„Gunnar Smári getur líklega lagt niður flokkinn sinn með þessu áframhaldi“ Snorri Másson skrifar 15. september 2022 09:00 Sigríður Á. Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra segir of langt gengið í aukinni skattlagningu með nýju fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar. Svo langt gengið raunar, að óhætt væri fyrir sósíalista að segja þetta gott, enda erindið þrotið. Gunnar Smári Egilsson gefur lítið fyrir þetta og segir nú lag að hækka bankaskatt og sækja gróðann sem þar hafi myndast. Farið var sviðið á nýjum þingvetri í Íslandi í dag í gær og einnig fjallað um margt annað en hér er vísað til. Umræður Sigríðar og Gunnars má sjá í innslaginu hér að ofan, þær hefjast snemma í myndbrotinu. Gert er ráð fyrir að 89 milljarða króna halli verði á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári. Sigríður Andersen segir þetta vekja áhyggjur. „Skuldir ríkissjóðs virðast komnar á par við það sem var eftir hrun. Mér hugnast það ekki; Gunnar Smári getur líklega lagt niður flokkinn sinn með þessu áframhaldi; við erum að stefna í mikil ríkisútgjöld, alltof mikil að mínu mati. Það hefði mátt vera þarna meira aðhald,“ segir Sigríður. Líflegar umræður urðu í Íslandi í dag þegar rætt var um fjárlög og svo yfirvofandi stjórnmálakreppu í Evrópu vegna orkumála.Vísir/Arnar Á móti segir Gunnar Smári: „Eins og þetta er kynnt er Covid búið og við komin út úr því. Samt er 90 milljarða gat. Hvað þýðir það? Annaðhvort þarftu, Sigríður myndi vilja það, skera niður um 90 milljarða, það er gríðarlegur niðurskurður. Eða hækka skatta og sækja til þeirra sem hafa auðgast á bólunni.“ Sigríður segir aftur á móti útilokað fyrir hagkerfi að skattleggja sig til hagsældar. „Því miður gengur þetta frumvarp nokkuð langt í að setja nýja skatta,“ segir Sigríður. Gunnar Smári segir frumvarpið ekki fara þá leið að sækja skatta til þeirra sem hafa auðgast. „Ef við skoðum venjulegt fólk í basli, sem til dæmis flúði Reykjavík til að kaupa sér húsnæði á Akranesi. Seðlabankastjórinn er að hækka vaxtagreiðslurnar á þetta fólk. Svo kemur Bjarni Ben, lækkar vaxtabæturnar, leggur á kílómetragjald ef þeir eru á rafmagnsbíl og hækkar bensínið ef þau eru á bensínbíl og svo ætlar Sigurður Ingi að koma og rukka þau fara í gegnum göngin,“ segir Gunnar Smári. Vísir/Arnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Ísland í dag Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir „Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“ Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung. 14. september 2022 14:28 Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. 14. september 2022 06:59 Takk fyrir ekkert, segja andvaka veitingamenn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda. 13. september 2022 20:44 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
Farið var sviðið á nýjum þingvetri í Íslandi í dag í gær og einnig fjallað um margt annað en hér er vísað til. Umræður Sigríðar og Gunnars má sjá í innslaginu hér að ofan, þær hefjast snemma í myndbrotinu. Gert er ráð fyrir að 89 milljarða króna halli verði á heildarafkomu ríkissjóðs á næsta ári. Sigríður Andersen segir þetta vekja áhyggjur. „Skuldir ríkissjóðs virðast komnar á par við það sem var eftir hrun. Mér hugnast það ekki; Gunnar Smári getur líklega lagt niður flokkinn sinn með þessu áframhaldi; við erum að stefna í mikil ríkisútgjöld, alltof mikil að mínu mati. Það hefði mátt vera þarna meira aðhald,“ segir Sigríður. Líflegar umræður urðu í Íslandi í dag þegar rætt var um fjárlög og svo yfirvofandi stjórnmálakreppu í Evrópu vegna orkumála.Vísir/Arnar Á móti segir Gunnar Smári: „Eins og þetta er kynnt er Covid búið og við komin út úr því. Samt er 90 milljarða gat. Hvað þýðir það? Annaðhvort þarftu, Sigríður myndi vilja það, skera niður um 90 milljarða, það er gríðarlegur niðurskurður. Eða hækka skatta og sækja til þeirra sem hafa auðgast á bólunni.“ Sigríður segir aftur á móti útilokað fyrir hagkerfi að skattleggja sig til hagsældar. „Því miður gengur þetta frumvarp nokkuð langt í að setja nýja skatta,“ segir Sigríður. Gunnar Smári segir frumvarpið ekki fara þá leið að sækja skatta til þeirra sem hafa auðgast. „Ef við skoðum venjulegt fólk í basli, sem til dæmis flúði Reykjavík til að kaupa sér húsnæði á Akranesi. Seðlabankastjórinn er að hækka vaxtagreiðslurnar á þetta fólk. Svo kemur Bjarni Ben, lækkar vaxtabæturnar, leggur á kílómetragjald ef þeir eru á rafmagnsbíl og hækkar bensínið ef þau eru á bensínbíl og svo ætlar Sigurður Ingi að koma og rukka þau fara í gegnum göngin,“ segir Gunnar Smári. Vísir/Arnar
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Ísland í dag Sósíalistaflokkurinn Tengdar fréttir „Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“ Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung. 14. september 2022 14:28 Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. 14. september 2022 06:59 Takk fyrir ekkert, segja andvaka veitingamenn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda. 13. september 2022 20:44 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Fleiri fréttir Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Sjá meira
„Það verða færri verkefni og mögulega með minni stuðningi“ Frestun fjárfestingarátaks í kvikmyndagerð þýðir einfaldlega færri verkefni og minni stuðningur að sögn Laufeyjar Guðjónsdóttur, forstöðumanns Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Í nýju fjárlagafrumvarpi er lagt til að fjárframlög til Kvikmyndamiðstöðvar Íslands og Kvikmyndasjóðs lækki um tæpan þriðjung. 14. september 2022 14:28
Stjórnvöld fresta fjárfestingarátaki í kvikmyndagerð Fjárfestingarátak í kvikmyndagerð hér á landi er eitt af því sem fjármálaráðherra hefur lagt til að verði frestað til ársins 2024 til að stemma stigu við verðbólguna. Samkvæmt nýju fjárlagafrumvarpi er gert ráð fyrir lækkun fjárheimilda til Kvikmyndamiðstöðvar um rúmar 50 milljónir króna. 14. september 2022 06:59
Takk fyrir ekkert, segja andvaka veitingamenn Samtök fyrirtækja á veitingamarkaði hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu þar sem þau lýsa yfir gríðarlegum vonbrigðum með fyrirhugaða hækkun áfengisgjalda. 13. september 2022 20:44