meiðsli aftan í læri hefðu angrað hana í rúmt ár. Núna vinnur hún í því að ráða bug á meiðslunum, með þjálfurum, sjúkraþjálfara og lækni þýska stórveldisins Bayern München sem Karólína spilar fyrir. Ekki kemur til greina að hún píni sig í gegnum umspilið eins og hún gerði á EM. Fari svo að Karólína verði ekki búin að jafna sig af meiðslunum í tæka tíð fyrir umspilsleikinn, við sigurvegarann úr einvígi Portúgals og Belgíu, þarf hún að treysta á vinkonur sínar í landsliðinu til að tryggja HM-farseðilinn: „Ef það skyldi vera þannig að ég kæmist ekki í leikinn í október þá hljóta þær að taka þetta fyrir mig,“ sagði Karólína lauflétt í bragði í samtali við Vísi í gær. „Það eru einhverjar líkur [á að ég verði með] en við verðum að sjá til. Ég er í góðu sambandi við Steina [Þorstein Halldórsson] og við tökum einhverja góða ákvörðun saman,“ sagði Karólína. „Einhver von og maður heldur í hana“ Hún píndi sig hreinlega í gegnum EM í sumar og viðurkennir að það hafi sennilega ekki verið sniðugt að bíða svo lengi með að takast á við meiðslin. En kæmi til greina að hún píndi sig enn frekar og spilaði umspilsleikinn í næsta mánuði? „Nei, alls ekki. Bayern myndi aldrei leyfa mér það. Það er bara ekki hægt að segja nei eða já núna. Það er einhver von og maður heldur í hana. Þetta bataferli gengur hægt alla vega núna en maður veit aldrei,“ sagði Karólína. „Aldrei á ævinni verið jafnstressuð fyrir leik“ Hún missti af leiknum gegn Hollandi í síðustu viku þegar Ísland hefði með jafntefli eða sigri getað sloppið við umspilið og tryggt sig inn á HM. Hollendingar tryggðu sig hins vegar áfram með 1-0 sigri eftir mark seint í uppbótartíma. „Ég held að ég hafi aldrei á ævinni verið jafnstressuð fyrir leik,“ sagði Karólína sem horfði á leikinn ásamt Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, landsliðsmarkverði og liðsfélaga hennar hjá Bayern, sem einnig er að jafna sig af meiðslum. „Mér fannst mikið erfiðara að horfa á leikinn en að spila hann. En mér fannst stelpurnar standa sig mjög vel og það er ekkert við þær að sakast. Fyrri hálfleikurinn var slakur, það vita það allir, en í seinni hálfleiknum fannst mér þetta aldrei í hættu svo það var enn meiri skellur að fá á sig markið svona seint. Við Cecilía horfðum á þetta saman og við bara sátum ekki kyrrar. Ég var nær dauða en lífi á tímabili. En ég hef aldrei séð Söndru [Sigurðardóttur, markvörð] svona góða. Stórt hrós á mína konu!“ Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Karólína Lea og Sveindís Jane báðar meðal fimm bestu í sinni stöðu á EM Tveir af yngstu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru meðal þeirra sem stóðu sig best í sinni leikstöðu á nýloknu EM í Emglandi. 12. ágúst 2022 13:30 Karólína Lea: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. 18. júlí 2022 23:00 Karólína Lea sló í gær bæði met Dagnýjar og met Hólmfríðar Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir setti alls konar met með marki sínu á móti Ítalíu í gær en með því varð hún yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Ísland í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna. 15. júlí 2022 09:01 Sjáðu stórbrotið mark Karólínu Leu, súrt mark Ítalíu og magnaða markvörslu Söndru Það var líf og fjör í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í gær. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli þar sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark. Frakkland vann Belgíu 2-1 þar sem sigurliðið brenndi af vítaspyrnu sem gæti reynst íslenska liðinu dýr. 15. júlí 2022 08:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Sjá meira
Karólína átti frábært EM en spilaði þar þrátt fyrir að meiðsli aftan í læri hefðu angrað hana í rúmt ár. Núna vinnur hún í því að ráða bug á meiðslunum, með þjálfurum, sjúkraþjálfara og lækni þýska stórveldisins Bayern München sem Karólína spilar fyrir. Ekki kemur til greina að hún píni sig í gegnum umspilið eins og hún gerði á EM. Fari svo að Karólína verði ekki búin að jafna sig af meiðslunum í tæka tíð fyrir umspilsleikinn, við sigurvegarann úr einvígi Portúgals og Belgíu, þarf hún að treysta á vinkonur sínar í landsliðinu til að tryggja HM-farseðilinn: „Ef það skyldi vera þannig að ég kæmist ekki í leikinn í október þá hljóta