Eldur kom upp í þaki Lava Show Bjarki Sigurðsson og Atli Ísleifsson skrifa 20. september 2022 06:46 Frá aðgerðum slökkviliðsins í nótt. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu Eldur kom upp í þaki húsnæðis Lava Show við Fiskislóð í Reykjavík í nótt. Eldurinn sjálfur var ekki mikill en töluverður reykur kom frá honum og þurfti slökkviliðið að rífa svæðið í kringum strompinn. Í tilkynningu á Facebook-síðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir það hafi tekið vel á fjórða tímann að ljúka slökkvistarfi. Samkvæmt RÚV þurfti að rífa hluta af þakinu til að tryggja að hvorki eldur né glóð leyndist í klæðningunni. Alls sinnti slökkviliðið þremur útköllum í nótt en sjúkraflutningar voru 134 talsins. 53 þeirra voru forgangsflutningar. Í tilkynningunni segir að yfir hundrað útköll sé að verða normið sem er að sögn slökkviliðsins og mikið en lítið sé hægt að gera í því. Eru með ákveðna tilgátu Í tilkynningu frá Lava Show segir að eldurinn hafi kviknað í stromps klukkan 3:21, þar sem til stendur að opna sýningu Lava Show innan skamms. „Skömmu síðar kom slökkviliðið og vel gekk að ná tökum á eldinum sem var staðbundinn í og við strompinn og hafði lítið breiðst út. Öryggiskerfin virkuðu fullkomlega og allur búnaður er í lagi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Júlíusi Inga Jónssyni, framkvæmdastjóra Lava Show, að verið sé að rannsaka orsök eldsins og að starfsmenn séu með líklega tilgátu. „Þetta er auðvitað ákveðið áfall en við erum mjög ánægð með að öll öryggiskerfi hafi virkað og rafmagn fór aldrei af húsinu. Skemmdir innandyra eru óverulegar og allur búnaður er í lagi. Mikilvægast af öllu er auðvitað að engin slys urðu á fólki. Þetta endaði því vel og það má segja að þetta hafi verið gott öryggistékk á starfseminni áður en við opnum fyrir almenningi,“ segir Júlíus Ingi. Lava Show hefur verið starfrækt í Vík í Mýrdal síðan 2018 en starfsemin gengur út á að endurskapa aðstæður eldgoss með því að bræða hraun upp í 1100°C og hella því svo inn í sýningarsal. Fréttin var uppfærð klukkan 9:30. Slökkvilið Reykjavík Sjúkraflutningar Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira
Í tilkynningu á Facebook-síðu Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu segir það hafi tekið vel á fjórða tímann að ljúka slökkvistarfi. Samkvæmt RÚV þurfti að rífa hluta af þakinu til að tryggja að hvorki eldur né glóð leyndist í klæðningunni. Alls sinnti slökkviliðið þremur útköllum í nótt en sjúkraflutningar voru 134 talsins. 53 þeirra voru forgangsflutningar. Í tilkynningunni segir að yfir hundrað útköll sé að verða normið sem er að sögn slökkviliðsins og mikið en lítið sé hægt að gera í því. Eru með ákveðna tilgátu Í tilkynningu frá Lava Show segir að eldurinn hafi kviknað í stromps klukkan 3:21, þar sem til stendur að opna sýningu Lava Show innan skamms. „Skömmu síðar kom slökkviliðið og vel gekk að ná tökum á eldinum sem var staðbundinn í og við strompinn og hafði lítið breiðst út. Öryggiskerfin virkuðu fullkomlega og allur búnaður er í lagi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Júlíusi Inga Jónssyni, framkvæmdastjóra Lava Show, að verið sé að rannsaka orsök eldsins og að starfsmenn séu með líklega tilgátu. „Þetta er auðvitað ákveðið áfall en við erum mjög ánægð með að öll öryggiskerfi hafi virkað og rafmagn fór aldrei af húsinu. Skemmdir innandyra eru óverulegar og allur búnaður er í lagi. Mikilvægast af öllu er auðvitað að engin slys urðu á fólki. Þetta endaði því vel og það má segja að þetta hafi verið gott öryggistékk á starfseminni áður en við opnum fyrir almenningi,“ segir Júlíus Ingi. Lava Show hefur verið starfrækt í Vík í Mýrdal síðan 2018 en starfsemin gengur út á að endurskapa aðstæður eldgoss með því að bræða hraun upp í 1100°C og hella því svo inn í sýningarsal. Fréttin var uppfærð klukkan 9:30.
Slökkvilið Reykjavík Sjúkraflutningar Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Erlent Fleiri fréttir Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Tollastríð, kennaraverkfall og hamborgarar Grunur um matarborna sýkingu á þorrablóti Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Sjá meira