Í upphafi þingvetrar Steinunn Þóra Árnadóttir skrifar 19. september 2022 10:01 Við upphaf nýs þingvetrar er að mörgu að hyggja, bæði hér heimafyrir og á alþjóðavísu. Efnahagsmálin munu koma til að vega þungt. Það er nauðsynlegt að ná tökum á verðbólgunni. Sem betur fer er atvinnuástand gott og allar mælingar sýna að heimilin standa almennt vel. Kjör þeirra sem hafa lágar upphæðir sér til framfærslu þarf hins vegar að halda áfram að bæta og meðan við glímum við verðbólgu er nauðsynlegt að halda áfram að styðja við þau sem minnsta svigrúmið hafa til að mæta henni. Nauðsynlegt er að halda áfram að efla velferðarkerfið og alla almannaþjónustu. Nú þegar er farinn að sjást árangur af félagslegum áherslum stjórnvalda í húsnæðismálum en betur má ef duga skal og enn frekari uppbygging er fram undan. Vegið hefur verið að réttindum kvenna og hinseginfólks víða erlendis. Niðrandi og hatursfull ummæli hafa einnig aukist hér heima. Á komandi þingvetri er mikilvægt að standa vörð um mannréttindi og hafa kynjagleraugun á í öllum málum og allri vinnu. Það eru hörmungar víða vegna stríðsátaka. Það sem er næst okkur er innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Við þurfum að leggja okkar af mörkum með mannúðaraðstoð og taka vel á móti fólki á flótta. Loftslagsmálin verða að vera í brennidepli á komandi þingvetri. Við sáum í sumar hvernig áhrifa þeirra er farið að gæta úti í heimi með miklum hitum og hamfaraflóðum. Hér á Íslandi þurfum við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það gerum við með grænum umskiptum. Náttúruvernd er að sama skapi mikilvæg og við verðum að leggja áherslu á og standa vörð um líffræðilega fjölbreytni. Á Alþingi verðum við að flétta græna og lofslagsvæna hugsun inn í alla okkar ákvörðunartöku. Það sama gildir um atvinnulífið. Umskiptin verða jafnframt að vera réttlát og í almannaþágu. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir Reykjavíkurkjördæmi Norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Steinunn Þóra Árnadóttir Vinstri græn Alþingi Hinsegin Mest lesið „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Hallgrímur, málið snýst því miður ekki bara um kebab Snorri Másson Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Nýtt upphaf! Guðmundur Árni Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Skortur á metnaði í loftslagsmálum Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar Skoðun Orðræða mótar menningu – og menningin mótar okkur öll Jóhanna Bárðardóttir skrifar Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Við upphaf nýs þingvetrar er að mörgu að hyggja, bæði hér heimafyrir og á alþjóðavísu. Efnahagsmálin munu koma til að vega þungt. Það er nauðsynlegt að ná tökum á verðbólgunni. Sem betur fer er atvinnuástand gott og allar mælingar sýna að heimilin standa almennt vel. Kjör þeirra sem hafa lágar upphæðir sér til framfærslu þarf hins vegar að halda áfram að bæta og meðan við glímum við verðbólgu er nauðsynlegt að halda áfram að styðja við þau sem minnsta svigrúmið hafa til að mæta henni. Nauðsynlegt er að halda áfram að efla velferðarkerfið og alla almannaþjónustu. Nú þegar er farinn að sjást árangur af félagslegum áherslum stjórnvalda í húsnæðismálum en betur má ef duga skal og enn frekari uppbygging er fram undan. Vegið hefur verið að réttindum kvenna og hinseginfólks víða erlendis. Niðrandi og hatursfull ummæli hafa einnig aukist hér heima. Á komandi þingvetri er mikilvægt að standa vörð um mannréttindi og hafa kynjagleraugun á í öllum málum og allri vinnu. Það eru hörmungar víða vegna stríðsátaka. Það sem er næst okkur er innrásarstríð Rússlands í Úkraínu. Við þurfum að leggja okkar af mörkum með mannúðaraðstoð og taka vel á móti fólki á flótta. Loftslagsmálin verða að vera í brennidepli á komandi þingvetri. Við sáum í sumar hvernig áhrifa þeirra er farið að gæta úti í heimi með miklum hitum og hamfaraflóðum. Hér á Íslandi þurfum við að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og það gerum við með grænum umskiptum. Náttúruvernd er að sama skapi mikilvæg og við verðum að leggja áherslu á og standa vörð um líffræðilega fjölbreytni. Á Alþingi verðum við að flétta græna og lofslagsvæna hugsun inn í alla okkar ákvörðunartöku. Það sama gildir um atvinnulífið. Umskiptin verða jafnframt að vera réttlát og í almannaþágu. Höfundur er þingmaður Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir Reykjavíkurkjördæmi Norður.
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Skoðun Eru stjórnarandstæðingar viljandi að misskilja samsköttun? Þórhallur Valur Benónýsson skrifar
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley Skoðun