Fyrst dó Guð svo ástin Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 18. september 2022 08:00 Tæknin virðist hafa tekið yfir ástarlíf flestra. Framkvæmdastjóri íslenska stefnumótaforritsins Smitten segir 60 til 70 prósent nýrra sambanda í dag hefjast með kynnum á slíkum forritum. getty/emilija manevska „Guð er dáinn,” sagði þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche og vildi þannig lýsa hnignun grundvallarviðhorfa og gilda í 19. aldar samfélagi, sem höfðu lengi byggst á föstum trúarskoðunum. Nú 150 árum síðar slengja sumir félagsfræðingar því sama fram um ástina. Og það er tæknibyltingin sem er að drepa hana að þeirra mati. „Eva Eluz sem hefur stundað rannsóknir á þessu sviði í mörg ár, hún einfaldlega segir að ástin sé að deyja út. Allavega eins og við þekkjum hana; hún byggir á skuldbindingu, sérstöðu og því að þú sért að hugsa ástina út frá einhverjum varanleika,“ segir Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands. Berglind Rós segir ástarfræðin hafa rutt sér til rúms á síðustu árum. Þau séu að vekja æ meiri athygli hér innanlands.vísir/arnar Upp á síðkastið hefur hún stundað rannsóknir á ástar- og stefnumótamenningu Íslendinga og sérstaklega einblínt á áhrif hinna ýmsu smáforrita á hana. Tinder, vinsælasta stefnumótaforrit í heimi er 10 ára gamalt í ár. „Í rannsóknum mínum hefur alveg komið fram að barinn er svoldið að detta út og það þykir jafnvel hálfdónalegt að vinda sér svona upp að fólki þar án þess að hafa sent fyrst skilaboð á Messenger eða hafa undirbyggt einhvers konar kynningu eða kynni áður. Og þetta er auðvitað talsvert mikil breyting,“ segir Berglind. Tæknin hefur tekið yfir og þar gilda ekki sömu reglur. En hvaða áhrif hefur þetta á kynnin og jafnvel sjálf samböndin? Berglind segir greinilegt að eftir komu tækninnar, kannski með hraða samfélagsins, hafi fólk orðið mun andsnúnara hugmyndinni um skuldbindingu. Skilnaðartölur aukast og aukast og ástarsambönd verða styttri en áður. „Fólk er kannski minna en áður að gefa ýmsu séns sem það hefði kannski gefið áður og kannski leyfa hlutum að þróast í langan tíma,“ segir Berglind. Meirihluti sambanda hefst í forriti Smitten er íslenskt stefnumótaforrit sem hefur raunar tekið fram úr Tinder hér á landi hjá yngsta aldurshópnum. Framkvæmdastjóri þess er ekki sammála um að hér sé vegið að ástinni. Þvert á móti bjóði forrit sem þessi fólki upp á mun meiri möguleika í sínu ástarlífi. „Í dag þá geturðu verið að skoða þúsundir, jafnvel hundrað þúsund manns á einum mánuði. Þannig þú ert að stækka dáldið netið þitt, og síðan hvort það sé rómantískara eða ekki, ég meina það fer bara svoldið eftir því að hverju þú ert að leita. Og í lokinn ef þú finnur þessa einu manneskju sem þú ert að leita að þá er það mjög rómantískt,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Smitten. Davíð Örn segir fólk nota Smitten í allavega tilgangi; í leit að bólfélaga eða jafnvel sjálfri ástinni.vísir/arnar „Það er líklegra í dag að þú kynnist þínum maka á stefnumótaforriti heldur en að þú rekist á einhverja manneskju í Bónus eða í bænum eða hvar sem er. Það er talað um meira að segja að þetta sé að nálgast 60 til 70 prósent af öllum samböndum. Þau eru að gerast á stefnumótaforritum.“ Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Sjá meira
„Eva Eluz sem hefur stundað rannsóknir á þessu sviði í mörg ár, hún einfaldlega segir að ástin sé að deyja út. Allavega eins og við þekkjum hana; hún byggir á skuldbindingu, sérstöðu og því að þú sért að hugsa ástina út frá einhverjum varanleika,“ segir Berglind Rós Magnúsdóttir, prófessor við Háskóla Íslands. Berglind Rós segir ástarfræðin hafa rutt sér til rúms á síðustu árum. Þau séu að vekja æ meiri athygli hér innanlands.vísir/arnar Upp á síðkastið hefur hún stundað rannsóknir á ástar- og stefnumótamenningu Íslendinga og sérstaklega einblínt á áhrif hinna ýmsu smáforrita á hana. Tinder, vinsælasta stefnumótaforrit í heimi er 10 ára gamalt í ár. „Í rannsóknum mínum hefur alveg komið fram að barinn er svoldið að detta út og það þykir jafnvel hálfdónalegt að vinda sér svona upp að fólki þar án þess að hafa sent fyrst skilaboð á Messenger eða hafa undirbyggt einhvers konar kynningu eða kynni áður. Og þetta er auðvitað talsvert mikil breyting,“ segir Berglind. Tæknin hefur tekið yfir og þar gilda ekki sömu reglur. En hvaða áhrif hefur þetta á kynnin og jafnvel sjálf samböndin? Berglind segir greinilegt að eftir komu tækninnar, kannski með hraða samfélagsins, hafi fólk orðið mun andsnúnara hugmyndinni um skuldbindingu. Skilnaðartölur aukast og aukast og ástarsambönd verða styttri en áður. „Fólk er kannski minna en áður að gefa ýmsu séns sem það hefði kannski gefið áður og kannski leyfa hlutum að þróast í langan tíma,“ segir Berglind. Meirihluti sambanda hefst í forriti Smitten er íslenskt stefnumótaforrit sem hefur raunar tekið fram úr Tinder hér á landi hjá yngsta aldurshópnum. Framkvæmdastjóri þess er ekki sammála um að hér sé vegið að ástinni. Þvert á móti bjóði forrit sem þessi fólki upp á mun meiri möguleika í sínu ástarlífi. „Í dag þá geturðu verið að skoða þúsundir, jafnvel hundrað þúsund manns á einum mánuði. Þannig þú ert að stækka dáldið netið þitt, og síðan hvort það sé rómantískara eða ekki, ég meina það fer bara svoldið eftir því að hverju þú ert að leita. Og í lokinn ef þú finnur þessa einu manneskju sem þú ert að leita að þá er það mjög rómantískt,“ segir Davíð Örn Símonarson, framkvæmdastjóri Smitten. Davíð Örn segir fólk nota Smitten í allavega tilgangi; í leit að bólfélaga eða jafnvel sjálfri ástinni.vísir/arnar „Það er líklegra í dag að þú kynnist þínum maka á stefnumótaforriti heldur en að þú rekist á einhverja manneskju í Bónus eða í bænum eða hvar sem er. Það er talað um meira að segja að þetta sé að nálgast 60 til 70 prósent af öllum samböndum. Þau eru að gerast á stefnumótaforritum.“
Ástin og lífið Samfélagsmiðlar Tímamót Mest lesið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bíó og sjónvarp Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Lífið Fleiri fréttir Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Sjá meira
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið