Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Kristín Ólafsdóttir og Bjarki Sigurðsson skrifa 16. september 2022 12:11 Arnaldur Bárðarson, formaður Prestafélags Íslands. Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. Ummælin sem Arnaldur viðhafði í viðtali við Útvarp sögu vörðuðu mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Í viðtali Arnalds á Útvarpi sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkrikjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Félag prestvigðra kvenna á Íslandi fundaði vegna málsins í Langholtskirkju í gær og sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að Arnaldur segi af sér - vegna viðtalsins og vegna meintra samskipta hans við ónafngreindan þolanda í máli séra Gunnars. Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir í samtali við fréttastofu að sér hafi verið mjög brugðið þegar hann sá yfirlýsinguna í morgun. Félag prestvígðra kvenna sé mjög mikilvægt félag innan Prestafélagsins sjálfs. „Hins vegar verð ég að segja að það sem kemur fram í yfirlýsingunni er byggt á hreinum rangfærslum og lygi. Ég tek svo djúpt í árinni og segi að það sé lygi. Ég hafði ekki samband við þolendur til þess að gera lítið úr trúverðugleika teymisins [teymis þjóðkirkjunnar sem rannakaði mál Gunnars],“ segir Arnaldur. Hann hafi ekki haft samband við þolendur til að gera lítið úr trúverðugleika teymis þjóðkirkjunnar, og ekki heldur kynnt sig sem fulltrúa á vegum biskupsstofu - eins og haldið er fram í yfirlýsingunni. Þá sé það einnig lygi að hann hafi þegar tekið afstöðu með geranda. „Jafnframt er það hrein lygi þolanda að segja að ég hafi þegar tekið afstöðu með gerandanum. Það er ósatt, ég bauð fram aðstoð Prestafélags Íslands og ég benti sérstaklega á varaformann Prestafélagsins og trúnaðarmann félagsins, sem báðar eru konur, sem stuðningsaðila við þennan tiltekna þolanda. En ég get ekki setið undir svona lygaáburði og yfirlýsingin er ómarktæk því hún byggir á rangfærslum.“ Inntur eftir því hvort hann íhugi afsögn segir hann: „Ég íhuga afsögn ef ég nýt ekki trúnaðar kvenna í prestastétt. En ég get ekki gert það á grundvelli lyga eða rangfærslna.“ Hann hafi tekið mjög skýra afstöðu með þolendum í útvarpsviðtalinu. „Þar var ég hreinlega að útskýra hve mikilvægt teymið væri til þess að rannsaka mál. Hins vegar má gagnrýna það að í þessu viðtali fer spyrjandi að spyrja um þetta tiltekna mál en þar hefði ég átt að svara engu til. Þar gengst ég við mínum mistökum,“ segir Arnaldur. „Ég harma þetta uppþot sem orðið hefur, ég hef alltaf talið mig standa með þolendum, ég hef gert það í gegnum 25 ár í prestsskap. Mér finnst það mjög mikilvægt að trúa rödd þeirra en hins vegar er ekki hægt að sætta sig við lygar eða rangfærslur. Jafnvel þó þolendur eigi í hlut.“ Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira
Ummælin sem Arnaldur viðhafði í viðtali við Útvarp sögu vörðuðu mál séra Gunnars Sigurjónssonar, sem verður áminntur fyrir ósæmilega hegðun gagnvart konum á vinnustað hans í Digranes- og Hjallaprestakalli. Í viðtali Arnalds á Útvarpi sögu lét hann þau orð falla að Gunnar sjálfur væri orðinn þolandi í málinu - rannsókn teymis þjóðkrikjunnar hefði tekið alltof langan tíma. Félag prestvigðra kvenna á Íslandi fundaði vegna málsins í Langholtskirkju í gær og sendi frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þess er krafist að Arnaldur segi af sér - vegna viðtalsins og vegna meintra samskipta hans við ónafngreindan þolanda í máli séra Gunnars. Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir í samtali við fréttastofu að sér hafi verið mjög brugðið þegar hann sá yfirlýsinguna í morgun. Félag prestvígðra kvenna sé mjög mikilvægt félag innan Prestafélagsins sjálfs. „Hins vegar verð ég að segja að það sem kemur fram í yfirlýsingunni er byggt á hreinum rangfærslum og lygi. Ég tek svo djúpt í árinni og segi að það sé lygi. Ég hafði ekki samband við þolendur til þess að gera lítið úr trúverðugleika teymisins [teymis þjóðkirkjunnar sem rannakaði mál Gunnars],“ segir Arnaldur. Hann hafi ekki haft samband við þolendur til að gera lítið úr trúverðugleika teymis þjóðkirkjunnar, og ekki heldur kynnt sig sem fulltrúa á vegum biskupsstofu - eins og haldið er fram í yfirlýsingunni. Þá sé það einnig lygi að hann hafi þegar tekið afstöðu með geranda. „Jafnframt er það hrein lygi þolanda að segja að ég hafi þegar tekið afstöðu með gerandanum. Það er ósatt, ég bauð fram aðstoð Prestafélags Íslands og ég benti sérstaklega á varaformann Prestafélagsins og trúnaðarmann félagsins, sem báðar eru konur, sem stuðningsaðila við þennan tiltekna þolanda. En ég get ekki setið undir svona lygaáburði og yfirlýsingin er ómarktæk því hún byggir á rangfærslum.“ Inntur eftir því hvort hann íhugi afsögn segir hann: „Ég íhuga afsögn ef ég nýt ekki trúnaðar kvenna í prestastétt. En ég get ekki gert það á grundvelli lyga eða rangfærslna.“ Hann hafi tekið mjög skýra afstöðu með þolendum í útvarpsviðtalinu. „Þar var ég hreinlega að útskýra hve mikilvægt teymið væri til þess að rannsaka mál. Hins vegar má gagnrýna það að í þessu viðtali fer spyrjandi að spyrja um þetta tiltekna mál en þar hefði ég átt að svara engu til. Þar gengst ég við mínum mistökum,“ segir Arnaldur. „Ég harma þetta uppþot sem orðið hefur, ég hef alltaf talið mig standa með þolendum, ég hef gert það í gegnum 25 ár í prestsskap. Mér finnst það mjög mikilvægt að trúa rödd þeirra en hins vegar er ekki hægt að sætta sig við lygar eða rangfærslur. Jafnvel þó þolendur eigi í hlut.“
Þjóðkirkjan Átök í Digraneskirkju Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Fleiri fréttir Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Sjá meira