Aukin tíðni krabbameina ekki vegna mengaðra vatnsbóla líkt og íbúar óttuðust Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. september 2022 20:26 Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins, segir niðurstöðurnar að vissu leyti koma á óvart. Vísir/Egill Aukin tíðni krabbameina á Suðurnesjum má rekja til lifnaðarhátta frekar en mengunar í vatnsbólum en þetta kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar á tíðni og orsökum krabbameina í Reykjanesbæ. Forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins segir að ýmislegt sé hægt að gera til þess að draga úr krabbameinstilfellum, ekki aðeins á Suðurnesjum heldur landinu öllu. Síðastliðin tíu ár hefur tíðni krabbameina verið meiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu og höfðu íbúar margir hverjir áhyggjur af því að hún skýrðist af mengun í vatnsbólum í tengslum við herstöðina á tímum Varnarliðsins. Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins, bendir á að árið 1988 hafi sýni verið tekin úr vatnsbólunum sex sem voru í notkun í Keflavík og Njarðvík og mengun fundist í einu þeirra. Árið 1991 hafi þeim öllum verið lokað og nú vatnsból tekin í notkun. „Við tókum niðurstöðurnar um mengunina, það var reyndar bara yfir viðmiðunarmörkum í einu af þessum sex vatnsbólum, og út frá því gátum við áætlað að þetta efni, Trichloroethene, eykur áhættuna á nýrnakrabbameini ákveðið mikið og það er hægt að áætla hversu stóran hluta það skýrir af krabbameinum sem hafa greinst í nýrum þarna á þessum árum,“ segir Laufey. Mengunin var aðeins yfir viðmiðunarmörkum í einu vatnsbóli. Í heildina hafi það aðeins verið skýring á fjórum krabbameinstilvikum á tímabilinu 1955 til 2010, sem sé ekki mikið í samanburði við önnur tilvik og í raun minna en rannsakendur héldu í upphafi. Þá hafi vatnsbólin verið tekin úr notkun áður en hækkunarinnar varð vart og ólíklegt að fleiri slík tilfelli muni koma upp. Þegar aðrir þekktir og krabbameinsvaldar sem tengjast lífsstíl voru skoðaðir, það eru reykingar, offita eða ofþyngd, og áfengisneyslu, hafi tilvikin verið mun fleiri á síðustu tíu árum. „Í Reykjanesbæ þá skýra þessi atriði 198 tilfelli bara á síðustu árum, þannig það er sennilega það sem skýrir þetta aukna nýgengi,“ segir Laufey en reykingar og ofþyngd eða offita voru algengari í Reykjanesbæ á rannsóknartímabilinu miðað við aðra staði á landinu. Langflest tilfelli mátti rekja til reykinga, alls 140 af 721 greindum krabbameinum í Reykjanesbæ frá árinu 2010, eða nítján prósent. Til samanburðar var hlutfallið sextán prósent á höfuðborgarsvæðinu og fimmtán prósent annars staðar á landinu. Alls mátti rekja 28 prósent krabbameina í Reykjanesbæ til lífstílstengdra þátta en aðeins 22 prósent annars staðar á landinu. Í lokaorðum rannsóknarinnar segir að dregið hafi þó úr reykingum almennt síðustu fjörutíu til fimmtíu ár, sem hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda krabbameina. Aftur á móti sé í gangi óheillaþróun varðandi aukningu á ofþyngd eða offitu sem snúa þurfi við. „Þetta eru þættir sem að þarf náttúrulega bara að gera eitthvað í, þarna er hægt að gera ýmislegt til þess að draga úr mjög mörgum krabbameinstilfellum, bæði þarna og annars staðar á landinu reyndar,“ segir Laufey. Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira
Síðastliðin tíu ár hefur tíðni krabbameina verið meiri á Suðurnesjum en annars staðar á landinu og höfðu íbúar margir hverjir áhyggjur af því að hún skýrðist af mengun í vatnsbólum í tengslum við herstöðina á tímum Varnarliðsins. Laufey Tryggvadóttir, forstöðumaður Rannsókna- og skráningaseturs Krabbameinsfélagsins, bendir á að árið 1988 hafi sýni verið tekin úr vatnsbólunum sex sem voru í notkun í Keflavík og Njarðvík og mengun fundist í einu þeirra. Árið 1991 hafi þeim öllum verið lokað og nú vatnsból tekin í notkun. „Við tókum niðurstöðurnar um mengunina, það var reyndar bara yfir viðmiðunarmörkum í einu af þessum sex vatnsbólum, og út frá því gátum við áætlað að þetta efni, Trichloroethene, eykur áhættuna á nýrnakrabbameini ákveðið mikið og það er hægt að áætla hversu stóran hluta það skýrir af krabbameinum sem hafa greinst í nýrum þarna á þessum árum,“ segir Laufey. Mengunin var aðeins yfir viðmiðunarmörkum í einu vatnsbóli. Í heildina hafi það aðeins verið skýring á fjórum krabbameinstilvikum á tímabilinu 1955 til 2010, sem sé ekki mikið í samanburði við önnur tilvik og í raun minna en rannsakendur héldu í upphafi. Þá hafi vatnsbólin verið tekin úr notkun áður en hækkunarinnar varð vart og ólíklegt að fleiri slík tilfelli muni koma upp. Þegar aðrir þekktir og krabbameinsvaldar sem tengjast lífsstíl voru skoðaðir, það eru reykingar, offita eða ofþyngd, og áfengisneyslu, hafi tilvikin verið mun fleiri á síðustu tíu árum. „Í Reykjanesbæ þá skýra þessi atriði 198 tilfelli bara á síðustu árum, þannig það er sennilega það sem skýrir þetta aukna nýgengi,“ segir Laufey en reykingar og ofþyngd eða offita voru algengari í Reykjanesbæ á rannsóknartímabilinu miðað við aðra staði á landinu. Langflest tilfelli mátti rekja til reykinga, alls 140 af 721 greindum krabbameinum í Reykjanesbæ frá árinu 2010, eða nítján prósent. Til samanburðar var hlutfallið sextán prósent á höfuðborgarsvæðinu og fimmtán prósent annars staðar á landinu. Alls mátti rekja 28 prósent krabbameina í Reykjanesbæ til lífstílstengdra þátta en aðeins 22 prósent annars staðar á landinu. Í lokaorðum rannsóknarinnar segir að dregið hafi þó úr reykingum almennt síðustu fjörutíu til fimmtíu ár, sem hafi komið í veg fyrir mikinn fjölda krabbameina. Aftur á móti sé í gangi óheillaþróun varðandi aukningu á ofþyngd eða offitu sem snúa þurfi við. „Þetta eru þættir sem að þarf náttúrulega bara að gera eitthvað í, þarna er hægt að gera ýmislegt til þess að draga úr mjög mörgum krabbameinstilfellum, bæði þarna og annars staðar á landinu reyndar,“ segir Laufey.
Reykjanesbær Heilbrigðismál Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um varðandi samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Sjá meira