„Ætlum að fara til Tékklands með kassann úti og leggja allt í sölurnar“ Andri Már Eggertsson skrifar 23. september 2022 18:30 Davíð Snorri Jónsson á hliðarlínunni í leik dagsins Vísir/Diego Davíð Snorri Jónsson, þjálfari undir 21 árs liði Íslands í fótbolta, var svekktur með 1-2 tap gegn Tékklandi í fyrri umspilsleiknum um sæti á EM. Davíð var þó bjartsýnn fyrir seinni leikinn og fannst frammistaðan á köflum góð. „Mér fannst þetta jafn leikur. Við áttum okkar kafla í byrjun og undir lok leiks á meðan þeir tóku góðan kafla um miðjan leik. Þetta var mikill baráttu leikur og það sem gerði útslagði var fyrirgjöf en það góða við svona úrslitaleiki er að seinni hálfleikurinn er eftir,“ sagði Davíð Snorri Jónsson og hélt áfram. „Mér fannst við gera vel þegar við fengum víti. Leikurinn var lokaður til að byrja með. Bæði lið hafa fengið á sig fá mörk í þessari keppni og við vildum sprengja leikinn upp og mér fannst við eiga skilið þetta mark sem við skoruðum. Það var hárrétt hjá dómaranum að flauta víti.“ Davíð Snorri var ekki ánægður með varnarleikinn í jöfnunarmarki Tékklands skömmu eftir að Sævar Atli kom Íslandi yfir. „Ég sá færið illa en þetta kom eftir fast leikatriði svo fékk hann tíma á boltann og átti gott skot. Svona gerist þegar maður er að mæta góðu liði.“ „Á köflum voru þeir ofan á í síðari hálfleik. Mér fannst við líka taka yfir leikinn undir lokin og svona er þetta bara í fótbolta og mun verða það líka í næsta leik þar sem við ætlum að klára einvígið,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvers vegna Tékkland stýrði síðari hálfleiknum. Davíð Snorri var langt frá því að vera lítill í sér eftir leik og var spenntur fyrir næsta leik sem verður í Tékklandi á þriðjudaginn. „Það er þannig í lífinu að þú getur alltaf stjórnað hugarfarinu þínu. Núna munum við safna orku og fara til Tékklands með kassann úti og fulla ferð,“ sagði Davíð Snorri að lokum. EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum Sjá meira
„Mér fannst þetta jafn leikur. Við áttum okkar kafla í byrjun og undir lok leiks á meðan þeir tóku góðan kafla um miðjan leik. Þetta var mikill baráttu leikur og það sem gerði útslagði var fyrirgjöf en það góða við svona úrslitaleiki er að seinni hálfleikurinn er eftir,“ sagði Davíð Snorri Jónsson og hélt áfram. „Mér fannst við gera vel þegar við fengum víti. Leikurinn var lokaður til að byrja með. Bæði lið hafa fengið á sig fá mörk í þessari keppni og við vildum sprengja leikinn upp og mér fannst við eiga skilið þetta mark sem við skoruðum. Það var hárrétt hjá dómaranum að flauta víti.“ Davíð Snorri var ekki ánægður með varnarleikinn í jöfnunarmarki Tékklands skömmu eftir að Sævar Atli kom Íslandi yfir. „Ég sá færið illa en þetta kom eftir fast leikatriði svo fékk hann tíma á boltann og átti gott skot. Svona gerist þegar maður er að mæta góðu liði.“ „Á köflum voru þeir ofan á í síðari hálfleik. Mér fannst við líka taka yfir leikinn undir lokin og svona er þetta bara í fótbolta og mun verða það líka í næsta leik þar sem við ætlum að klára einvígið,“ sagði Davíð Snorri aðspurður hvers vegna Tékkland stýrði síðari hálfleiknum. Davíð Snorri var langt frá því að vera lítill í sér eftir leik og var spenntur fyrir næsta leik sem verður í Tékklandi á þriðjudaginn. „Það er þannig í lífinu að þú getur alltaf stjórnað hugarfarinu þínu. Núna munum við safna orku og fara til Tékklands með kassann úti og fulla ferð,“ sagði Davíð Snorri að lokum.
EM U21 í fótbolta 2023 Landslið karla í fótbolta Fótbolti Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Fótbolti Lærisveinar Heimis fara illa af stað Fótbolti Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Fótbolti Fleiri fréttir „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Grikkland í undanúrslit á EM Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi Leiddi endurkomusigur gegn æskufélaginu í fyrsta leiknum Sjá meira