Telur söluna á Mílu skapa aukna njósnahættu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. september 2022 06:58 Björn Leví segir söluna á Mílu til erlendra aðila skapa aukna njósnahættu. Vísir/Vilhelm Björn Leví Gunnarsson þingmaður Pírata segir sölu Símans á Mílu til fransks félags skapa njósnahættu. Full ástæða sé til að óttast að erlend njósnastarfsemi muni fylgja sölunni og huga þurfi því betur að öryggismálum. Björn Leví ræðir þetta í Fréttablaðinu í morgun en greint var frá því í gær að Samkeppniseftirlitið hafi samþykkt söluna á Mílu til franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian. Eftirlitið hefur undanfarna mánuði verið í viðræðum við Ardian um breytt skilyrði á kaupunum en frummat eftirlitsins var það að vistaskiptin og tengdir samningar myndu að óbreyttu hindra virka samkeppni. Í kjölfarið endursamdi Síminn við Ardian sem fól meðal annars í sér að gildistími heildsölusamnings milli Mílu og Símans var styttur úr 20 árum í 17 og kaupverðið lækkaði samtals um 8,5 milljarða og verða því 69,5 milljarðar. Innherji, viðskiptavefur Vísis, fjallaði ítarlega um söluna í gær. Björn Leví bendir á í samtali við Fréttablaðið nýleg tilvik erlendra njósna, þegar Bandaríkin fengu leyfi frá öðru ríki til að stinga inn netþjóni til að njósna um Rússa. Full ástæða sé til, að mati þingmannsins, að vera vakandi um slíka hættu. „Ef það er í lagi með reglur og eftirlit er ekkert að óttast. En það er of lítið vitað um stafrænar njósnir sem jafnvel eru dregnar áfram af þjóðríkjum. Við vitum allt of lítið um stærð þessa hernaðar,“ segir Björn Leví í samtali við Fréttablaðið. „Þegar um erlenda aðila er að ræða erum við líka að ræða ítök erlendra stjórnvalda sem koma mögulega að rekstri og hagsmunum.“ Íslenskar eftirlitsstofnanir standi sig ekki sem skyldi. „Almennt séð er eftirlitsiðnaðurinn þannig á Íslandi að það eru settar reglur, en ekkert farið eftir þeim. Ef eitthvað kemst upp er ekkert gert nema kannski setja þá meiri reglur. Ég sé þetta meira og minna í öllum eftirlitsstofnunum hér á landi, það er mikill skortur á ábyrgð.“ Salan á Mílu Öryggis- og varnarmál Netöryggi Píratar Tengdar fréttir SKE samþykkir söluna á Mílu og kaupverðið lækkar í 69,5 milljarða Samkeppniseftirlitið og sjóðastýringarfyrirtækið Ardian hafa náð samkomulagi um þau skilyrði sem verða sett við kaupin á Mílu en erfiðar viðræður hafa staðið yfir milli eftirlitsins og franska félagsins allt frá því í júlí. Forstjóri Símans segist „afskaplega ánægður“ með að söluferlið hafi loksins klárast. 15. september 2022 08:53 Innviðakaup Ljósleiðarans kunna að vekja blendnar tilfinningar hjá Ardian Sýn og Ljósleiðarinn tilkynntu í gær um að náðst hefði samkomulag um einkaviðræður sem lúta að sölu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans. Samið hefur verið um kaupverð að fjárhæð 3 milljarðar króna og gert er ráð fyrir 10 ára þjónustusamningi á milli fyrirtækjanna. 6. september 2022 14:21 Síminn gerir ekki ráð fyrir að frekari breytingum á söluverði Mílu Orri Hauksson, forstjóri Símans, segist gera ráð fyrir því að salan á Mílu klárist án þess að frekari breytingar verði á kaupsamningnum. Þetta kom fram í máli Orra á uppgjörsfundi Símans í morgun. 24. ágúst 2022 09:37 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
