Sýndum mikinn karakter Ester Ósk Árnadóttir skrifar 14. september 2022 19:30 Perry Mclachlan og Jón Stefán Jónsson þjálfarar Þór/KA Mynd/Þór/KA „Ég held að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða í þessum leik, hann var fremur kaflaskiptur og opinn,“ sagði Perry John James Mclachan þjálfari Þór/KA eftir 3-3 jafntefli við ÍBV á Akureyri í kvöld. „Í fyrri hálfleik sköpuðu ÍBV meira en við og sköpuðu meira af færum en við sýndum ótrúlega mikinn karakter að koma til baka ekki bara einu sinni heldur þrisvar sinnum. Við skoruðum sömuleiðis fjögur mörk þótt eitt þeirra hafi verið dæmt af vegna rangstæðu. Þannig þegar ég lít yfir leikinn þá tel ég að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða.“ Þór/KA kom þrisvar til baka í leiknum og leituðum svo að sigurmarkinu í lokinn. „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna að síðustu vikurnar að fái meiri trú hjá leikmönnum, ef við hjálpumst að og höfum trú að þá getum við alltaf komið til baka í leikjum. Við höfum í raun verið að vinna með það að gefast bara aldrei upp fyrr en að dómarinn flautar lokaflautið. Við vitum aldrei hvað gerist í leikjum og í dag hjálpaði það okkur sannarlega að halda í trúna.“ Þór/KA er í mikilli fallbaráttu og er nú tveimur stigum frá fallsæti. „Þetta gefur okkur ákveðið rými, auðvitað hefði verið langbest að fá þrjú stig en við tökum þetta stig. Það er betra en ekkert og býr til meira rými á milli okkur og liðana sem eru fyrir neðan okkur í töflunni. Það sem við getum gert er að fara inn í næsta leik og taka eins mörg stig og við getum þar.“ Varnarleikur heimakvenna var oft stirður í leiknum og mörkin sem ÍBV skora auðveld og einföld. „Við þurftum að breyta til í okkar varnarleik. Hulda Björg Hannesdóttir sem spilar yfirleitt í vörninni meiddist og við þurftum eins og áður segir að gera breytingar. Mér finnst sum af þeim mörkum sem við fengum á okkur kemur bara niður á reynslu og hvernig leikmenn voru að staðsetja sig. Mér fannst við gefa boltann of oft frá okkur á hættulegum svæðum, þannig gerðum við hlutina erfiðari fyrir okkur en bætum okkur í því eftir því sem það leið á leikinn.“ Meiðslin hjá Huldu er sem betur fer ekki slæm. „Þau eru það slæm að hún gat ekki spilað í dag en þetta var spurning um að ef hún myndi spila leikinn í dag að hún myndi þá ekki spila næstu, þannig við ákváðum að hvíla hana í dag.“ KA Þór Akureyri ÍBV Besta deild kvenna Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica Sjá meira
„Í fyrri hálfleik sköpuðu ÍBV meira en við og sköpuðu meira af færum en við sýndum ótrúlega mikinn karakter að koma til baka ekki bara einu sinni heldur þrisvar sinnum. Við skoruðum sömuleiðis fjögur mörk þótt eitt þeirra hafi verið dæmt af vegna rangstæðu. Þannig þegar ég lít yfir leikinn þá tel ég að þetta hafi verið sanngjörn niðurstaða.“ Þór/KA kom þrisvar til baka í leiknum og leituðum svo að sigurmarkinu í lokinn. „Þetta er eitthvað sem við höfum verið að vinna að síðustu vikurnar að fái meiri trú hjá leikmönnum, ef við hjálpumst að og höfum trú að þá getum við alltaf komið til baka í leikjum. Við höfum í raun verið að vinna með það að gefast bara aldrei upp fyrr en að dómarinn flautar lokaflautið. Við vitum aldrei hvað gerist í leikjum og í dag hjálpaði það okkur sannarlega að halda í trúna.“ Þór/KA er í mikilli fallbaráttu og er nú tveimur stigum frá fallsæti. „Þetta gefur okkur ákveðið rými, auðvitað hefði verið langbest að fá þrjú stig en við tökum þetta stig. Það er betra en ekkert og býr til meira rými á milli okkur og liðana sem eru fyrir neðan okkur í töflunni. Það sem við getum gert er að fara inn í næsta leik og taka eins mörg stig og við getum þar.“ Varnarleikur heimakvenna var oft stirður í leiknum og mörkin sem ÍBV skora auðveld og einföld. „Við þurftum að breyta til í okkar varnarleik. Hulda Björg Hannesdóttir sem spilar yfirleitt í vörninni meiddist og við þurftum eins og áður segir að gera breytingar. Mér finnst sum af þeim mörkum sem við fengum á okkur kemur bara niður á reynslu og hvernig leikmenn voru að staðsetja sig. Mér fannst við gefa boltann of oft frá okkur á hættulegum svæðum, þannig gerðum við hlutina erfiðari fyrir okkur en bætum okkur í því eftir því sem það leið á leikinn.“ Meiðslin hjá Huldu er sem betur fer ekki slæm. „Þau eru það slæm að hún gat ekki spilað í dag en þetta var spurning um að ef hún myndi spila leikinn í dag að hún myndi þá ekki spila næstu, þannig við ákváðum að hvíla hana í dag.“
KA Þór Akureyri ÍBV Besta deild kvenna Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Álftanes mætir stórliði Benfica Sjá meira