Tekist á um ríkiseign á bönkunum á Alþingi Heimir Már Pétursson skrifar 16. september 2022 19:21 Samkvæmt stjórnarsáttmála stendur ekki til að selja ráðandi hlut í Landsbankanum þótt heimild sé til að selja hluti í bankanum í fjárlagafrumvarpinu. Vísir/Vilhelm Þingmaður Viðreisnar telur enga ástæðu fyrir ríkið að halda áfram að eiga hlut í Íslandsbanka og Landsbanka. Hægt væri að leysa út allt að fjögur hundruð milljarða með sölu þeirra til greiðslu skulda. Forsætisráðherra vill hins vegar að ríkið haldi ráðandi eign í Landsbankanum. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Vinstri græn telja skynsamlegt að ríkið eigi Landsbankann áfram.Vísir/Vilhelm Í fjárlagaumræðunni á Alþingi í dag spurði framsóknarþingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í mögulega sölu á því sem eftir væri af eign ríkisins í Íslandsbanka og hluta af nánast 100 prósenta eign ríkisins í Landsbankanum. Forsætisráðherra sagði heimild hafa verið til sölu á hlut í Landsbankanum allt frá árinu 2012 í stjórnartíð Samfylkingar og Vinstri grænna. „Það hefur hins vegar verið afstaða Vinstri grænna um all nokkurt skeið að ríkið eigi að eiga Landsbankann, að við ættum ekki að selja hlut í Landsbankanum. Þess vegna hafa stjórnarsáttmálar, bæði sá síðasti og sá sem við störfum núna samkvæmt, kveðið á um það. Það er vegna þess að við teljum skynsamlegt að ríkið eigi einn banka,“ sagði Katrín. Hins vegar hefðu Vinstri græn ekki sett sig upp á móti sölu Íslandsbanka. Allir væru sennilega sammála um að frekari sala á hlutum í honum færi ekki fram fyrr en skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrri sölu lægi fyrir. stjórnarþingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson lýsti áhyggjum af miklum hagnaði bankanna og aukinni vaxtabyrði heimilanna.Vísir/Vilhelm Ágúst Bjarni sagði mikilvægt að hér á landi væri heilbrigt og fjölbreytt fjármálakerfi. Innan Framsóknarflokksins og víðar hefðu verið ræddar hugmyndir um samfélagsbanka. Bankarnir hefðu skilað gríðarlega miklum hagnaði á síðustu árum, ekki síst nú með aukinni verðbólgu með tilheyrandi auknum kostnaði fyrir heimili landsins. „Er bankakerfið á Íslandi heilbrigt og hliðhollt heimilum og fyrirtækjum,“ spurði stjórnarþingmaðurinn. Katrín sagði margt hafa breyst til batnaðar með auknum kröfum á bankana. Ekki væri sjáanlegt að greiðsluerfiðleikar heimilanna væru að aukast en nauðsynlegt væri að fylgjast vel með því. Sigmar Guðmundsson telur skynsamlegt að selja allan hlut ríkisins í bönkunum og greiða niður skuldir ríkissjóðs.Vísir/Vilhelm Ekki eru allir þeirrar skoðunar að ríkið ætti að eiga Landsbankann áfram. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sagðist ekki skilja hvers vegna fólki þætti það góð hugmynd að ríkið væri í samkeppni við einkaaðila um rekstur banka og það á allt öðrum forsendum en einkaaðilarnir. „Ég skil sjálfur ekki, þegar við erum að tala um stöðu ríkissjóðs eins og hún er núna, af hverju ríkið ætti að halda á 300–400 milljörðum í eign sinni á bönkum — það er hálfur Íslandsbanki og allur Landsbankinn — í stað þess að losa um þetta fé og greiða niður skuldir,“ sagði Sigmar Guðmundsson. Íslenskir bankar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Efnahagsmál Landsbankinn Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir réttlætismál að greitt sé útsvar af fjármagnstekjum Forsætisráðherra segir réttlætismál að þeir sem einungis hafi fjármagnstekjur greiði útsvar til sveitarfélaga. Á næsta ári verði helsta verkefnið að draga úr verðbólgu og styrkja um leið og verja almannaþjónustuna, almannatryggingakerfið og húsnæðismarkaðinn. 