Bæði mest notuðu fíkniefni á Íslandi og gífurlega hjálpleg lyf Snorri Másson skrifar 23. september 2022 09:02 Haraldur Erlendsson geðlæknir sem hefur fengist við ADHD-greiningar í á þriðja áratug segir að ADHD sé sennilega dýrasti sjúkdómur mannkynsins. Hann telur að hátt í 15% þjóðarinnar séu haldin sjúkdómnum, þótt aðeins 5% séu með greiningu. Lyf geti skipt sköpum þótt það þekkist að þau séu misnotuð. Mikil umræða skapaðist á Twitter í vikunni vegna tísts Hermanns Rúnarssonar sem hljóðaði svo: „ADHD fólk að taka lyf og halda að það sé að upplifa sig loksins fókusað og orkumikið eins og 'normal' fólk. Leitt að tilkynna ykkur að við hin erum heldur ekki þetta hress eða einbeitt venjulega. Þið eruð bara á spítti.“ Þessi ummæli féllu í grýttan jarðveg og margir urðu til þess að halda hinu gagnstæða fram, að lyf á borð við Concerta og Elvanse hefðu haft byltingarkennd áhrif til hins betra. Og að þegar athyglisbresti er til að dreifa, sé þetta einmitt ekki eins og spítt, heldur mun frekar hvert annað nauðsynlegt lyf. Málin voru rædd í Íslandi í dag á miðvikudag, viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Haraldur Erlendsson geðlæknir telur að ef eitthvað er þurfi fleiri greiningu og meðferð vegna ADHD.Vísir/Vilhelm Fá lyf sem hafa eins mikil jákvæð áhrif og þessi Haraldur Erlendsson segir að lyfin geti hvort tveggja bætt líf fólks til muna og komið í veg fyrir að það lendi í ógöngum. Það sýni mælingar. „Það eru eiginlega fá lyf sem hafa eins mikil áhrif til góðs eins og einmitt þessi lyf,“ segir Haraldur. Sífellt fleiri greinast með ADHD og sú frétt er sögð árlega að Íslendingar séu Norðurlandameistarar og hástökkvarar í uppáskriftum. Talið er að um 5% þjóðarinnar sé á lyfjum við athyglisbresti en Haraldur telur að mun fleiri þjáist af sjúkdómnum - allt að 15%. „Þessi fyrstu 5% eru oft mikið veikir einstaklingar og fúnkera kannski ekki vel í þjóðfélaginu. Hinir sem eru að standa sig mun [10 prósentin sem eru ekki með greiningu] betur myndu samt standa sig miklu betur ef þeir væru á einhvers konar meðferð, hvaða meðferð sem það er,“ segir Haraldur. Vill greina enn fleiri Nú greinist hver fullorðinn á fætur öðrum með ADHD og fer í kjölfarið á lyf. Því er haldið fram að sumir fari sér óðslega í að sjúkdómsgreina þegar þess er ekki endilega þörf. Haraldur segir þó gífurlega vinnu að baki hverri greiningu. ADHD fólk að taka lyf og halda að það sé að upplifa sig loksins fókusað og orkumikið eins og 'normal' fólk.Leitt að tilkynna ykkur að við hin erum heldur ekki þetta hress eða einbeitt venjulega.Þið eruð bara á spítti.— Hermann Rúnarsson (@nomoremriceguy) September 18, 2022 „Það er eiginlega enginn sjúkdómur í geðlæknisfræðunum sem er metinn eins nákvæmlega. Við förum gjarnan yfir 300 spurningar til að kanna þetta og til að mæla bæði hvaða einkenni eru til staðar og á hvaða sviðum þetta er að hamla fólki,“ segir Haraldur. „Við erum að nota örvandi lyf sem eru skráð sem fíkniefni til að hjálpa fólki. Þess vegna eru menn á varðbergi. Eins og á Íslandi, þetta er alvarlegt mál. Mest notaða fíkniefnið á Íslandi eru ADHD-lyfin, þeir sem eru verstu fíklarnir eru að sprauta þessu í æð. Þannig að dimma hliðin er sú að þetta er líka að valda vandræðum.“ Talið er að um 5% þjóðarinnar sé á lyfjum við athyglisbresti en Haraldur telur að mun fleiri þjáist af sjúkdómnum - allt að 15%.Vísir/Vilhelm Haraldur hvetur til þess að sjúkdómurinn verði tekinn alvarlegar. „Þetta kostar mikið. Þetta skapar mikla vanlíðan og mikið liggur við að við sinnum þessu mun betur en hingað til, jafnvel tvisvar sinnum betur. Ég vil sjá 50% aukningu að minnsta kosti á meðferðum við ADHD og greiningum.“ Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf Ísland í dag Tengdar fréttir Annar hver fangi með ADHD Rannsóknir nýs geðheilbrigðisteymis fangelsa landsins benda til þess að um helmingur fanga sé með taugaþroskaröskunina ADHD. 8. júlí 2022 11:58 Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00 „Samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu“ Sífellt fleiri börn fá ADHD-lyf hér á landi. Í dag fær um einn af hverjum sjö strákum slík lyf og um ein af hverjum tíu stelpum. Prófessor í sálfræði segir þetta óeðlilega þróun og úr takti við nálganir annarra norrænna samfélaga. 20. júní 2022 18:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Mikil umræða skapaðist á Twitter í vikunni vegna tísts Hermanns Rúnarssonar sem hljóðaði svo: „ADHD fólk að taka lyf og halda að það sé að upplifa sig loksins fókusað og orkumikið eins og 'normal' fólk. Leitt að tilkynna ykkur að við hin erum heldur ekki þetta hress eða einbeitt venjulega. Þið eruð bara á spítti.