„Ætti að vera góð auglýsing fyrir land og þjóð“ Valur Páll Eiríksson skrifar 21. september 2022 09:01 Valur - Þór/KA Besta deild kvenna sumar 2022 KSÍ Elísa Viðarsdóttir Vísir/Diego Elísa Viðarsdóttir, fyrirliði Vals, er spennt fyrir komandi verkefni liðsins gegn Slaviu Prag í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Sæti í riðlakeppninni er í húfi. Valur mætir Slaviu Prag í fyrri leik liðanna klukkan 17:00 á Hlíðarenda í dag. Valur hefur tilkynnt að frítt verður á leikinn í von um að fylla völlinn. Elísa býst við hörkuleik. „Þær eru góðar og hafa mikla reynslu í þessum Evrópukeppnum. Þær hafa komist langt og þekkja það að spila svona leiki. Þær hafa líka marga landsliðsmenn innan sinna herbúða. Deildarboltinn og Evrópuboltinn, þetta er ekki alveg það sama, þetta er aðeins öðruvísi leikur sem þú ert að spila. Þær hafa reynslu af því en það höfum við líka,“ segir Elísa sem segir jafnframt styrkleika liðsins liggja í pressu og boltameðferð. „Þær eru mjög gott pressulið, þær halda vel í boltann og eru bara góðar á boltanum. Við megum ekki gefa þeim neinn tíma á bolta og þurfum að pressa þær vel á réttum stöðum á vellinum. Þær eru skeinuhættar líka framávið með góða framherja,“. Klippa: Sportpakkinn: Elísa Viðarsdóttir Valur á fyrri leikinn á heimavelli en síðari leikur liðanna fer fram í Prag eftir viku. Elísa segir mikilvægt að ná í góð úrslit í fyrri hálfleik einvígisins á Íslandi. „Báðir leikir skipta miklu máli en það er gott að byrja heima og ná í sterk úrslit út og reyna að loka þessu. Við skiptum þessu bara upp í tvo hálfleiki, í raun og veru, fyrri hálfleikur er á morgun [í dag] og við getum ekkert annað gert en að einbeita okkur að því og ná í góð úrslit,“ segir Elísa. Vilja feta í fótspor Blika Elísa segir Valskonur þá ákveðnar í því að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra þegar það komst í riðlakeppnina. „Ekki spurning. Við ætlum ekkert að fela okkur á bakvið það að við viljum komast í riðlakeppnina. Breiðablik sýndi gott fordæmi í fyrra að komast langt og við viljum það líka prófa það, að fara langt í þessari keppni og ná í skemmtileg og góð úrslit, að lengja mótið og vera eina liðið á landinu að spila fótbolta alveg fram í desember. Það ætti að vera góð auglýsing fyrir land og þjóð og sérstaklega fyrir Val. Við ættum að gera mikið úr því ef við komumst í riðlakeppnina, bæði fyrir leikmenn og klúbbinn sjálfan,“ segir Elísa. Leikur Vals og Slaviu Prag fer fram á Origo-vellinum og hefst klukkan 17:00 í dag. Hann verður í beinni textalýsingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sjá meira
Valur mætir Slaviu Prag í fyrri leik liðanna klukkan 17:00 á Hlíðarenda í dag. Valur hefur tilkynnt að frítt verður á leikinn í von um að fylla völlinn. Elísa býst við hörkuleik. „Þær eru góðar og hafa mikla reynslu í þessum Evrópukeppnum. Þær hafa komist langt og þekkja það að spila svona leiki. Þær hafa líka marga landsliðsmenn innan sinna herbúða. Deildarboltinn og Evrópuboltinn, þetta er ekki alveg það sama, þetta er aðeins öðruvísi leikur sem þú ert að spila. Þær hafa reynslu af því en það höfum við líka,“ segir Elísa sem segir jafnframt styrkleika liðsins liggja í pressu og boltameðferð. „Þær eru mjög gott pressulið, þær halda vel í boltann og eru bara góðar á boltanum. Við megum ekki gefa þeim neinn tíma á bolta og þurfum að pressa þær vel á réttum stöðum á vellinum. Þær eru skeinuhættar líka framávið með góða framherja,“. Klippa: Sportpakkinn: Elísa Viðarsdóttir Valur á fyrri leikinn á heimavelli en síðari leikur liðanna fer fram í Prag eftir viku. Elísa segir mikilvægt að ná í góð úrslit í fyrri hálfleik einvígisins á Íslandi. „Báðir leikir skipta miklu máli en það er gott að byrja heima og ná í sterk úrslit út og reyna að loka þessu. Við skiptum þessu bara upp í tvo hálfleiki, í raun og veru, fyrri hálfleikur er á morgun [í dag] og við getum ekkert annað gert en að einbeita okkur að því og ná í góð úrslit,“ segir Elísa. Vilja feta í fótspor Blika Elísa segir Valskonur þá ákveðnar í því að leika eftir afrek Breiðabliks frá því í fyrra þegar það komst í riðlakeppnina. „Ekki spurning. Við ætlum ekkert að fela okkur á bakvið það að við viljum komast í riðlakeppnina. Breiðablik sýndi gott fordæmi í fyrra að komast langt og við viljum það líka prófa það, að fara langt í þessari keppni og ná í skemmtileg og góð úrslit, að lengja mótið og vera eina liðið á landinu að spila fótbolta alveg fram í desember. Það ætti að vera góð auglýsing fyrir land og þjóð og sérstaklega fyrir Val. Við ættum að gera mikið úr því ef við komumst í riðlakeppnina, bæði fyrir leikmenn og klúbbinn sjálfan,“ segir Elísa. Leikur Vals og Slaviu Prag fer fram á Origo-vellinum og hefst klukkan 17:00 í dag. Hann verður í beinni textalýsingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Valur Mest lesið „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti „Haukur og Einar ekki komnir til að vera í stúkunni“ Handbolti Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Neymar á heimleið? Fótbolti Kominn úr banni en gleðin enn týnd Körfubolti Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Körfubolti Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Fótbolti Aly eins og klettur í markinu þegar Egyptar lögðu Króata Handbolti Fleiri fréttir Neymar á heimleið? „Við erum mögulega lélegasta lið í sögu Manchester United“ Real Madrid á toppinn eftir þægilegan sigur Bjarki Steinn í fyrsta sinn í byrjunarliði Venezia Áttundi sigur Forest í síðustu níu leikjum Yfirlýsing frá City með stórsigri Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Cecilía hélt enn einu sinni hreinu og Inter vann Draumaendurkoma hjá Moyes á Goodison Park Misstu niður forystu þrátt fyrir að vera manni fleiri Fyrrverandi landsliðsmaður Englands mætir KSI í boxbardaga Segir Liverpool besta lið heims Antony á leið til Betis Fjármagnaði leikmannakaup Wimbledon með tölvuleikjaspilun Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sjá meira