Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. Þar segir að þrír hafi verið handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Einn þeirra reyndist þar að auki vera sviptur ökuréttindum. Einn var sektaður fyrir of hraðan akstur en hann mældist á 110 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði eru 80 kílómetrar.
Einn var þá handtekinn vegna gruns um vörslu og sölu fíkniefna. Lögregla lagði hald á efni og fjármuni og er málið nú til rannsóknar. Lögregla þurfti þá að hafa afskipti af konu í annarlegu ástandi sem hafði skemmt bifreið. Lögregla ræddi við málsaðila sem útkjáðu málið.
Tilkynnt var um eld í verksmiðju í Hafnarfirði en búið var að slökkva eldin þegar lögregla og slökkvilið komu á vettvang. Eldurinn hafði komið upp í vinnuvél, sem nú er ónýt, en engar frekari skemmdir urðu vegna eldsins.