Segir að heimsfaraldrinum sé lokið Atli Ísleifsson skrifar 19. september 2022 06:34 Joe Biden Bandaríkjaforseti var í viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 Minutes í gærkvöldi. AP Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að kórónuveiran sé enn vandamál en að staðan hafi breyst og að heimsfaraldrinum sé lokið. Þetta sagði Biden í viðtali við bandaríska fréttaskýringaþáttinn 60 Minutes sem sýndur var í gær. Dauðsföllum í Bandaríkjunum vegna Covid-19 hefur fækkað mikið síðustu mánuði og látast þannig nokkur hundruð manns vestanhafs af völdum Covid-19 á hverjum degi. „Við eigum enn í vandræðum með Covid. Við leggjum enn mikla vinnu í þetta. En heimsfaraldrinum er lokið. Þú tekur eftir því að allir eru hættir að nota grímu. Allir virðast vera í ágætu standi svo ég tel stöðuna vera að breytast,“ sagði forsetinn. Endalok faraldursins „í augsýn“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO lýsti því yfir í síðustu viku að endalok heimsfaraldursins væri „í augsýn“ eftir að tilkynnt var að vikuleg dauðsföll vegna veirunnar hafi ekki verið færri frá því í mars 2020. Skráð dauðsföll vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum eru nú um fjögur hundruð á dag samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Biden hefur óskað eftir að Bandaríkjaþing samþykki 22,4 milljarða dala aukafjárveitingu til að geta brugðist við, fari svo að tilfellum fjölgi verulega á ný yfir vetrarmánuðina. „Algerlega ábyrgðarlaust“ Í viðtalinu, sem sjá má að neðan, ræddi Biden einnig forvera sinn í embætti, Donald Trump, og sérstaklega hvernig sá hafi geymt trúnaðarskjöl á heimili sínum í Mar-a-Lago í Flórída. Sagði hann það hafa verið „algerlega ábyrgðarlaust“. Biden sagði að hann hafi ekki fengið upplýsingar um hvaða gögn nákvæmlega hafi fundist á heimili Trumps. Hann hafi ekki óskað sérstaklega eftir slíku þar sem hann vilji ekki skipta sér af því hvort að rétt sé fyrir dómsmálaráðuneyti landsins að grípa til sérstara aðgerða vegna málsins eður ei. Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41 Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. 13. september 2022 14:31 Enn bætist á vandræði Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, til rannsóknar. Sérstaklega er verið að skoða hvernig peningum hefur verið safnað í „Save America“ sjóðinn og hvernig þeim hefur verið varið. 9. september 2022 22:31 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Sjá meira
Þetta sagði Biden í viðtali við bandaríska fréttaskýringaþáttinn 60 Minutes sem sýndur var í gær. Dauðsföllum í Bandaríkjunum vegna Covid-19 hefur fækkað mikið síðustu mánuði og látast þannig nokkur hundruð manns vestanhafs af völdum Covid-19 á hverjum degi. „Við eigum enn í vandræðum með Covid. Við leggjum enn mikla vinnu í þetta. En heimsfaraldrinum er lokið. Þú tekur eftir því að allir eru hættir að nota grímu. Allir virðast vera í ágætu standi svo ég tel stöðuna vera að breytast,“ sagði forsetinn. Endalok faraldursins „í augsýn“ Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin WHO lýsti því yfir í síðustu viku að endalok heimsfaraldursins væri „í augsýn“ eftir að tilkynnt var að vikuleg dauðsföll vegna veirunnar hafi ekki verið færri frá því í mars 2020. Skráð dauðsföll vegna kórónuveirunnar í Bandaríkjunum eru nú um fjögur hundruð á dag samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Biden hefur óskað eftir að Bandaríkjaþing samþykki 22,4 milljarða dala aukafjárveitingu til að geta brugðist við, fari svo að tilfellum fjölgi verulega á ný yfir vetrarmánuðina. „Algerlega ábyrgðarlaust“ Í viðtalinu, sem sjá má að neðan, ræddi Biden einnig forvera sinn í embætti, Donald Trump, og sérstaklega hvernig sá hafi geymt trúnaðarskjöl á heimili sínum í Mar-a-Lago í Flórída. Sagði hann það hafa verið „algerlega ábyrgðarlaust“. Biden sagði að hann hafi ekki fengið upplýsingar um hvaða gögn nákvæmlega hafi fundist á heimili Trumps. Hann hafi ekki óskað sérstaklega eftir slíku þar sem hann vilji ekki skipta sér af því hvort að rétt sé fyrir dómsmálaráðuneyti landsins að grípa til sérstara aðgerða vegna málsins eður ei.
Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Donald Trump Tengdar fréttir Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41 Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. 13. september 2022 14:31 Enn bætist á vandræði Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, til rannsóknar. Sérstaklega er verið að skoða hvernig peningum hefur verið safnað í „Save America“ sjóðinn og hvernig þeim hefur verið varið. 9. september 2022 22:31 Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Fleiri fréttir Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Mun bíða Pútíns í Tyrklandi á fimmtudag Vilja leggja réttarríkið til hliðar „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Vopnahléið heldur en vígahugur ríkir enn Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Vopnahlé í höfn milli Indlands og Pakistans Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Sjá meira
Fundu leynigögn um kjarnorkuvopn á heimili Trumps Eitt af þeim skjölum sem fannst við húsleit bandarísku alríkislögreglunnar FBI á heimili Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta í Mar-a-Lago á Flórída, geymdi háleynilegar upplýsingar um kjarnorkuvopn erlends ríkis. 7. september 2022 06:41
Sammála um dómara sem getur farið yfir leynigögnin Saksóknarar dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna lýstu því yfir í gær að þeir væru ekki mótfallnir tillögu lögmanna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, um að fyrrverandi alríkisdómari verði skipaður til að fara yfir gögnin úr Mar-a-Lago og segja til um hvað tilheyri Trump og hvað ekki. 13. september 2022 14:31
Enn bætist á vandræði Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur kosningasjóð Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, til rannsóknar. Sérstaklega er verið að skoða hvernig peningum hefur verið safnað í „Save America“ sjóðinn og hvernig þeim hefur verið varið. 9. september 2022 22:31