Léttir að lesa greinargerðina og spenntar að sjá hvernig ráðherra bregst við Tryggvi Páll Tryggvason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 14. september 2022 21:48 Brynja Skúladóttir og Íris Ósk Friðriksdóttir hafa barist fyrir viðurkenningu á að ofbeldi hafi verið beitt í starfsemi meðferðarheimilisins Varpholti/Laugalandi á sínum tíma. Vísir/Arnar Tvær af þeim stúlkum sem dvöldu á vistheimilinu Varpholti/Laugalandi í Eyjafirði eru ánægðar með greinargerð sem komin er út um starfsemi vistheimilisins á árunum 1997 til 2007. Þær segjast spenntar að sjá viðbrögð ráðherra við greinargerðinni. Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birti í dag greinargerð um meðferðarheimilið Varpholt/Laugaland. Heimilið var starfrækt á árunum 1997 til 2007. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sagt frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Í greinargerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. Mikill léttir Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir eru á meðal þeirra sem dvöldu á heimilinu. Hafa þær á undanförnum árum barist fyrir viðurkenningu á því sem gekk á á heimilinu. Þær brugðust við greinargerðinni í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Bara mjög mikill léttir,“ sagði Brynja aðspurð um hvaða tilfinningar bærðust með henni eftir að hafa gluggað í greinargerðina. Íris tók undir orð Brynju og sagði að það væri mikill léttir að búið væri að viðurkenna að ofbeldi hafi viðgengist á meðferðarheimilinu. Þær segjast einnig vera spenntar að sjá hvernig Ásmundur Einar Daðson, félags- og barnamálaráðherra, muni bregðast við greinargerðinni, sem ráðist var í eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögu hans þess efnis. „Ég persónulega er mjög spennt að sjá viðbrögð ráðherra við þessu. Það kemur ekkert fram í skýrslunni hver næstu skref eigi að vera þannig að við erum svolítið í lausu lofti,“ segir Íris. Fengu sms hálftíma fyrir birtingu greinargerðarinnar Þrátt fyrir að finna fyrir létti við birtingu greinargerðarinnar gagnrýna þær skort á upplýsingagjöf við gerð greinargerðarinnar. „Það var tekið viðtal við okkur, svo heyrum við ekki neitt. Við fáum til dæmis sms hálftíma áður en skýrslan kemur út um það að hún sé að koma út í dag klukkan tvö,“ segir Íris. Við gerð greinargerðarinnar voru tekin viðtöl við 34 einstaklinga úr hópi fyrrum vistbarna, 32 konur og tvo karla, ellefu fyrrum starfsmenn eða verktaka og forstöðuhjónin sem ráku heimilið. Íris segist trúa því að það styttist í hægt verði að setja punkt fyrir aftan þetta tímabil í lífi þeirra. „Þegar skýrslan er komin út þá vill maður trúa því að þetta sé mjög langt komið. Ég er sammála Brynju með það að mér er mjög létt að það er viðurkennt að það átti sér stað ofbeldi þarna.“ Barna- og fjölskyldustofa rekur nú heimili á Laugalandi Greinargerðin er löng, rúmlega 230 blaðsíður, en þar má finna ýmsar frásagnir, pappírsgögn og fleira frá þeim sem bjuggu á meðferðarheimilinu. Í þeim helstu niðurstöðum sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birti úr greinargerðinni segir að sálfræðiþjónusta hafi verið ábótavant, allir íbúar sem tekið viðtal var við höfðu lent í andlegu ofbeldi eða orðið vitni að því og að þekking sem var til staðar sem hefði nýst íbúum Laugalands hafi ekki verið nýtt þar. Nýir rekstraraðilar tóku við rekstri heimilisins árið 2008 og var það rekið af þeim til ársins 2021. Í sumar var þar opnað nýtt meðferðarheimili í húsnæðinu og er það rekið af Barna- og fjölskyldustofu. Eyjafjarðarsveit Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Barnavernd Félagsmál Tengdar fréttir Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. 14. september 2022 15:46 Bjargey kemur þeim sem á þurfa að halda til bjargar Bjargey, nýtt meðferðarheimili ætlað börnum og stúlkum, var formlega opnað í Eyjafjarðarsveit í gær. Meðferðin sem þar er veitt er lífspursmál fyrir þá sem á henni þurfa að halda að mati aðstandenda heimilisins. 28. júní 2022 08:55 Laugalandskonur langþreyttar á aðgerðarleysi Tólf konur sem segjast hafa sætt illri meðferð, andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 1997 til 2007 upplifa sem svo að rannsókn á málum þeirra sé ekki gerð af alvöru eða hafi forgang. Þau hafi reiknað með öðru eftir fund með ráðherra og lögfræðingi velferðarráðuneytisins. 