Þjófurinn sagaði gat á þakið á Prinsinum og lét sig síga niður Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 14. september 2022 12:06 Sjoppan Prins í Hraunbæ. Búið er að lagfæra innganginn eftir flótta innbrotsþjófsins í fyrrinótt. Vísir/Vilhelm Fimm sinnum hefur verið brotist inn í sjoppuna Prinsinn í Árbænum í Reykjavík á árinu. Síðasta innbrotið vakti kátínu eigandans fyrir frumlegheit. Hann vekur þó athygli þjófanna á því að engin verðmæti séu til að stela í sjoppunni. Guðjón Jónasson er eigandi sjoppunnar. Hann sagði í viðtali við DV í gær að í fimm innbrotum hefði engu verið stolið nema fjórum sígarettupökkum. Engu væri að stela í sjoppunni. Guðjón ræddi málið í útvarpsþættinum Brennslunni á FM 957 í morgun. Nýjasti innbrotsþjófurinn var mögulega innblásinn af töktum kvikmyndastjörnunnar Tom Cruise í spennumyndunum Mission Impossible. Innbrotsþjófurinn sagaði gat af þakinu og lét sig síga niður. Guðjón segist hafa tekið eftir því þegar hann mætti á vettvang á þriðjudagsmorgun að reipi hékk úr loftinu. „Ég bara byrja að grenja úr hlátri,“ segir Guðjón um sín fyrstu viðbrögð. „Þetta var bara sjokk.“ Guðjón hringdi á lögreglu og bað um að einhver yrði sendur á staðinn. Tom Cruise í Mission impossible.Skjáskot „Um leið og þeir koma þá hrista þeir bara hausinn. Hvað er í gangi hérna?“ og greinilegt að lögreglumenn voru hissa yfir töktum innbrotsþjófarins. Hann fór þó ekki sömu leið út og hann kom inn. Raunar var útgangan grátbrosleg. Guðjón lýsir því hvernig þjófurinn hafi brotið gat á hurðinni og troðið sér í gegnum gatið, sem var afar lítið. Svo lítið að hann festist í því um tíma og þurfti að skilja sigbúnaðinn eftir. Í þokkabót tókst honum að skera sig á brotnu gleri. Guðjón ítrekar í samtali við Vísi að það sé engu til að stela í búðinni. Hann geymi aldrei peninga yfir nótt í afgreiðslukassanum jafnvel Viðtalið við Guðjón í Brennslunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. FM957 Brennslan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Guðjón Jónasson er eigandi sjoppunnar. Hann sagði í viðtali við DV í gær að í fimm innbrotum hefði engu verið stolið nema fjórum sígarettupökkum. Engu væri að stela í sjoppunni. Guðjón ræddi málið í útvarpsþættinum Brennslunni á FM 957 í morgun. Nýjasti innbrotsþjófurinn var mögulega innblásinn af töktum kvikmyndastjörnunnar Tom Cruise í spennumyndunum Mission Impossible. Innbrotsþjófurinn sagaði gat af þakinu og lét sig síga niður. Guðjón segist hafa tekið eftir því þegar hann mætti á vettvang á þriðjudagsmorgun að reipi hékk úr loftinu. „Ég bara byrja að grenja úr hlátri,“ segir Guðjón um sín fyrstu viðbrögð. „Þetta var bara sjokk.“ Guðjón hringdi á lögreglu og bað um að einhver yrði sendur á staðinn. Tom Cruise í Mission impossible.Skjáskot „Um leið og þeir koma þá hrista þeir bara hausinn. Hvað er í gangi hérna?“ og greinilegt að lögreglumenn voru hissa yfir töktum innbrotsþjófarins. Hann fór þó ekki sömu leið út og hann kom inn. Raunar var útgangan grátbrosleg. Guðjón lýsir því hvernig þjófurinn hafi brotið gat á hurðinni og troðið sér í gegnum gatið, sem var afar lítið. Svo lítið að hann festist í því um tíma og þurfti að skilja sigbúnaðinn eftir. Í þokkabót tókst honum að skera sig á brotnu gleri. Guðjón ítrekar í samtali við Vísi að það sé engu til að stela í búðinni. Hann geymi aldrei peninga yfir nótt í afgreiðslukassanum jafnvel Viðtalið við Guðjón í Brennslunni má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
FM957 Brennslan Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira