Ein umfangsmesta löggæsluaðgerð seinni tíma í bígerð: Hver einasti brunnur og ljósastaur kannaður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2022 23:30 Lögreglumenn við undirbúningsstörf í Lundúnum. EPA-EFE/TOLGA AKMEN Jarðarför Elísabetar II Bretadrottningar næstkomandi mánudag krefst umfangsmestu löggæsluaðgerðar í sögu Lundúna. Hver einasti brunnur og ljósastaur í nágrenni við Westminster Abbey, þar sem jarðarförin verður haldin, verður kannaður til að koma í veg fyrir óvænt atvik. Fjallað er um skipulag löggæslunar á vef BBC. Búist er við að gríðarlegur fjöldi komi saman í Lundúnum næstu daga. Fyrst til þess að votta Elísabetu drottningu virðingu sína þar sem kista hennar liggur í Westminster Hall, svo á mánudaginn þegar jarðarförin verður haldin. Ofan á þennan fjölda leggst svo mikill fjöldi erlendra þjóðhöfðingja sem munu verða viðstaddir jarðarförina. Í frétt BBC segir að jarðarförin sé eins opinber viðburður og hugsast getur, þar sem engir eiginlegir öryggisaðgangar eru við kirkjuna. Að viðbættum hinum mikla mannfjölda verður það ógerlegt fyrir lögreglu að kanna hvern og einn gest jarðarfarinnar og nærliggjandi svæða. Gríðarlegur fjöldi lögreglumanna stóð vaktina í Edinborg í vikunni þegar kista Elísabetar var geymd í dómkirkju heilas Giles. Mikill fjöldi lagði leið sína þangað. Búist er þó við margföldum fjölda á við það á mánudaginn í Lundúnum.Ian Forsyth/Getty Images) Í frétt BBC segir að augu heimsbyggðarinnar verði á Lundúnum á mánudaginn og því velt upp að því geti það reynst freistandi fyrir hryðjuverkamenn að láta til skarar skríða. Gestirnir gegni mikilvægu löggæsluhlutverki Lögreglan í Lundúnum mun þó gera allt sem í sínu valdi stendur til að útiloka að eitthvað slíkt eigi sér stað. Lögreglumenn frá öðrum svæðum Bretland munu veita Lundúnarlögreglu liðsauka auk fjölda hermanna úr öllum mögulegum herdeildum Bretlandshers. Lögregla segir að fyrsta varnarlínan gegn mögulegum ógnum næstkomandi mánudag sé almenningur sjálfur. Eru þeir sem ætla að leggja leið sína að Westminster-svæðinu á mánudag beðnir um að hafa augun og eyru með í för, með öðrum orðum, vera vakandi fyrir mögulegum hættum og láta vita ef eitthvað óeðilegt á sér stað. Þungvopnaðir lögreglumenn stóðu vaktina í Lundúnum í dag.EPA-EFE/NEIL HALL Á bak við tjöldin vinna leyniþjónustur Bretlands hörðum höndum að því að vakta einstaklinga sem eru nú þegar á lista þeirra yfir mögulega hryðjuverkamenn. Engir sénsar verða teknir á mánudaginn. Biden tekur „Skrýmslið“ með Mikill fjöldi lögreglumanna fylgist með fólksfjöldanum á öryggismyndavélum auk þess sem að lögreglumenn sérþjálfaðir í að koma augum á hættur í miklum mannfjölda munu fylgjast grannt með. Reiknað er með að erlendir þjóðhöfðingjar munu byrja að mæta til Lundúna á föstudaginn. Viðvera þeirra við jarðarförina krefst einnig öryggisgæslu af hálfu lögreglunnar í Lundúnum. Sumir þeirra munu koma í fylgd með eigin líffvörðum og mun Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, meðal annars ferðast um Lundúni í brynvarða bílnum sem hann notast alla jafna við í Bandaríkjunum. Sá bíll gengur undir viðurnefnini „The Beast“ eða „Skrýmslið“. Breskir sprengjuleitarhundar verða í yfirvinnu næstu dagana.EPA-EFE/NEIL HALL Sem dæmi um það hversu umfangsmikil undirbúningur lögreglu er fyrir jarðarförina munu lögreglumenn opna, kanna og innsigla hvert einasta brunnlok í grennd við Westminster Abbey til þess að útiloka að þar sé hægt að koma fyrir sprengju. Þá mun hver einasti ljósastaur verða opnaður og kannaður í sama tilgangi. Hver einasti staður þar sem mögulega er hægt að koma fyrir sprengju verður kannaður að því er fram kemur í frétt BBC, sem lesa má hér. Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk England Tengdar fréttir Fauk í Karl III Bretlandskonung vegna penna sem lak Karl III Bretalandskonungur lenti í því óhappi að skrifa með penna sem lak. „Ó guð ég hata þetta,“ segir Karl um pennann í myndbandi sem The Guardian birti. 14. september 2022 14:20 Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39 Vara fólk við því að geta þurft að bíða í röð í tólf tíma Kista Elísabetar Bretadrottningar verður í dag flutt frá Buckingham höll og yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. Karl III Bretakonungur og synir hans Vilhjálmur og Harry munu fylgja kistunni fótgangandi. Með þeim munu ganga systkini Karls; Anna, Andrés og Játvarður. 14. september 2022 07:21 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Fjallað er um skipulag löggæslunar á vef BBC. Búist er við að gríðarlegur fjöldi komi saman í Lundúnum næstu daga. Fyrst til þess að votta Elísabetu drottningu virðingu sína þar sem kista hennar liggur í Westminster Hall, svo á mánudaginn þegar jarðarförin verður haldin. Ofan á þennan fjölda leggst svo mikill fjöldi erlendra þjóðhöfðingja sem munu verða viðstaddir jarðarförina. Í frétt BBC segir að jarðarförin sé eins opinber viðburður og hugsast getur, þar sem engir eiginlegir öryggisaðgangar eru við kirkjuna. Að viðbættum hinum mikla mannfjölda verður það ógerlegt fyrir lögreglu að kanna hvern og einn gest jarðarfarinnar og nærliggjandi svæða. Gríðarlegur fjöldi lögreglumanna stóð vaktina í Edinborg í vikunni þegar kista Elísabetar var geymd í dómkirkju heilas Giles. Mikill fjöldi lagði leið sína þangað. Búist er þó við margföldum fjölda á við það á mánudaginn í Lundúnum.Ian Forsyth/Getty Images) Í frétt BBC segir að augu heimsbyggðarinnar verði á Lundúnum á mánudaginn og því velt upp að því geti það reynst freistandi fyrir hryðjuverkamenn að láta til skarar skríða. Gestirnir gegni mikilvægu löggæsluhlutverki Lögreglan í Lundúnum mun þó gera allt sem í sínu valdi stendur til að útiloka að eitthvað slíkt eigi sér stað. Lögreglumenn frá öðrum svæðum Bretland munu veita Lundúnarlögreglu liðsauka auk fjölda hermanna úr öllum mögulegum herdeildum Bretlandshers. Lögregla segir að fyrsta varnarlínan gegn mögulegum ógnum næstkomandi mánudag sé almenningur sjálfur. Eru þeir sem ætla að leggja leið sína að Westminster-svæðinu á mánudag beðnir um að hafa augun og eyru með í för, með öðrum orðum, vera vakandi fyrir mögulegum hættum og láta vita ef eitthvað óeðilegt á sér stað. Þungvopnaðir lögreglumenn stóðu vaktina í Lundúnum í dag.EPA-EFE/NEIL HALL Á bak við tjöldin vinna leyniþjónustur Bretlands hörðum höndum að því að vakta einstaklinga sem eru nú þegar á lista þeirra yfir mögulega hryðjuverkamenn. Engir sénsar verða teknir á mánudaginn. Biden tekur „Skrýmslið“ með Mikill fjöldi lögreglumanna fylgist með fólksfjöldanum á öryggismyndavélum auk þess sem að lögreglumenn sérþjálfaðir í að koma augum á hættur í miklum mannfjölda munu fylgjast grannt með. Reiknað er með að erlendir þjóðhöfðingjar munu byrja að mæta til Lundúna á föstudaginn. Viðvera þeirra við jarðarförina krefst einnig öryggisgæslu af hálfu lögreglunnar í Lundúnum. Sumir þeirra munu koma í fylgd með eigin líffvörðum og mun Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, meðal annars ferðast um Lundúni í brynvarða bílnum sem hann notast alla jafna við í Bandaríkjunum. Sá bíll gengur undir viðurnefnini „The Beast“ eða „Skrýmslið“. Breskir sprengjuleitarhundar verða í yfirvinnu næstu dagana.EPA-EFE/NEIL HALL Sem dæmi um það hversu umfangsmikil undirbúningur lögreglu er fyrir jarðarförina munu lögreglumenn opna, kanna og innsigla hvert einasta brunnlok í grennd við Westminster Abbey til þess að útiloka að þar sé hægt að koma fyrir sprengju. Þá mun hver einasti ljósastaur verða opnaður og kannaður í sama tilgangi. Hver einasti staður þar sem mögulega er hægt að koma fyrir sprengju verður kannaður að því er fram kemur í frétt BBC, sem lesa má hér.
Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk England Tengdar fréttir Fauk í Karl III Bretlandskonung vegna penna sem lak Karl III Bretalandskonungur lenti í því óhappi að skrifa með penna sem lak. „Ó guð ég hata þetta,“ segir Karl um pennann í myndbandi sem The Guardian birti. 14. september 2022 14:20 Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39 Vara fólk við því að geta þurft að bíða í röð í tólf tíma Kista Elísabetar Bretadrottningar verður í dag flutt frá Buckingham höll og yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. Karl III Bretakonungur og synir hans Vilhjálmur og Harry munu fylgja kistunni fótgangandi. Með þeim munu ganga systkini Karls; Anna, Andrés og Játvarður. 14. september 2022 07:21 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Fauk í Karl III Bretlandskonung vegna penna sem lak Karl III Bretalandskonungur lenti í því óhappi að skrifa með penna sem lak. „Ó guð ég hata þetta,“ segir Karl um pennann í myndbandi sem The Guardian birti. 14. september 2022 14:20
Milljónir fylgdust með flutningi líkkistu drottningar Metfjöldi fylgdist með þegar líkkistu Elísabetar II Bretlandsdottningar heitinnar var flogið frá Edinborg og til London nú í gær. 14. september 2022 12:39
Vara fólk við því að geta þurft að bíða í röð í tólf tíma Kista Elísabetar Bretadrottningar verður í dag flutt frá Buckingham höll og yfir í Westminster Hall, þar sem hún mun liggja í fjóra daga. Karl III Bretakonungur og synir hans Vilhjálmur og Harry munu fylgja kistunni fótgangandi. Með þeim munu ganga systkini Karls; Anna, Andrés og Játvarður. 14. september 2022 07:21