13. apríl 2021 15:05 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birti í dag greinargerð um meðferðarheimilið Varpholt/Laugaland. Heimilið var starfrækt á árunum 1997 til 2007. Fjöldi kvenna hefur stigið fram og sagt frá ofbeldi sem þær urðu fyrir á heimilinu. Í greinargerðinni er komist að þeirri niðurstöðu að eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. Mikill léttir Íris Ósk Friðriksdóttir og Brynja Skúladóttir eru á meðal þeirra sem dvöldu á heimilinu. Hafa þær á undanförnum árum barist fyrir viðurkenningu á því sem gekk á á heimilinu. Þær brugðust við greinargerðinni í beinni útsendingu í Kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Bara mjög mikill léttir,“ sagði Brynja aðspurð um hvaða tilfinningar bærðust með henni eftir að hafa gluggað í greinargerðina. Íris tók undir orð Brynju og sagði að það væri mikill léttir að búið væri að viðurkenna að ofbeldi hafi viðgengist á meðferðarheimilinu. Þær segjast einnig vera spenntar að sjá hvernig Ásmundur Einar Daðson, félags- og barnamálaráðherra, muni bregðast við greinargerðinni, sem ráðist var í eftir að ríkisstjórnin samþykkti tillögu hans þess efnis. „Ég persónulega er mjög spennt að sjá viðbrögð ráðherra við þessu. Það kemur ekkert fram í skýrslunni hver næstu skref eigi að vera þannig að við erum svolítið í lausu lofti,“ segir Íris. Fengu sms hálftíma fyrir birtingu greinargerðarinnar Þrátt fyrir að finna fyrir létti við birtingu greinargerðarinnar gagnrýna þær skort á upplýsingagjöf við gerð greinargerðarinnar. „Það var tekið viðtal við okkur, svo heyrum við ekki neitt. Við fáum til dæmis sms hálftíma áður en skýrslan kemur út um það að hún sé að koma út í dag klukkan tvö,“ segir Íris. Við gerð greinargerðarinnar voru tekin viðtöl við 34 einstaklinga úr hópi fyrrum vistbarna, 32 konur og tvo karla, ellefu fyrrum starfsmenn eða verktaka og forstöðuhjónin sem ráku heimilið. Íris segist trúa því að það styttist í hægt verði að setja punkt fyrir aftan þetta tímabil í lífi þeirra. „Þegar skýrslan er komin út þá vill maður trúa því að þetta sé mjög langt komið. Ég er sammála Brynju með það að mér er mjög létt að það er viðurkennt að það átti sér stað ofbeldi þarna.“ Barna- og fjölskyldustofa rekur nú heimili á Laugalandi Greinargerðin er löng, rúmlega 230 blaðsíður, en þar má finna ýmsar frásagnir, pappírsgögn og fleira frá þeim sem bjuggu á meðferðarheimilinu. Í þeim helstu niðurstöðum sem Gæða- og eftirlitsstofnun velferðarmála birti úr greinargerðinni segir að sálfræðiþjónusta hafi verið ábótavant, allir íbúar sem tekið viðtal var við höfðu lent í andlegu ofbeldi eða orðið vitni að því og að þekking sem var til staðar sem hefði nýst íbúum Laugalands hafi ekki verið nýtt þar. Nýir rekstraraðilar tóku við rekstri heimilisins árið 2008 og var það rekið af þeim til ársins 2021. Í sumar var þar opnað nýtt meðferðarheimili í húsnæðinu og er það rekið af Barna- og fjölskyldustofu.
Eyjafjarðarsveit Börn og uppeldi Ofbeldi gegn börnum Meðferðarheimili Barnavernd Félagsmál Tengdar fréttir Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. 14. september 2022 15:46 Bjargey kemur þeim sem á þurfa að halda til bjargar Bjargey, nýtt meðferðarheimili ætlað börnum og stúlkum, var formlega opnað í Eyjafjarðarsveit í gær. Meðferðin sem þar er veitt er lífspursmál fyrir þá sem á henni þurfa að halda að mati aðstandenda heimilisins. 28. júní 2022 08:55 Laugalandskonur langþreyttar á aðgerðarleysi Tólf konur sem segjast hafa sætt illri meðferð, andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 1997 til 2007 upplifa sem svo að rannsókn á málum þeirra sé ekki gerð af alvöru eða hafi forgang. Þau hafi reiknað með öðru eftir fund með ráðherra og lögfræðingi velferðarráðuneytisins. 13. apríl 2021 15:05 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Andlegt ofbeldi og niðurlæging á Laugalandi Eftirlitsskylda barnaverndaryfirvalda brást þeim sem dvöldu á meðferðarheimilinu Varpholti/Laugalandi. Yfirvöld hefðu átt að bregðast við ákalli íbúa og skerast í leikinn þegar ljóst var hve mikið álag hvíldi á starfsfólki. Yfirgnæfandi meirihluti fyrrum vistbarna upplifði andlegt ofbeldi við dvölina. 14. september 2022 15:46
Bjargey kemur þeim sem á þurfa að halda til bjargar Bjargey, nýtt meðferðarheimili ætlað börnum og stúlkum, var formlega opnað í Eyjafjarðarsveit í gær. Meðferðin sem þar er veitt er lífspursmál fyrir þá sem á henni þurfa að halda að mati aðstandenda heimilisins. 28. júní 2022 08:55
Laugalandskonur langþreyttar á aðgerðarleysi Tólf konur sem segjast hafa sætt illri meðferð, andlegu og líkamlegu ofbeldi á meðferðarheimilinu Laugalandi á árunum 1997 til 2007 upplifa sem svo að rannsókn á málum þeirra sé ekki gerð af alvöru eða hafi forgang. Þau hafi reiknað með öðru eftir fund með ráðherra og lögfræðingi velferðarráðuneytisins. 13. apríl 2021 15:05