Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. september 2022 19:28 Sjór gekk á land á Akureyri í óveðrinu. Bálhvasst var á svæðinu eins og víða annars staðar. Vísir/Tryggvi Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. Fyrsta haustlægðin skall á landið í nótt en veðrið hefur verið lang verst á Austfjörðum, þar sem rauð viðvörun hefur verið í gildi í dag. Björgunarsveitir voru settar í viðbragðsstöðu fyrir og strax eftir hádegi fór útköllum björgunarsveita á Austurlandi að fjölga. Í um tvær klukkustundir í dag var rafmagnslaust á nánast hálfu landinu, frá Blöndu á Norðurlandi að Höfn í Hornafirði eftir að rafmagnslínur í Fljótsdal rofnuðu. Og stormurinn hefur haft áhrif á fleiri innviði en loka hefur þurft vegum á nánast öllum Austurhluta landsins en vindhraði hefur farið upp í þrjátíu og fimm metra á sekúndu og hviður náð upp í fimmtíu og fjóra metra. Vindhraði hefur verið gífurlegur á Austfjörðum í dag og margra áratuga gömul tré hafa rifnað upp með rótum. Fimm sjötíu ára gömul reynitré rifnuðu upp með rótum á Seyðisfirði í nótt og sömu sögu má segja frá Reyðarfirði. „Þetta er tré sem er búið að standa í þessum garði í meira en níutíu ár,“ segir Stefanía Hrund Guðmundsdóttir íbúi á Reyðarfirði í samtali við fréttastofu. Að hennar sögn hefur fjöldi gamalla trjáa rifnað upp með rótum í bænum í dag og í nótt. Veðrið hefur einnig leikið Akureyringa grátt þar sem sjór flæddi inn á Eyrina. „Það var allt rúllandi og fljótandi hér út um allt þannig að þetta er bara ónýtt held ég meira og minna hérna,“ segir Stefán Þór Guðmundsson eigandi SKG verktaka á Akureyri. Það var allt á floti hjá Stefáni í dag.Vísir/Tryggvi „Það var ekkert hægt að gera, ekki neitt. þetta skeði rosalega hratt þannig að maður getur ekkert gert.“ Einhverjum rann blóðið til skyldunnar og reyndu að bjarga því sem hægt var. „Þetta var komið í götuna og við stukkum nokkrir út með kústana að reyna að halda niðurföllunum opnum,“ segir Björn Ingi Óskarsson, íbúi á Eyrinni á Akureyri. Og björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast, bæði á Suðvesturhorninu þar sem veðrið hefur verið hvað best á landinu, en sérstaklega Austanlands. Á þriðja tug ferðamanna hefur setið fastur í bílum á Mývatnsöræfum vegna veðurs og sextíu verið fastir í beitarhúsi á Möðrudal. Björgunarsveitir hafa unnið að því að koma fólkinu til aðstoðar en aðstæður verið erfiðar. „Við báðum alla að vera inni í bílunum þangað til við komum og sækjum þau og ökum þeim niður. Við munum bara skilja öll ökutæki eftir, sumir bílar eru bara ekki gerðir fyrir svona veður og ekki útbúnir. Við bara treystum þeim ekki til að halda áfram á þeim,“ segir Ingibjörg Benediktsdóttir, fulltrúi í aðgerðastjórn björgunarsveitarinnar á Húsavík. Veður Björgunarsveitir Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02 „Það er allt í skrúfunni“ „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. 25. september 2022 15:35 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Fyrsta haustlægðin skall á landið í nótt en veðrið hefur verið lang verst á Austfjörðum, þar sem rauð viðvörun hefur verið í gildi í dag. Björgunarsveitir voru settar í viðbragðsstöðu fyrir og strax eftir hádegi fór útköllum björgunarsveita á Austurlandi að fjölga. Í um tvær klukkustundir í dag var rafmagnslaust á nánast hálfu landinu, frá Blöndu á Norðurlandi að Höfn í Hornafirði eftir að rafmagnslínur í Fljótsdal rofnuðu. Og stormurinn hefur haft áhrif á fleiri innviði en loka hefur þurft vegum á nánast öllum Austurhluta landsins en vindhraði hefur farið upp í þrjátíu og fimm metra á sekúndu og hviður náð upp í fimmtíu og fjóra metra. Vindhraði hefur verið gífurlegur á Austfjörðum í dag og margra áratuga gömul tré hafa rifnað upp með rótum. Fimm sjötíu ára gömul reynitré rifnuðu upp með rótum á Seyðisfirði í nótt og sömu sögu má segja frá Reyðarfirði. „Þetta er tré sem er búið að standa í þessum garði í meira en níutíu ár,“ segir Stefanía Hrund Guðmundsdóttir íbúi á Reyðarfirði í samtali við fréttastofu. Að hennar sögn hefur fjöldi gamalla trjáa rifnað upp með rótum í bænum í dag og í nótt. Veðrið hefur einnig leikið Akureyringa grátt þar sem sjór flæddi inn á Eyrina. „Það var allt rúllandi og fljótandi hér út um allt þannig að þetta er bara ónýtt held ég meira og minna hérna,“ segir Stefán Þór Guðmundsson eigandi SKG verktaka á Akureyri. Það var allt á floti hjá Stefáni í dag.Vísir/Tryggvi „Það var ekkert hægt að gera, ekki neitt. þetta skeði rosalega hratt þannig að maður getur ekkert gert.“ Einhverjum rann blóðið til skyldunnar og reyndu að bjarga því sem hægt var. „Þetta var komið í götuna og við stukkum nokkrir út með kústana að reyna að halda niðurföllunum opnum,“ segir Björn Ingi Óskarsson, íbúi á Eyrinni á Akureyri. Og björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast, bæði á Suðvesturhorninu þar sem veðrið hefur verið hvað best á landinu, en sérstaklega Austanlands. Á þriðja tug ferðamanna hefur setið fastur í bílum á Mývatnsöræfum vegna veðurs og sextíu verið fastir í beitarhúsi á Möðrudal. Björgunarsveitir hafa unnið að því að koma fólkinu til aðstoðar en aðstæður verið erfiðar. „Við báðum alla að vera inni í bílunum þangað til við komum og sækjum þau og ökum þeim niður. Við munum bara skilja öll ökutæki eftir, sumir bílar eru bara ekki gerðir fyrir svona veður og ekki útbúnir. Við bara treystum þeim ekki til að halda áfram á þeim,“ segir Ingibjörg Benediktsdóttir, fulltrúi í aðgerðastjórn björgunarsveitarinnar á Húsavík.
Veður Björgunarsveitir Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02 „Það er allt í skrúfunni“ „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. 25. september 2022 15:35 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02
„Það er allt í skrúfunni“ „Það er allt í skrúfunni, það er bara svoleiðis,“ segir formaður aðgerðastjórnar björgunarsveita á Austurlandi. Veðrið sé mjög slæmt á Austfjörðum og spár virðast ætla að ganga eftir. 25. september 2022 15:35