Kallar konurnar „upphlaupsmanneskjur“ og „svikakvensur“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. september 2022 07:22 Hjörleifur kallar sig „guðföður“ lista Flokks fólksins en efstu konur á lista „upphlaupsmanneskjur“ og „svikakvensur“. Hjörleifur Hallgríms Herbertsson, sem kallar sig „guðföður“ framboðslista Flokks fólksins á Akureyri, hefur ritað aðsenda grein á Akureyri.net þar sem hann svarar þremur konum á listanum sem hafa sakað karlmenn í forystunni á Akureyri um lítilsvirðingu, rógburð og áreiti. Í greininni talar Hjörleifur ítrekað um konurnar sem „svikakvendi“ eða „svikakvensur“ og gerir að því skóna að ein þeirra, Tinna Guðmundsdóttir, sé veik á geði. Þar vísar hann til meintra sögusagna og segist meðal annars ekki hafa þorað að bjóða Tinnu að gista hjá sér. „Tinna kom oftar en einu sinni heim til mín að degi til vegna þess að hún sá um alla tölvuvinnu fyrir framboðið. Ég hefði einfaldlega ekki þorað að bjóða henni að kvöldi og alls ekki boðið gistingu þar sem ég hafði margt misjafnt um hana heyrt og sel ekki dýrar en ég keypti eins og fyrr segir e.t.v. minnugur þeirrar umfjöllunar um ýmislegt misyndisfólks sem er ekki heilt á geði og ber fyrir sig jafnvel hnífa,“ segir Hjörleifur. Um aðra, Hannesínu Scheving Virgild Chester, segist hann vart hafa hitt „ómerkilegri persónu enda svikakvendi“. „Lýsingar hennar á að hafa sett söfnunarlista inn um bréfalúguna og hlaupið í flýti í burtu vegna hræðslu við mig og símtöl mín við hana sem hún af „manngæsku sinni“ hætti að svars voru frá minni hálfu liður í því að bera klæði á vopnin þegar að ég skynjaði hvernig ástandið var að þróast og þetta er sannleikur málsins. Stundum heimsækja mig konur án hræðslumerkja enda fer vel á með okkur og þær verða ekki varar við kynlífstilburði af minni hálfu.“ Hjörleifur segir konurnar hafa útilokað hann frá fundarsetu með því að segjast ekki myndu mæta ef hann mætti, „sjálfur guðfaðir framboðsins“ eins og hann orðar það. Hann segist íhuga alvarlega að stefna „svikakvensunum“ fyrir meiðyrði og jafnvel kynferðisofbeldi. Grein Hjörleifs. Akureyri Flokkur fólksins MeToo Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira
Í greininni talar Hjörleifur ítrekað um konurnar sem „svikakvendi“ eða „svikakvensur“ og gerir að því skóna að ein þeirra, Tinna Guðmundsdóttir, sé veik á geði. Þar vísar hann til meintra sögusagna og segist meðal annars ekki hafa þorað að bjóða Tinnu að gista hjá sér. „Tinna kom oftar en einu sinni heim til mín að degi til vegna þess að hún sá um alla tölvuvinnu fyrir framboðið. Ég hefði einfaldlega ekki þorað að bjóða henni að kvöldi og alls ekki boðið gistingu þar sem ég hafði margt misjafnt um hana heyrt og sel ekki dýrar en ég keypti eins og fyrr segir e.t.v. minnugur þeirrar umfjöllunar um ýmislegt misyndisfólks sem er ekki heilt á geði og ber fyrir sig jafnvel hnífa,“ segir Hjörleifur. Um aðra, Hannesínu Scheving Virgild Chester, segist hann vart hafa hitt „ómerkilegri persónu enda svikakvendi“. „Lýsingar hennar á að hafa sett söfnunarlista inn um bréfalúguna og hlaupið í flýti í burtu vegna hræðslu við mig og símtöl mín við hana sem hún af „manngæsku sinni“ hætti að svars voru frá minni hálfu liður í því að bera klæði á vopnin þegar að ég skynjaði hvernig ástandið var að þróast og þetta er sannleikur málsins. Stundum heimsækja mig konur án hræðslumerkja enda fer vel á með okkur og þær verða ekki varar við kynlífstilburði af minni hálfu.“ Hjörleifur segir konurnar hafa útilokað hann frá fundarsetu með því að segjast ekki myndu mæta ef hann mætti, „sjálfur guðfaðir framboðsins“ eins og hann orðar það. Hann segist íhuga alvarlega að stefna „svikakvensunum“ fyrir meiðyrði og jafnvel kynferðisofbeldi. Grein Hjörleifs.
Akureyri Flokkur fólksins MeToo Deilur innan Flokks fólksins á Akureyri Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Innlent Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Erlent Fleiri fréttir Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Sjá meira