Rafbílavæðing mögulega farin að skila árangri Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. september 2022 20:20 Gripið hefur til aðgerða í loftslagsmálum sem búist er við að skili árangri á næstu árum. Vísir/Vilhelm Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um þrjú prósent á milli áranna 2020 og 2021. Vegasamgöngur, fiskiskip og iðragerjun eru stærstu losunarþættirnir. Umhverfisstofnun segir að rafbílavæðingin hafi mögulega skilað árangri og bráðabirgðaniðurstöður gefi góða mynd af losun Íslands. Losun frá vegasamgöngum jókst um fjögur prósent sem Umhverfisstofnun telur helgast af aukningu ferðamanna. Þar hafi rútur og hópbifreiðar skipað stóran sess. Eðli málsins samkvæmt jókst losun vegna flugsamgangna töluvert eða um heil 58 prósent árið 2021. Rafbílavæðing er mögulega farin að skila árangri en heildarfjöldi ekinna kílómetra fólksbíla hefur aukist síðustu ár. Á sama tíma hefur losun þeirra verið að dragast saman, sem Umhverfisstofnun telur að rekja megi til aukinnar notkunar rafbíla. Á grafinu sést aukning í heildarfjölda ekinna kílómetra fólksbíla, á meðan losun minnkar.Umhverfisstofnun Loðnuvertíðin hafði einnig áhrif en losun frá fiskiskipum jókst um 13 prósent árið 2021, miðað við árið á undan. Losunin var rétt undir úthlutuðum heimildum fyrir árið 2021 en samkvæmt bráðabirgðatölum nam losun Íslands árið 2021 4.672 tonnum af koltvísýringsígildum. Með Parísarsáttmálanum hefur Ísland skuldbundið sig til að ná 29 prósent samdrætti í losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir árið 2030. Miðað er við árið 2005 en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands 12 prósentum minni en hún var árið 2005. Umhverfisstofnun telur niðurstöðurnar gefa góða mynd og gert er ráð fyrir betri árangri með auknum aðgerðum í loftslagsmálum. Umhverfismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Viðsnúningur í losun gróðurhúsalofttegunda Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 og nálgast sama stig og fyrir faraldur. 5. júlí 2022 11:26 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Losun frá vegasamgöngum jókst um fjögur prósent sem Umhverfisstofnun telur helgast af aukningu ferðamanna. Þar hafi rútur og hópbifreiðar skipað stóran sess. Eðli málsins samkvæmt jókst losun vegna flugsamgangna töluvert eða um heil 58 prósent árið 2021. Rafbílavæðing er mögulega farin að skila árangri en heildarfjöldi ekinna kílómetra fólksbíla hefur aukist síðustu ár. Á sama tíma hefur losun þeirra verið að dragast saman, sem Umhverfisstofnun telur að rekja megi til aukinnar notkunar rafbíla. Á grafinu sést aukning í heildarfjölda ekinna kílómetra fólksbíla, á meðan losun minnkar.Umhverfisstofnun Loðnuvertíðin hafði einnig áhrif en losun frá fiskiskipum jókst um 13 prósent árið 2021, miðað við árið á undan. Losunin var rétt undir úthlutuðum heimildum fyrir árið 2021 en samkvæmt bráðabirgðatölum nam losun Íslands árið 2021 4.672 tonnum af koltvísýringsígildum. Með Parísarsáttmálanum hefur Ísland skuldbundið sig til að ná 29 prósent samdrætti í losun á beinni ábyrgð Íslands fyrir árið 2030. Miðað er við árið 2005 en samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðum er losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands 12 prósentum minni en hún var árið 2005. Umhverfisstofnun telur niðurstöðurnar gefa góða mynd og gert er ráð fyrir betri árangri með auknum aðgerðum í loftslagsmálum.
Umhverfismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Viðsnúningur í losun gróðurhúsalofttegunda Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 og nálgast sama stig og fyrir faraldur. 5. júlí 2022 11:26 Mest lesið Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Innlent Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Innlent Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Erlent Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Erlent Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Innlent Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Innlent Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Innlent Fleiri fréttir Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Kvikuhlaup hafið og Grindavík rýmd Þreyttur á áreiti og selur Tesluna fyrir slikk Samþykki annarra verði ekki lengur skilyrði fyrir hunda- og kattahaldi Tók upp hníf eftir útistöður við mann á hóteli Síður með ofbeldi barna spretti upp eins og gorkúlur Orkuveitan vill reisa fimmtán vindmyllur Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Sjá meira
Viðsnúningur í losun gróðurhúsalofttegunda Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 3,3% á árinu 2021 og nálgast sama stig og fyrir faraldur. 5. júlí 2022 11:26