16. september 2022 12:17 Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Vinstri græn telja skynsamlegt að ríkið eigi Landsbankann áfram.Vísir/Vilhelm Í fjárlagaumræðunni á Alþingi í dag spurði framsóknarþingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra út í mögulega sölu á því sem eftir væri af eign ríkisins í Íslandsbanka og hluta af nánast 100 prósenta eign ríkisins í Landsbankanum. Forsætisráðherra sagði heimild hafa verið til sölu á hlut í Landsbankanum allt frá árinu 2012 í stjórnartíð Samfylkingar og Vinstri grænna. „Það hefur hins vegar verið afstaða Vinstri grænna um all nokkurt skeið að ríkið eigi að eiga Landsbankann, að við ættum ekki að selja hlut í Landsbankanum. Þess vegna hafa stjórnarsáttmálar, bæði sá síðasti og sá sem við störfum núna samkvæmt, kveðið á um það. Það er vegna þess að við teljum skynsamlegt að ríkið eigi einn banka,“ sagði Katrín. Hins vegar hefðu Vinstri græn ekki sett sig upp á móti sölu Íslandsbanka. Allir væru sennilega sammála um að frekari sala á hlutum í honum færi ekki fram fyrr en skýrsla Ríkisendurskoðunar um fyrri sölu lægi fyrir. stjórnarþingmaðurinn Ágúst Bjarni Garðarsson lýsti áhyggjum af miklum hagnaði bankanna og aukinni vaxtabyrði heimilanna.Vísir/Vilhelm Ágúst Bjarni sagði mikilvægt að hér á landi væri heilbrigt og fjölbreytt fjármálakerfi. Innan Framsóknarflokksins og víðar hefðu verið ræddar hugmyndir um samfélagsbanka. Bankarnir hefðu skilað gríðarlega miklum hagnaði á síðustu árum, ekki síst nú með aukinni verðbólgu með tilheyrandi auknum kostnaði fyrir heimili landsins. „Er bankakerfið á Íslandi heilbrigt og hliðhollt heimilum og fyrirtækjum,“ spurði stjórnarþingmaðurinn. Katrín sagði margt hafa breyst til batnaðar með auknum kröfum á bankana. Ekki væri sjáanlegt að greiðsluerfiðleikar heimilanna væru að aukast en nauðsynlegt væri að fylgjast vel með því. Sigmar Guðmundsson telur skynsamlegt að selja allan hlut ríkisins í bönkunum og greiða niður skuldir ríkissjóðs.Vísir/Vilhelm Ekki eru allir þeirrar skoðunar að ríkið ætti að eiga Landsbankann áfram. Sigmar Guðmundsson þingmaður Viðreisnar sagðist ekki skilja hvers vegna fólki þætti það góð hugmynd að ríkið væri í samkeppni við einkaaðila um rekstur banka og það á allt öðrum forsendum en einkaaðilarnir. „Ég skil sjálfur ekki, þegar við erum að tala um stöðu ríkissjóðs eins og hún er núna, af hverju ríkið ætti að halda á 300–400 milljörðum í eign sinni á bönkum — það er hálfur Íslandsbanki og allur Landsbankinn — í stað þess að losa um þetta fé og greiða niður skuldir,“ sagði Sigmar Guðmundsson.
Íslenskir bankar Alþingi Fjárlagafrumvarp 2023 Efnahagsmál Landsbankinn Salan á Íslandsbanka Íslandsbanki Tengdar fréttir Forsætisráðherra segir réttlætismál að greitt sé útsvar af fjármagnstekjum Forsætisráðherra segir réttlætismál að þeir sem einungis hafi fjármagnstekjur greiði útsvar til sveitarfélaga. Á næsta ári verði helsta verkefnið að draga úr verðbólgu og styrkja um leið og verja almannaþjónustuna, almannatryggingakerfið og húsnæðismarkaðinn. 16. september 2022 12:17 Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58 Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Fleiri fréttir Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Sjá meira
Forsætisráðherra segir réttlætismál að greitt sé útsvar af fjármagnstekjum Forsætisráðherra segir réttlætismál að þeir sem einungis hafi fjármagnstekjur greiði útsvar til sveitarfélaga. Á næsta ári verði helsta verkefnið að draga úr verðbólgu og styrkja um leið og verja almannaþjónustuna, almannatryggingakerfið og húsnæðismarkaðinn. 16. september 2022 12:17
Bjarni segir markmið fjárlaga að styðja heimilin og vinna gegn verðbólgu Fjármálaráðherra segir markmið fjárlagafrumvarps næsta árs að styðja við heimilin í landinu, vinna gegn verðbólgu og byggja upp styrk ríkissjóðs. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjárlaganefnd segir aukna flata skattheimtu fyrst og fremst bitna á þeim tekjulægstu og halda aftur að nauðsynlegri innviðauppbyggingu. 15. september 2022 11:58
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?