Maguire: Fólk býr til sögur því ég er fyrirliði Manchester United Atli Arason skrifar 24. september 2022 12:31 Harry Maguire er fyrirliði Manchester United. EPA-EFE/Peter Powell Enska landsliðið í fótbolta er í töluverðum vandræðum í aðdraganda HM í Katar. Liðið tapaði 1-0 fyrir Ítalíu í gær og er nú í sama flokki og San Marínó, yfir mörk skoruð í opnum leik í þjóðardeildinni. Harry Maguire, fyrirliði Manchester United, spilaði með enska landsliðinu í gær þrátt fyrir að vera ekki í náðinni hjá knattspyrnustjóra Manchester United. „Ég er ekki að skipta mér af því hvað annað fólk segir. Fólk getur auðveldlega búið til sögur um mig þar sem ég er fyrirliði Manchester United, það eru alltaf stórfréttir,“ sagði Maguire í viðtali við talkSPORT eftir leik Englands og Ítalíu. Maguire virðist hafa fulla trú á sjálfum sér. „Það er ástæðan fyrir því að fjölmiðlar skrifa svo mikið um mig, þau fá smelli og annað eins. Ég spilaði á EM eftir átta vikna meiðsli og komst í lið mótsins,“ bætti Maguire við og segist vel geta spilað þrátt fyrir að vera ekki alveg 100 prósent. England hefur ekki skorað úr opnum leik í meira en 450 mínútur. Ef vítaspyrnur eru teknar frá er England og San Marínó einu tvö liðin sem ekki hafa skorað mark í Þjóðadeildinni á þessu tímabili. Aðspurður kveðst Maguire vera í góðu formi en leikmaðurinn hefur ekki verið í liði Manchester United að undanförnu. „Ég er mjög góður, tilbúinn til að spila. Mér líður vel og í góðu formi,“ sagði Maguire. Maguire missti byrjunarliðssæti sitt hjá Manchester United eftir 4-0 tapið gegn Brentford þann 13. ágúst en hann hefur aðeins leikið 113 mínútur af þeim 540 sem voru í boði í síðustu sex leikjum félagsins. Af síðustu fimm leikjum sem Maguire hefur ekki byrjað hefur United unnið alla fimm. „Knattspyrnustjórinn [Erik ten Hag] ákvað að hafa mig ekki með og síðan þá hefur liðið unnið sína leiki. Ég held áfram að vinna hart á æfingasvæðinu og verð tilbúinn þegar tækifærið kemur,“ sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United. Enski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir England getur ekki skorað og er fallið úr A-deild Ítalía lagði England 1-0 í riðli þrjú í A-deild Þjóðadeildarinnar. Var þetta þriðja tap Englands í fimm leikjum og ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild. Í leikjunum fimm hefur England aðeins skorað eitt mark. 23. september 2022 20:45 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
„Ég er ekki að skipta mér af því hvað annað fólk segir. Fólk getur auðveldlega búið til sögur um mig þar sem ég er fyrirliði Manchester United, það eru alltaf stórfréttir,“ sagði Maguire í viðtali við talkSPORT eftir leik Englands og Ítalíu. Maguire virðist hafa fulla trú á sjálfum sér. „Það er ástæðan fyrir því að fjölmiðlar skrifa svo mikið um mig, þau fá smelli og annað eins. Ég spilaði á EM eftir átta vikna meiðsli og komst í lið mótsins,“ bætti Maguire við og segist vel geta spilað þrátt fyrir að vera ekki alveg 100 prósent. England hefur ekki skorað úr opnum leik í meira en 450 mínútur. Ef vítaspyrnur eru teknar frá er England og San Marínó einu tvö liðin sem ekki hafa skorað mark í Þjóðadeildinni á þessu tímabili. Aðspurður kveðst Maguire vera í góðu formi en leikmaðurinn hefur ekki verið í liði Manchester United að undanförnu. „Ég er mjög góður, tilbúinn til að spila. Mér líður vel og í góðu formi,“ sagði Maguire. Maguire missti byrjunarliðssæti sitt hjá Manchester United eftir 4-0 tapið gegn Brentford þann 13. ágúst en hann hefur aðeins leikið 113 mínútur af þeim 540 sem voru í boði í síðustu sex leikjum félagsins. Af síðustu fimm leikjum sem Maguire hefur ekki byrjað hefur United unnið alla fimm. „Knattspyrnustjórinn [Erik ten Hag] ákvað að hafa mig ekki með og síðan þá hefur liðið unnið sína leiki. Ég held áfram að vinna hart á æfingasvæðinu og verð tilbúinn þegar tækifærið kemur,“ sagði Harry Maguire, fyrirliði Manchester United.
Enski boltinn Fótbolti HM 2022 í Katar Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir England getur ekki skorað og er fallið úr A-deild Ítalía lagði England 1-0 í riðli þrjú í A-deild Þjóðadeildarinnar. Var þetta þriðja tap Englands í fimm leikjum og ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild. Í leikjunum fimm hefur England aðeins skorað eitt mark. 23. september 2022 20:45 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Sjá meira
England getur ekki skorað og er fallið úr A-deild Ítalía lagði England 1-0 í riðli þrjú í A-deild Þjóðadeildarinnar. Var þetta þriðja tap Englands í fimm leikjum og ljóst er að liðið er fallið niður í B-deild. Í leikjunum fimm hefur England aðeins skorað eitt mark. 23. september 2022 20:45