Telja ekkert kerfi hannað til að ráða við flóðið sem skildi eftir sig mikið tjón Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2022 20:10 Það gekk mikið á, á Akureyri í dag. Vísir/Tryggvi Ljóst er að mikið tjón hefur orðið á bæði húsum og búnaði á Oddeyrinni á Akureyri í dag, þar sem sjór gekk á landi í aftakaveðri. Norðurorka segir að ekkert veitukerfi sé hannað til að ráða við aðstæður sem þessar. Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag gekk mikill sjór á land á neðsta hluta Oddeyrinnar í dag. Samblanda af öflugri norðanátt og hárri sjávarstöðu gerði það að verkum að sjór átti greiða leið upp á land, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Svæðið þar sem flóðið varð er að mestu iðnaðarsvæði sem hýsir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þegar fréttamaður kíkti á svæðið í dag hitti hann meðal Stefán Þór Guðmundsson í húsnæði Trésmiðjunnar Aspar við Gránufélagsgötu sem var á kafi. Um tuttugu sentimetra vatnslag lá á gólfi trésmiðjunnar. „Það var bara allt fljótandi og rúllandi út um allt. Þetta er held ég allt ónýtt meira og minna,“ sagði Stefán sem ræddi við blaðamann um klukkan eitt í dag. „Þetta er gríðarlegt tjón. Það eru allar vélar og töskur bara á kafi í vatni þegar ég náði í þær fyrir klukkutíma síðan,“ sagði Stefán. Það var allt á floti hjá Stefáni í dag.Vísir/Tryggvi Tjónið er mikið og víða. Á vef Akureyri.net er rætt við Helga Heiðar Jóhannsson, einn af eigandeum Blikk- og tækniþjónustunnar við Kaldbaksgötu. Í viðtalinu kemur fram að líklegt sé að tjónið þar hlaupi á milljónum, ekki tugmilljónum. Bílafloti fyrirtækisins sé mögulega ónýtur, auk þess sem að útlitið sé ekki gott með dýrar vélar. Þá er efni og annað inn í húsinu ótalið. Í viðtalinu kemur fram gagnrýni á viðbrögð Norðurorku, veitufyrirtæki bæjarins, og að viðbrögðin þar á bæ hafi ekki verið nógu snör. Ekkert kerfi hannað til að þola slíkt áhlaup Á vef Norðurorku er farið yfir stöðuna og þar vísað í að rafmagnslaust hafi verið á Akureyri í dag, líkt og stórum hluta landsins, vegna veðursins í dag. [„Þ]ar með varð straumlaust í dreifikerfi Norðurorku á Akureyri. Varaafl fyrirtækisins, þar með talið í fráveitukerfinu, kom inn og hélt þannig uppi lágmarks afköstum þann tíma sem rafmagnslaust var,“ segir á vef fyrirtækisins. Þar er einnig bent á að ekkert fráveitukerfi sé hannað til að þola viðlíka áhlaup og varð í dag. „Eins og áður segir þá starfaði fráveitukerfið á svæðinu eðlilega, miðað við venjubundinn rekstur en ljóst er að aðstæður sem þarna sköpuðust voru mjög óvenjulegar og sem betur fer mjög fátíðar. Ekkert fráveitukerfi er hannað til að ráða við aðstæður sem þessar þegar sjór gengur á land,“ segir enn fremur. Akureyri Veður Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02 Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í dag gekk mikill sjór á land á neðsta hluta Oddeyrinnar í dag. Samblanda af öflugri norðanátt og hárri sjávarstöðu gerði það að verkum að sjór átti greiða leið upp á land, eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. Svæðið þar sem flóðið varð er að mestu iðnaðarsvæði sem hýsir lítil og meðalstór fyrirtæki. Þegar fréttamaður kíkti á svæðið í dag hitti hann meðal Stefán Þór Guðmundsson í húsnæði Trésmiðjunnar Aspar við Gránufélagsgötu sem var á kafi. Um tuttugu sentimetra vatnslag lá á gólfi trésmiðjunnar. „Það var bara allt fljótandi og rúllandi út um allt. Þetta er held ég allt ónýtt meira og minna,“ sagði Stefán sem ræddi við blaðamann um klukkan eitt í dag. „Þetta er gríðarlegt tjón. Það eru