Tugir farandfólks fórust undan ströndum Sýrlands Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2022 14:55 Sjúkrabílar og ættingjar í Líbanon bíða eftir að fara yfir landamærin að Sýrlandi til að sækja lík þeirra sem fórust. Vísir/EPA Leitarlið hefur fundið 71 lík eftir að bátur með á annað hundrað farandfólks sökk undan ströndum Sýrlands í gær. Björgunaraðgerðir standa enn yfir en tuttugu manns hafa fundist á lífi til þessa og verið fluttir á sjúkrahús í Sýrlandi. Embættismenn í Sýrlandi segja að 120-150 manns hafi verið um borð í bátnum, þar á meðal konur og börn. Fólkið hafi verið frá Líbanon, Sýrlandi og Palestínu. Báturinn er lagði upp frá Minyeh, nærri hafnarborginni Trípolí í Líbanon en ekki er ljóst hvað varð til þess að hann sökk. Talið er að fólkið hafi verið á leiðinni til Evrópu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stríður straumur farand- og flóttafólks hefur verið frá Líbanon undanfarið. Þar geisar nú efnahagskreppa auk þess sem áhrifa Covid-faraldursins og sprengingarinnar miklu í höfninni í Beirút gætir enn. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna reyndu tvöfalt fleiri að komast til Evrópu frá Líbanon en árið áður. Það sem af er ári hefur ferðum fólks þaðan fjölgað um 70% frá því í fyrra. Á meðal þeirra sem fórust í skipsskaðanum í gær var Mustafa Mesto, 35 ára gamall leigubílstjóri frá Líbanon, tvær dætur hans og sonur. Eiginkona hans og faðir liggja þungt haldin á sjúkrahúsi í Sýrlandi, að sögn fréttaritara BBC. „Hann flúði fátækt og þær hræðilegu aðstæður sem þau skildu okkur eftir í. Þessum stjórnmálamönnum gæti ekki staðið meira á sama um okkur. Ekkert færir mér hann aftur, ekkert færir mér litlu börnin hans aftur,“ hefur BBC eftir Ödlu, móður Mustafa. Sýrland Flóttamenn Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira
Embættismenn í Sýrlandi segja að 120-150 manns hafi verið um borð í bátnum, þar á meðal konur og börn. Fólkið hafi verið frá Líbanon, Sýrlandi og Palestínu. Báturinn er lagði upp frá Minyeh, nærri hafnarborginni Trípolí í Líbanon en ekki er ljóst hvað varð til þess að hann sökk. Talið er að fólkið hafi verið á leiðinni til Evrópu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Stríður straumur farand- og flóttafólks hefur verið frá Líbanon undanfarið. Þar geisar nú efnahagskreppa auk þess sem áhrifa Covid-faraldursins og sprengingarinnar miklu í höfninni í Beirút gætir enn. Samkvæmt tölum Sameinuðu þjóðanna reyndu tvöfalt fleiri að komast til Evrópu frá Líbanon en árið áður. Það sem af er ári hefur ferðum fólks þaðan fjölgað um 70% frá því í fyrra. Á meðal þeirra sem fórust í skipsskaðanum í gær var Mustafa Mesto, 35 ára gamall leigubílstjóri frá Líbanon, tvær dætur hans og sonur. Eiginkona hans og faðir liggja þungt haldin á sjúkrahúsi í Sýrlandi, að sögn fréttaritara BBC. „Hann flúði fátækt og þær hræðilegu aðstæður sem þau skildu okkur eftir í. Þessum stjórnmálamönnum gæti ekki staðið meira á sama um okkur. Ekkert færir mér hann aftur, ekkert færir mér litlu börnin hans aftur,“ hefur BBC eftir Ödlu, móður Mustafa.
Sýrland Flóttamenn Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Sjá meira