Alex Freyr eftirsóttur á ný: Fram neitaði tilboði Breiðabliks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. september 2022 16:01 Alex Freyr Elísson (t.h.) verst hér Adam Ægi Pálssyni í leik Fram og Keflavíkur á dögunum. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik, topplið Bestu deildar karla í fótbolta, á að hafa borið víurnar í Alex Frey Elísson, leikmann Fram. Var tilboðinu neitað um hæl. Frá þessu er greint í hlaðvarpinu Dr. Football en ekki kemur fram nákvæmlega hvenær tilboð Breiðabliks barst á borð Framara. Samkvæmt heimildum Vísis hafði Breiðablik samband við Fram þegar félagaskiptaglugginn var opinn en ekki á að hafa borist formlegt tilboð í hægri bakvörðinn. Hinn 24 ára gamli Alex Freyr er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en fyrir yfirstandi tímabil vildu Íslands- og bikarmeistarar Víkings ólmir fá hann í sínar raðir. Raunar gekk það svo langt að Jón Sveinsson, þjálfari Fram, staðfesti að leikmaðurinn myndi leika með Víkingum: „Alex Freyr er að fara frá okkur. Ég veit ekki af hverju Víkingur er að tefja það að gefa það út. Staðan er því miður þannig, það er sárt að sjá á eftir honum. Hann er svo sem ekki fyrsti maðurinn til að fara á milli þessara tveggja félaga. Svo kemur bara í ljós hversu góð eða slæm ákvörðun það.“ Eitthvað gekk þó ekki upp og á endanum ákvað Alex Freyr að endursemja við uppeldisfélag sitt út tímabilið 2023. Það er því ljóst að ef Breiðablik vill fá leikmanninn í sínar raðir í vetur þá þurfa að opna veskið. Alex Freyr hefur skorað tvö mörk í Bestu deildinni í sumar og nælt sér í átta gul spjöld. Talið er nær öruggt að Höskuldur Gunnlaugsson, hægri bakvörður og fyrirliði Breiðabliks, muni reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýjan leik eftir að tímabilinu hér á landi lýkur. Höskuldur, sem er í dag 27 ára, lék sem atvinnumaður með sænska félaginu Halmstad frá 2017 til 2019. Virðast Blikar horfa upp í Úlfarsárdal í leit að eftirmanni Höskulds og gæti farið svo að Alex Freyr leiki í grænu á næstu leiktíð en ekki bláu líkt og hann hefur gert allan sinn feril. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fram Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
Frá þessu er greint í hlaðvarpinu Dr. Football en ekki kemur fram nákvæmlega hvenær tilboð Breiðabliks barst á borð Framara. Samkvæmt heimildum Vísis hafði Breiðablik samband við Fram þegar félagaskiptaglugginn var opinn en ekki á að hafa borist formlegt tilboð í hægri bakvörðinn. Hinn 24 ára gamli Alex Freyr er á sínu fyrsta tímabili í efstu deild en fyrir yfirstandi tímabil vildu Íslands- og bikarmeistarar Víkings ólmir fá hann í sínar raðir. Raunar gekk það svo langt að Jón Sveinsson, þjálfari Fram, staðfesti að leikmaðurinn myndi leika með Víkingum: „Alex Freyr er að fara frá okkur. Ég veit ekki af hverju Víkingur er að tefja það að gefa það út. Staðan er því miður þannig, það er sárt að sjá á eftir honum. Hann er svo sem ekki fyrsti maðurinn til að fara á milli þessara tveggja félaga. Svo kemur bara í ljós hversu góð eða slæm ákvörðun það.“ Eitthvað gekk þó ekki upp og á endanum ákvað Alex Freyr að endursemja við uppeldisfélag sitt út tímabilið 2023. Það er því ljóst að ef Breiðablik vill fá leikmanninn í sínar raðir í vetur þá þurfa að opna veskið. Alex Freyr hefur skorað tvö mörk í Bestu deildinni í sumar og nælt sér í átta gul spjöld. Talið er nær öruggt að Höskuldur Gunnlaugsson, hægri bakvörður og fyrirliði Breiðabliks, muni reyna fyrir sér í atvinnumennsku á nýjan leik eftir að tímabilinu hér á landi lýkur. Höskuldur, sem er í dag 27 ára, lék sem atvinnumaður með sænska félaginu Halmstad frá 2017 til 2019. Virðast Blikar horfa upp í Úlfarsárdal í leit að eftirmanni Höskulds og gæti farið svo að Alex Freyr leiki í grænu á næstu leiktíð en ekki bláu líkt og hann hefur gert allan sinn feril.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Breiðablik Fram Mest lesið „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Fótbolti Tia-Clair Toomey í sömu sporum og Anníe Mist Sport Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira