Hollywood-spekingurinn Birta Líf Ólafsdóttir fer alltaf yfir það helsta í Hollywood í Brennslute vikunnar á þriðjudögum. Í dag fór hún meðal annars yfir meint samband Sumner Stroh og Adams Levine, nýja húsið hennar Kim Kardashian í Malibu og heilsu Cöru.
Hægt er að hlusta á Brennslute vikunnar með Birtu Líf í heild sinni hér að neðan.
„Vinir hennar og fólk sem er náið henni er að segja að þau séu öll að gera sitt besta. Til þess að koma henni undir læknishendur og líka í meðferð,“ sagði Birta Líf meðal annars um Cöru í Brennslute vikunnar.
Áhyggjurnar hafa stigmagnast
Samkvæmt heimildum TMZ hafa vinir fyrirsætunnar haft miklar áhyggjur af geðheilsu hennar um nokkurt skeið. Nú telja þau þó að einnig sé þörf á meðferð við vímuefnum. Samkvæmt TMZ eru vinir hennar að reyna að koma henni í réttan farveg sem fyrst.
Heimildirnar segja Cöru ekki þvertaka fyrir það að fá aðstoð en að hún sé ekki komin á þann stað að sækjast í hana, enn sem komið er.
Mætti ekki á sinn eigin viðburð
Daginn sem Morgot Robbie heimsótti hana átti Cara að vera á viðburði á vegum New York tískuvikunnar. Þar var verið að kynna „Cara Loves Karl“ línuna. Línan samstarf hennar til heiðurs Karl Lagerfeld heitins og vakti því fjarvera hennar mikla athygli.
Fyrr í mánuðinum sást hún fara um borð í einkaflugvél Jay-Z á flugvelli í Los Angeles. Fjörutíu og fimm mínútum seinna kom hún út úr flugvélinni, sem fór ekki í loftið, og ráfaði skólaus um svæðið. Myndir frá því atviki hafa verið í dreifingu á netinu líkt og sjá má hér að neðan.