Björn Leví ræðir þetta í Fréttablaðinu í morgun en greint var frá því í gær að Samkeppniseftirlitið hafi samþykkt söluna á Mílu til franska sjóðastýringarfyrirtækisins Ardian. Eftirlitið hefur undanfarna mánuði verið í viðræðum við Ardian um breytt skilyrði á kaupunum en frummat eftirlitsins var það að vistaskiptin og tengdir samningar myndu að óbreyttu hindra virka samkeppni. Í kjölfarið endursamdi Síminn við Ardian sem fól meðal annars í sér að gildistími heildsölusamnings milli Mílu og Símans var styttur úr 20 árum í 17 og kaupverðið lækkaði samtals um 8,5 milljarða og verða því 69,5 milljarðar. Innherji, viðskiptavefur Vísis, fjallaði ítarlega um söluna í gær. Björn Leví bendir á í samtali við Fréttablaðið nýleg tilvik erlendra njósna, þegar Bandaríkin fengu leyfi frá öðru ríki til að stinga inn netþjóni til að njósna um Rússa. Full ástæða sé til, að mati þingmannsins, að vera vakandi um slíka hættu. „Ef það er í lagi með reglur og eftirlit er ekkert að óttast. En það er of lítið vitað um stafrænar njósnir sem jafnvel eru dregnar áfram af þjóðríkjum. Við vitum allt of lítið um stærð þessa hernaðar,“ segir Björn Leví í samtali við Fréttablaðið. „Þegar um erlenda aðila er að ræða erum við líka að ræða ítök erlendra stjórnvalda sem koma mögulega að rekstri og hagsmunum.“ Íslenskar eftirlitsstofnanir standi sig ekki sem skyldi. „Almennt séð er eftirlitsiðnaðurinn þannig á Íslandi að það eru settar reglur, en ekkert farið eftir þeim. Ef eitthvað kemst upp er ekkert gert nema kannski setja þá meiri reglur. Ég sé þetta meira og minna í öllum eftirlitsstofnunum hér á landi, það er mikill skortur á ábyrgð.“
Salan á Mílu Öryggis- og varnarmál Netöryggi Píratar Tengdar fréttir SKE samþykkir söluna á Mílu og kaupverðið lækkar í 69,5 milljarða Samkeppniseftirlitið og sjóðastýringarfyrirtækið Ardian hafa náð samkomulagi um þau skilyrði sem verða sett við kaupin á Mílu en erfiðar viðræður hafa staðið yfir milli eftirlitsins og franska félagsins allt frá því í júlí. Forstjóri Símans segist „afskaplega ánægður“ með að söluferlið hafi loksins klárast. 15. september 2022 08:53 Innviðakaup Ljósleiðarans kunna að vekja blendnar tilfinningar hjá Ardian Sýn og Ljósleiðarinn tilkynntu í gær um að náðst hefði samkomulag um einkaviðræður sem lúta að sölu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans. Samið hefur verið um kaupverð að fjárhæð 3 milljarðar króna og gert er ráð fyrir 10 ára þjónustusamningi á milli fyrirtækjanna. 6. september 2022 14:21 Síminn gerir ekki ráð fyrir að frekari breytingum á söluverði Mílu Orri Hauksson, forstjóri Símans, segist gera ráð fyrir því að salan á Mílu klárist án þess að frekari breytingar verði á kaupsamningnum. Þetta kom fram í máli Orra á uppgjörsfundi Símans í morgun. 24. ágúst 2022 09:37 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
SKE samþykkir söluna á Mílu og kaupverðið lækkar í 69,5 milljarða Samkeppniseftirlitið og sjóðastýringarfyrirtækið Ardian hafa náð samkomulagi um þau skilyrði sem verða sett við kaupin á Mílu en erfiðar viðræður hafa staðið yfir milli eftirlitsins og franska félagsins allt frá því í júlí. Forstjóri Símans segist „afskaplega ánægður“ með að söluferlið hafi loksins klárast. 15. september 2022 08:53
Innviðakaup Ljósleiðarans kunna að vekja blendnar tilfinningar hjá Ardian Sýn og Ljósleiðarinn tilkynntu í gær um að náðst hefði samkomulag um einkaviðræður sem lúta að sölu á stofnneti Sýnar til Ljósleiðarans. Samið hefur verið um kaupverð að fjárhæð 3 milljarðar króna og gert er ráð fyrir 10 ára þjónustusamningi á milli fyrirtækjanna. 6. september 2022 14:21
Síminn gerir ekki ráð fyrir að frekari breytingum á söluverði Mílu Orri Hauksson, forstjóri Símans, segist gera ráð fyrir því að salan á Mílu klárist án þess að frekari breytingar verði á kaupsamningnum. Þetta kom fram í máli Orra á uppgjörsfundi Símans í morgun. 24. ágúst 2022 09:37