allar vélar og töskur bara á kafi í vatni þegar ég náði í þær fyrir klukkutíma síðan,“ sagði Stefán. Það var allt á floti hjá Stefáni í dag.Vísir/Tryggvi Tjónið er mikið og víða. Á vef Akureyri.net er rætt við Helga Heiðar Jóhannsson, einn af eigandeum Blikk- og tækniþjónustunnar við Kaldbaksgötu. Í viðtalinu kemur fram að líklegt sé að tjónið þar hlaupi á milljónum, ekki tugmilljónum. Bílafloti fyrirtækisins sé mögulega ónýtur, auk þess sem að útlitið sé ekki gott með dýrar vélar. Þá er efni og annað inn í húsinu ótalið. Í viðtalinu kemur fram gagnrýni á viðbrögð Norðurorku, veitufyrirtæki bæjarins, og að viðbrögðin þar á bæ hafi ekki verið nógu snör. Ekkert kerfi hannað til að þola slíkt áhlaup Á vef Norðurorku er farið yfir stöðuna og þar vísað í að rafmagnslaust hafi verið á Akureyri í dag, líkt og stórum hluta landsins, vegna veðursins í dag. [„Þ]ar með varð straumlaust í dreifikerfi Norðurorku á Akureyri. Varaafl fyrirtækisins, þar með talið í fráveitukerfinu, kom inn og hélt þannig uppi lágmarks afköstum þann tíma sem rafmagnslaust var,“ segir á vef fyrirtækisins. Þar er einnig bent á að ekkert fráveitukerfi sé hannað til að þola viðlíka áhlaup og varð í dag. „Eins og áður segir þá starfaði fráveitukerfið á svæðinu eðlilega, miðað við venjubundinn rekstur en ljóst er að aðstæður sem þarna sköpuðust voru mjög óvenjulegar og sem betur fer mjög fátíðar. Ekkert fráveitukerfi er hannað til að ráða við aðstæður sem þessar þegar sjór gengur á land,“ segir enn fremur.
Akureyri Veður Óveður 25. september 2022 Tengdar fréttir Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28 Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02 Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49 Mest lesið Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Innlent „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Innlent Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Erlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Innlent Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Innlent Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda Innlent Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Erlent Fleiri fréttir Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Eldur í þúsund fermetra fjósi með skepnum inni Happdrætti Háskólans sýknað af tugmilljóna kröfu Catalinu Veittist fyrst að dyravörðum og svo að lögreglumönnum Fluttur á slysadeild eftir hópárás Grunaður um að aka undir áhrifum með börnin aftur í Sótti konuna á lögreglustöðina áður en hann réðst á hana Hrekur Walt-Disney líkingar þingmanns Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Sjá meira
Fyrsta haustlægðin skall með krafti á landið Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í dag við að bjarga ferðamönnum sem sátu fastir í bílum sínum í veðurofsanum. Rúður hafa brotnað í bílum og tré rifnað upp frá rótum. Það flæddi yfir götur og inn í hús á Akureyri og á stórum hluta landsins varð rafmagnslaust í dag. 25. september 2022 19:28
Íbúar í nærliggjandi götum þustu út til aðstoða Menn stóðu í ströngu á Oddeyrinni á Akureyri í dag vegna gríðarlegs vatnsflaums sem þar hafði flætt um götur og inn í hús á neðsta hluta Eyrinnar. Íbúar í nærliggjandi götum voru mættir á vettvang til að leggja opinberum starfsmönnum lið í baráttunni. 25. september 2022 18:02
Erfitt að skrúfa fyrir Atlantshafið Sjór gengur yfir götur á Eyrinni á Akureyri og flætt hefur inn í hús. Varðstjóri hjá slökkviliði segir að sjórinn nái upp að hnjám, og erfitt sé að eiga við Atlantshafið. 25. september 2022 13:49