Hugrún Pálsdóttir og Murielle Tiernan skoruðu mörk Tindastóls á meðan Kristin Schnurr og Berglind Þrastardóttir skoruðu mörk FH. Vigdís Edda Friðriksdóttir fékk rautt spjald í liði FH um miðbik síðari hálfleiks en heimaliðið náði ekki að nýta liðsmuninn, lokatölur 2-2.
Jafnteflið þýðir að FH vinnur deildina og tókst að fara í gegnum tímabilið án þess að tapa leik. FH endar í 1. sæti með 42 stig á meðan Tindastóll endar í 2. sæti með 41 stig.
Önnur úrslit
Fylkir 2-1 Grindavík
HK 1-1 Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir
Haukar 0-3 Augnablik
Víkingur 6-1 Fjölnir