Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, segir í samtali við Vísi að önnur þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið á Reykjavíkurflugvelli. Hin hafi verið að flytja veikan sjómann af bát norður af Grímsey til Akureyrar.
Rétt fyrir klukkan fjögur var önnur þyrlan komin á vettvang slyssins en hin rétt ókomin. Gert er ráð fyrir því að flytja þurfi allt að þrjá slasaða til Reykjavíkur með þyrlu. Þá fengust þær upplýsingar hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu að sjúkrabíll með tveimur mönnum um borð hefði verið sendur vestur.
Veginum var lokað vegna slyssins og var hjáleið um veg 540, Hraunhreppsveg en nú hefur vegurinn verið opnaður á ný.
Athugið: Búið er að opna veg 54, Snæfellsnesveg. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) September 16, 2022
Fréttin var síðast uppfærð klukkan 18:59.