“ Þessi ummæli féllu í grýttan jarðveg og margir urðu til þess að halda hinu gagnstæða fram, að lyf á borð við Concerta og Elvanse hefðu haft byltingarkennd áhrif til hins betra. Og að þegar athyglisbresti er til að dreifa, sé þetta einmitt ekki eins og spítt, heldur mun frekar hvert annað nauðsynlegt lyf. Málin voru rædd í Íslandi í dag á miðvikudag, viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan. Haraldur Erlendsson geðlæknir telur að ef eitthvað er þurfi fleiri greiningu og meðferð vegna ADHD.Vísir/Vilhelm Fá lyf sem hafa eins mikil jákvæð áhrif og þessi Haraldur Erlendsson segir að lyfin geti hvort tveggja bætt líf fólks til muna og komið í veg fyrir að það lendi í ógöngum. Það sýni mælingar. „Það eru eiginlega fá lyf sem hafa eins mikil áhrif til góðs eins og einmitt þessi lyf,“ segir Haraldur. Sífellt fleiri greinast með ADHD og sú frétt er sögð árlega að Íslendingar séu Norðurlandameistarar og hástökkvarar í uppáskriftum. Talið er að um 5% þjóðarinnar sé á lyfjum við athyglisbresti en Haraldur telur að mun fleiri þjáist af sjúkdómnum - allt að 15%. „Þessi fyrstu 5% eru oft mikið veikir einstaklingar og fúnkera kannski ekki vel í þjóðfélaginu. Hinir sem eru að standa sig mun [10 prósentin sem eru ekki með greiningu] betur myndu samt standa sig miklu betur ef þeir væru á einhvers konar meðferð, hvaða meðferð sem það er,“ segir Haraldur. Vill greina enn fleiri Nú greinist hver fullorðinn á fætur öðrum með ADHD og fer í kjölfarið á lyf. Því er haldið fram að sumir fari sér óðslega í að sjúkdómsgreina þegar þess er ekki endilega þörf. Haraldur segir þó gífurlega vinnu að baki hverri greiningu. ADHD fólk að taka lyf og halda að það sé að upplifa sig loksins fókusað og orkumikið eins og 'normal' fólk.Leitt að tilkynna ykkur að við hin erum heldur ekki þetta hress eða einbeitt venjulega.Þið eruð bara á spítti.— Hermann Rúnarsson (@nomoremriceguy) September 18, 2022 „Það er eiginlega enginn sjúkdómur í geðlæknisfræðunum sem er metinn eins nákvæmlega. Við förum gjarnan yfir 300 spurningar til að kanna þetta og til að mæla bæði hvaða einkenni eru til staðar og á hvaða sviðum þetta er að hamla fólki,“ segir Haraldur. „Við erum að nota örvandi lyf sem eru skráð sem fíkniefni til að hjálpa fólki. Þess vegna eru menn á varðbergi. Eins og á Íslandi, þetta er alvarlegt mál. Mest notaða fíkniefnið á Íslandi eru ADHD-lyfin, þeir sem eru verstu fíklarnir eru að sprauta þessu í æð. Þannig að dimma hliðin er sú að þetta er líka að valda vandræðum.“ Talið er að um 5% þjóðarinnar sé á lyfjum við athyglisbresti en Haraldur telur að mun fleiri þjáist af sjúkdómnum - allt að 15%.Vísir/Vilhelm Haraldur hvetur til þess að sjúkdómurinn verði tekinn alvarlegar. „Þetta kostar mikið. Þetta skapar mikla vanlíðan og mikið liggur við að við sinnum þessu mun betur en hingað til, jafnvel tvisvar sinnum betur. Ég vil sjá 50% aukningu að minnsta kosti á meðferðum við ADHD og greiningum.“
Geðheilbrigði Heilbrigðismál Lyf Ísland í dag Tengdar fréttir Annar hver fangi með ADHD Rannsóknir nýs geðheilbrigðisteymis fangelsa landsins benda til þess að um helmingur fanga sé með taugaþroskaröskunina ADHD. 8. júlí 2022 11:58 Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00 „Samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu“ Sífellt fleiri börn fá ADHD-lyf hér á landi. Í dag fær um einn af hverjum sjö strákum slík lyf og um ein af hverjum tíu stelpum. Prófessor í sálfræði segir þetta óeðlilega þróun og úr takti við nálganir annarra norrænna samfélaga. 20. júní 2022 18:30 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Annar hver fangi með ADHD Rannsóknir nýs geðheilbrigðisteymis fangelsa landsins benda til þess að um helmingur fanga sé með taugaþroskaröskunina ADHD. 8. júlí 2022 11:58
Samfara gríðarlegri aukningu á ADHD-lyfjum hefur tilfellum geðrofs og örlyndis á geðdeildum fjölgað Sífellt fleiri leita á geðdeildir vegna geðrofseinkenna eða örlyndis eftir að hafa verið ávísað örvandi ADHD- lyfjum að sögn yfirlæknis bráðageðdeildar Landspítalans. Íslendingar eru margfaldir Norðurlandameistarar í notkun slíkra lyfja og hástökkvarar í ávísunum þeirra milli ára. 20. júní 2022 09:00
„Samfélagið er að svíkja þessi börn í stað þess að breyta kerfinu“ Sífellt fleiri börn fá ADHD-lyf hér á landi. Í dag fær um einn af hverjum sjö strákum slík lyf og um ein af hverjum tíu stelpum. Prófessor í sálfræði segir þetta óeðlilega þróun og úr takti við nálganir annarra norrænna samfélaga. 20. júní 2022 18:30