Fjölskyldan stjörf er hann fékk rautt eftir tuttugu sekúndna frumraun Sindri Sverrisson skrifar 19. september 2022 08:32 Shoya Nakajima virtist varla trúa eigin augum þegar hann var rekinn af velli en mamma hans brast í grát. Skjáskot/BEIN Japanski landsliðsmaðurinn Shoya Nakajima átti sannkallaða martraðarbyrjun í fyrsta heimaleik sínum fyrir tyrkneska liðið Antalyaspor. Nakajima var sendur inn á til að hjálpa sínu liði í erfiðum leik gegn liði Birkis Bjarnasonar, Adana Demirspor, eftir sextíu mínútna leik. Japaninn náði hins vegar bara að vera inni á vellinum í um 20 sekúndur áður en hann var rekinn af velli fyrir tæklingu, eins og sjá má hér að neðan. Shoya Nakajima makes his debut for Antalyaspor On the pitch for no longer than 20 seconds before committing a late tackle... ...for which he's shown a straight red card after VAR And the broadcaster had a camera on his family/friends pic.twitter.com/6fcKfOVIqx— x - Dan Orlowitz (@aishiterutokyo) September 18, 2022 Dómarinn ætlaði að vísu í fyrstu aðeins að sýna Nakajima gult spjald en eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi lyfti hann rauða spjaldinu. Þar með voru leikmenn Antalyaspor aðeins níu gegn tíu, því Soner Aydogdu hafði fengið rautt spjald strax á áttundu mínútu og gestirnir misst mann af velli rétt fyrir hálfleik. Liðsfélagar Birkis, sem sat á varamannabekknum, unnu að lokum auðveldan 3-0 sigur. Fjölskylda Nakajima var á meðal áhorfenda í fyrsta heimaleiknum hans og tyrknesku sjónvarpsmennirnir voru búnir að finna hana þegar rauða spjaldið fór á loft. Í stað þess að geta sýnt stolta móður og aðra fjölskyldumeðlimi fylgdist fjölskyldan stjörf með því sem á gekk og á endanum grúfði móðirin andlitið í höndum sér. Nakajima, sem er 28 ára, kom ókeypis til Antalyaspor eftir að hafa orðið samningslaus hjá portúgalska félaginu Portimonense í sumar. Hann hefur einnig spilað með Porto, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Katar, og heima í Japan. Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira
Nakajima var sendur inn á til að hjálpa sínu liði í erfiðum leik gegn liði Birkis Bjarnasonar, Adana Demirspor, eftir sextíu mínútna leik. Japaninn náði hins vegar bara að vera inni á vellinum í um 20 sekúndur áður en hann var rekinn af velli fyrir tæklingu, eins og sjá má hér að neðan. Shoya Nakajima makes his debut for Antalyaspor On the pitch for no longer than 20 seconds before committing a late tackle... ...for which he's shown a straight red card after VAR And the broadcaster had a camera on his family/friends pic.twitter.com/6fcKfOVIqx— x - Dan Orlowitz (@aishiterutokyo) September 18, 2022 Dómarinn ætlaði að vísu í fyrstu aðeins að sýna Nakajima gult spjald en eftir að hafa skoðað atvikið á myndbandi lyfti hann rauða spjaldinu. Þar með voru leikmenn Antalyaspor aðeins níu gegn tíu, því Soner Aydogdu hafði fengið rautt spjald strax á áttundu mínútu og gestirnir misst mann af velli rétt fyrir hálfleik. Liðsfélagar Birkis, sem sat á varamannabekknum, unnu að lokum auðveldan 3-0 sigur. Fjölskylda Nakajima var á meðal áhorfenda í fyrsta heimaleiknum hans og tyrknesku sjónvarpsmennirnir voru búnir að finna hana þegar rauða spjaldið fór á loft. Í stað þess að geta sýnt stolta móður og aðra fjölskyldumeðlimi fylgdist fjölskyldan stjörf með því sem á gekk og á endanum grúfði móðirin andlitið í höndum sér. Nakajima, sem er 28 ára, kom ókeypis til Antalyaspor eftir að hafa orðið samningslaus hjá portúgalska félaginu Portimonense í sumar. Hann hefur einnig spilað með Porto, í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og Katar, og heima í Japan.
Fótbolti Tyrkneski boltinn Mest lesið Ungu strákarnir mætast í úrslitaleiknum á HM í pilu Sport Luke „the Nuke“ Littler í úrslitaleikinn þriðja árið í röð Sport Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Enski boltinn Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth Enski boltinn Fann liðsfélaga sinn látinn Sport Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Enski boltinn Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Nýja árið byrjaði á flengingu á heimavelli Körfubolti Searle vann fyrsta settið á móti Littler Sport Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Fótbolti Fleiri fréttir Skírður í sjónum á ströndinni í Bournemouth AC Milan hoppaði upp fyrir nágranna sína og í toppsætið Segja að Liverpool líti á Harvey Elliott sem vandamál Aston Villa Amorim segir að engar viðræður séu í gangi Al Amri stal sviðsljósinu af Ronaldo og Toney tók frá honum stigin Losnar Sterling úr frystikistunni hjá Chelsea? Settir í bann frá landsliðinu nema þeir semji fyrst í Argentínu Brennan Johnson er orðinn leikmaður Crystal Palace „Þú færð ekkert fyrir að vera heiðarlegur“ Berst við krabbamein „Bara plástur á sár, hann mun ekki vera þarna í mörg ár“ Ungur varnarmaður sagður á leið til Liverpool Sjáðu mörkin sem voru skoruð á nýársdag Færir sig um set í Lundúnum Ungur leikmaður Metz slasaðist í sprengingunni Skilur baulið hjá stuðningsmönnum vel Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City „Mjög svekkjandi“ Líklegast að Chelsea ráði stjóra Strassborg Fyrsta mark Mateta í langan tíma dugði ekki Palace til að taka öll stigin Bitlausir meistarar byrjuðu árið á því að tapa stigum á heimavelli Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Sjáðu Mateta skora fyrsta mark ársins 2026 Biðin mikla hjá Unai Emery tók aðeins nokkrar sekúndur Tók báða Íslendingana út af í hálfleik „Ekki jólin sem ég bjóst við“ Ríkisstjórn Gabon setti fótboltalandsliðið sitt í bann Andri Lucas missti af þriðja leiknum í röð og áfram markaleysi án hans Sjá meira