þær að taka þetta fyrir mig,“ sagði Karólína lauflétt í bragði í samtali við Vísi í gær. „Það eru einhverjar líkur [á að ég verði með] en við verðum að sjá til. Ég er í góðu sambandi við Steina [Þorstein Halldórsson] og við tökum einhverja góða ákvörðun saman,“ sagði Karólína. „Einhver von og maður heldur í hana“ Hún píndi sig hreinlega í gegnum EM í sumar og viðurkennir að það hafi sennilega ekki verið sniðugt að bíða svo lengi með að takast á við meiðslin. En kæmi til greina að hún píndi sig enn frekar og spilaði umspilsleikinn í næsta mánuði? „Nei, alls ekki. Bayern myndi aldrei leyfa mér það. Það er bara ekki hægt að segja nei eða já núna. Það er einhver von og maður heldur í hana. Þetta bataferli gengur hægt alla vega núna en maður veit aldrei,“ sagði Karólína. „Aldrei á ævinni verið jafnstressuð fyrir leik“ Hún missti af leiknum gegn Hollandi í síðustu viku þegar Ísland hefði með jafntefli eða sigri getað sloppið við umspilið og tryggt sig inn á HM. Hollendingar tryggðu sig hins vegar áfram með 1-0 sigri eftir mark seint í uppbótartíma. „Ég held að ég hafi aldrei á ævinni verið jafnstressuð fyrir leik,“ sagði Karólína sem horfði á leikinn ásamt Cecilíu Rán Rúnarsdóttur, landsliðsmarkverði og liðsfélaga hennar hjá Bayern, sem einnig er að jafna sig af meiðslum. „Mér fannst mikið erfiðara að horfa á leikinn en að spila hann. En mér fannst stelpurnar standa sig mjög vel og það er ekkert við þær að sakast. Fyrri hálfleikurinn var slakur, það vita það allir, en í seinni hálfleiknum fannst mér þetta aldrei í hættu svo það var enn meiri skellur að fá á sig markið svona seint. Við Cecilía horfðum á þetta saman og við bara sátum ekki kyrrar. Ég var nær dauða en lífi á tímabili. En ég hef aldrei séð Söndru [Sigurðardóttur, markvörð] svona góða. Stórt hrós á mína konu!“
Landslið kvenna í fótbolta Fótbolti HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Tengdar fréttir Karólína Lea og Sveindís Jane báðar meðal fimm bestu í sinni stöðu á EM Tveir af yngstu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru meðal þeirra sem stóðu sig best í sinni leikstöðu á nýloknu EM í Emglandi. 12. ágúst 2022 13:30 Karólína Lea: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. 18. júlí 2022 23:00 Karólína Lea sló í gær bæði met Dagnýjar og met Hólmfríðar Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir setti alls konar met með marki sínu á móti Ítalíu í gær en með því varð hún yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Ísland í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna. 15. júlí 2022 09:01 Sjáðu stórbrotið mark Karólínu Leu, súrt mark Ítalíu og magnaða markvörslu Söndru Það var líf og fjör í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í gær. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli þar sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark. Frakkland vann Belgíu 2-1 þar sem sigurliðið brenndi af vítaspyrnu sem gæti reynst íslenska liðinu dýr. 15. júlí 2022 08:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði Sjá meira
Karólína Lea og Sveindís Jane báðar meðal fimm bestu í sinni stöðu á EM Tveir af yngstu leikmönnum íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta voru meðal þeirra sem stóðu sig best í sinni leikstöðu á nýloknu EM í Emglandi. 12. ágúst 2022 13:30
Karólína Lea: „Ég hef alltaf vitað að ég sé góð í fótbolta“ Karólína Lea Vilhjálmsdóttir átti fína spretti á móti Frakklandi, eins og á öllu mótinu, en þarf að jafna sig á svekkelsinu að detta út eftir jafnteflið fyrr í kvöld. 18. júlí 2022 23:00
Karólína Lea sló í gær bæði met Dagnýjar og met Hólmfríðar Íslenska landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir setti alls konar met með marki sínu á móti Ítalíu í gær en með því varð hún yngsti leikmaðurinn til að skora fyrir Ísland í úrslitakeppni Evrópumóts kvenna. 15. júlí 2022 09:01
Sjáðu stórbrotið mark Karólínu Leu, súrt mark Ítalíu og magnaða markvörslu Söndru Það var líf og fjör í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í gær. Ísland og Ítalía gerðu 1-1 jafntefli þar sem Karólína Lea Vilhjálmsdóttir skoraði glæsilegt mark. Frakkland vann Belgíu 2-1 þar sem sigurliðið brenndi af vítaspyrnu sem gæti reynst íslenska liðinu dýr. 15. júlí 2022 08:30